Ergjustuð og munnræpa.
28.7.2008 | 11:07
Stundum: , sjaldan, afar sjaldan" er ég barasta örg, já það er von
að einhver spyrji, af hverju? þeir sem spyrja hafa ekkert að hugsa
um nema sjálfan sig og fara létt með það,
þeir eru ekki blankir, lasnir,verkjaðir, niðurlægðir bæði af þeim sem
síst skyldi og öðrum þeim sem er alveg sama um okkur peðin.
þeir eru ekki vondir við sjálfan sig, borða ekki of mikið, þrasa ekki
við neinn, þola sólina og hitan með stæl og eru aldrei ósanngjarnir.
þetta allt á við mig á mínum ergju stundum, en eins og ég sagði
áðan þá er það afar sjaldan, svo sjaldan að það tekur því varla að
minnast á það, að ég held, hef nú ekki spurt engilinn hvað er satt
í þessu hjá mér, "Mun kannski ekki þola svarið",
en þar sem þið eruð nú þarna til þess að hlusta á
ergjuna í mér, það er ef þið nennið, þá eys ég þessu yfir ykkur og
sko mér er strax farið að lýða betur.
Hef nú kannski ekki yfir miklu að kvarta, á meðan ég eys úr mér
er engillinn búin að þvo allan þvottinn sem kom um helgina sem
er nú ekkert smá er maður fær fullt hús af ljósum, sko nú er ég
búin að taka gleði mína aftur bara við að minnast á fólkið mitt
sem var hér um helgina, því hvað á maður dýrmætara en fólkið sitt.
þó sumir kunni nú ekki að meta það.
Það er seinni tíma saga.
Takk kæru bloggvinir og aðrir þeir sem hér inn líta, fyrir að hlusta
á ergjuna í mér, en munnræpan kom mér í gott skap.
Knús kveðjur til ykkar allra.
Milla.guys.
Athugasemdir
Það er allt í lagi að blása út öðruhverju, já hvað er dýrmætara en fólkið sitt. stundum er ég örg líka kannski æti líka láta það koma fram eins og þú gerir. Knús á þig elsku Milla.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.7.2008 kl. 11:25
Já stelpur mínar, ég er nú yfirleitt ekki lengi að ræpa ergjunni úr mér,
Katla láttu það koma, og Silla mín þú sem þekkir mig svo vel veist
að það sem maður velur að láta sér lynda af hvaða ástæðum sem það er nú, verður maður að vera jákvæður yfir, en það koma ætíð nýjar upp á komur sem þarf að takast á við, og þá er bara að gera það.
Eruð þið ekkert á leiðinni?
Knús til ykkar beggja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 11:53
Hvergi betra að blása en hér í beinni knús á þig í blíðunni
Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 12:03
Ergelsi er líka gott af og til elsku Milla mín.
Hafðu það gott í blíðunni sem um okkur blæs
Helga skjol, 28.7.2008 kl. 12:08
Helga bara orðin skáldlega hérna
Milla mín, ég brosti nú bara hringinn á meðan ég var að lesa blásturinn þinn. Svona líður manni stundum. Og þegar mér líður svona veit ég að mál er að hringja í hana Völu vinkonu mina og tappa af. Og hún gerir það sama við mig. En hugsaðu þér bara hvað það eru margir sem kunna ekki að tappa af og svo bara eykst ergelsið og vanliðanin. Svo bitnar það alltaf mest á þeim sem næst standa. Þannig að endilega blástu út, eins oft og þú þarft á að halda.
Hafðu það gott í dag ljúfan.
Anna Guðný , 28.7.2008 kl. 12:19
Allt í lagi, kæra Milla, láttu bara ergelsið þitt vaða hérna yfir okkur, þetta er sko fínn vettvangur til þess. Skárra að dreifa því hér, heldur en að láta það bitna á þeim sem síst skyldi, sem sagt maka manns, sem á það alls ekki skilið!
Eigðu góðan dag, kæra vinkona
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 12:27
Hallgerður mín varst ekki komin inn, er ég sleppti síðustu ergju í loftið,
en sko ég get líka rokið, sér í lagi ef um börnin er að ræða og ég mjög verkjuð
Fljót að þessu.
knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 12:33
Kveðja Sigga mín, þú ert engill.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 12:34
Ásdís mín blíðan er að gera út af við mig, ég meina sko,
næstum.
Knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 12:35
Búkolla mín ekki ert þú ætíð örg, hef ekki orðið vör við það.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 12:36
Anna Guðný takk fyrir mig og sko ég hef bara ykkur og engilinn,
en þar sem þetta er svo sjaldan þá er hann hérna enn þá
En eins og þið vitið þá blæs ég yfirleitt afar pent yfir ykkur,
Knús til þín
Milla
Helga mín sömuleiðis það stefnir í hitabylgju
knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 12:42
Nafna mín það er nú það sem vill koma fyrir, en það slapp nú til í þetta skiptið, þökk sé blogginu, enda er engillinn minn svo rólegur að hann hreyfist varla það gefur mér samt engan rétt til að ergjast yfir hann.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 12:48
Takk pent fyrir mín kæra og gott ad heyra ad tú ,ég og fleirri getum slett adeins úr sálartetrinu okkar og tad á blogginu.Oft er törf og stundum naudsyn er ekki svo hjá okkur öllum?
Tú varst nú voda pen nafna mín
Stórt fadmlag til tín
Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 14:03
Jú það er sko rétt nafna mín, já var ég ekki pen maður kann nú að vera dipló.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 14:15
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.7.2008 kl. 16:33
Takk fyrir smælið Fjóla mín.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.