Fyrir svefninn.
29.7.2008 | 20:49
Það eru nú allir sammála því eð veðrið á landinu er búið
að vera vægast sagt óvenjulegt, í sumar.
Hér sit ég að kvöldi dags og það er blankalogn og hitinn
er 22 stig á mælirinn hjá okkur, í skugga.
En hugsið ykkur, þið sem eruð nú eldri en tvævetur hvernig
það var hér áður og fyrr er matarbúrin hjá okkur og okkur
eldri konum voru full af mat, tunnur fullar að súrmat,
og út úr kistunum flóði nýmetið.
Var nefnilega að lesa grein þar sem innanhúsarkitekt talar
um að matarbúr væru liðin tíð, það er rétt hjá konunni,
nema á afskektum bæjum þar sem snjór
og ófærð tefur kaupstaðarferðir hjá fólki, en held að það sé
nú ekki aðallega það, því ófærð er nú afar sjaldgæf núorðið,
Allt er rutt nema um iðulausa stórhríð sé að ræða.
Nei það er það að fólk vill eiga nógan mat bæði til bæja og sveita.
Til hvers spyr Borgarfólkið?
Hvað haldið þið sem undrið ykkur á þessu rausi í mér, hvað þið sparið
ykkur mikinn tíma með því að fara bara í búð einu sinni í viku, þann tíma
er til dæmis hægt að nota með börnunum, eða í eitthvað annað sem til
fellur.
Mánasigling.
Mjöllin um miðnættið tindrar
og máninn er kominn hátt.
Á silfurfleyginn sinn
hann siglir í vestur átt.
Á lognöldum ljósrar nætur
hann líður um höfin sín,
uns loksins hann berst út í blámann
og bliknar, er morgunn skín.
Og morgundraumarnir mínir
með honum taka far.
þeir sigla á silfurfleygi,
er sekkur í dagsins mar.
Gullfallegt er þetta ljóð, eftir hann Magnús Ásgeirsson.
Athugasemdir
Já það er alveg rétt, en svo lánsöm er ég að eigi þarf að ergja mig á þessu hjá mínum börnum, þau eru bara ágætlega að sér í þessum málum, enda alin upp af mér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 21:07
Já ég er eins og þú með það að ég vil eiga aðeins forða í kistunni ,það gjæti verið eitthvað gamalt í mér síðan að maður var búsettur í sveitinni hér áður .En nútíma fólk er altofmikið í skindibitafæði ,sem er ekki gott eða holt,og eru þessi stórfínu eldhús og fullkomnar græjur í þeim ekki til þess að nota við matseld ,það hélt ég en þetta er víst nútíminn ,en dálítið er ég hræddur um aðþessu fólki endist ekki eins vel heilsan þegar framm í sækir ,eins og okkur hinum sem eldum heima og vitum nokkutnvegin hvað við borðum . Við erum það sem við borðum.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 21:10
Ég er veik fyrir flottum eldhúsum...á ekki eitt slíkt en það kemur vonandi síðar. Frábært að lesa færslurnar þínar FYRIR SVEFNIN !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:19
Það er nú rétt hjá þér Jón við erum það sem við borðum, en eigi er ég sammála þér um að nútíma eldhús séu ekki til að elda í það er fólkið sem býr eldhúsin sem þarf að kunna að elda og nota sér tæknina við það.
Ég átti stórt og mikið eldhús hér áður fyrr, með öllum bestu græjum sem völ var á, þar var allur matur útbúinn, maður útbjó allt sjálfur, núna hefur þetta minkað hjá manni, við bara orðin tvö.
Ég var nú aðallega að meina skipulagsleysið í þessu unga fólki og svo
kvarta allir undan tímaleysi, jæja mensan.
Kveðja til þín Jón.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 21:41
Mikið skil ég þig vel Fjóla mín, ég elskaði líka flotta eldhúsið mitt, en tíminn er svo fljótur að líða, börnin fljúga úr hreiðrinu, þá þurfum við ekki svo mikið á því að halda, en mikil ósköp ef maður ætti nóga peninga og gæti haft vinnukonu þá hefði maður ekkert á móti stóru húsi.
En við vitum báðar að veraldleg gæði skapa ekki hamingjuna.
Kærleik til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 21:47
Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2008 kl. 22:51
Mér fannst allaf gamla eldhúsið heima hjá pabba og mömmu það flottasta í heimi. GN
Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 23:13
Svakalega er ég sammála þér, reyndar er ég búin að gera þvottahúsið hjá ér að hluta til að búri, þar sem ég nenni ekki að fara alltaf í búð á hverjum degi, fer tvisvar í viku og í annað skipti er það bara mjólk og brauð. Mig dreymir um alvöru búr eins og tengdó er með. En það verður einhverntíman á lífsleiðinni.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:22
Huld S. Ringsted, 29.7.2008 kl. 23:41
Ég elska Magnús Ásgeirsson, takk Milla mín. Það er yndislegt að eiga búr og geta búið í haginn. Það er ómögulegt að vera hagsýnn án frystikistu. Ég á ekkert af þessu, en ég átti það einu sinni og var þá alltaf með gourmet mat. Nú en núna er það frekar í fljótandi formi. Ég fitna ekki á meðan, ég fitna aldrei damn it. Góða nótt mín kærleiksríka frænka.
Eva Benjamínsdóttir, 30.7.2008 kl. 00:12
Góða nótt elsku Milla mín
Vá hvað ég saknaði þín 
Erna, 30.7.2008 kl. 01:16
Já Milla, - Mikið er hún falleg Mánasiglingin hans Magnúsar. - En er ekki einu "hann" ofaukið í næstsíðustu línu annarar vísu. - á það ekki að vera: "uns loksins hann berst út í blámann". Eða er það kannski misminni hjá mér?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.7.2008 kl. 02:10
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 06:53
Svar til ykkar allra.









Lady Vallý það er nú munur ef maður gæti framfylgt þessari vitleysu, ja hérna,
potta á 500.000, ætti nú ekki annað eftir.
Knús í daginn þinn Sigrún mín
Gott hjá þér Magga mín, maður verður nefnilega aldrei efnaður á eyðslu hvort sem hún er í formi tíma eða peninga.
Huld mín knús í daginn þinn
Það var eins og ég sagði frænka mín þegar árin líða þarf maður ekki eins á þessu að halda, ég á nú bæði frystiskáp og kistu, en oftast nær er kistan hálftóm en skápurinn yfirleitt vel hlaðin þar geymi ég brauð og allt sem er ekki hrátt.
Elsku Erna mín ég er líka búin að sakna þín, en það er gott að þið áttuð góðan tíma saman þið Bjössi
Lilja, takk svona getur farið fyrir manni er þreyttur er orðin, mun leiðrétta þetta, getur eigi staðið svo. Já Mánasiglingin er undurfögur.
Knús og faðm í daginn þinn Linda mín
Góðan daginn, Vatnasóley fögur og fim, já enn einn sólardagurinn,
held ég verði bara í köldu baði í dag
Knús í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.