Fyrir svefninn. Smá um offitu.
12.8.2008 | 20:52
Í tilefni þess sem upphófst hjá mér í gær, "lífstílsbreytingin"
þá læt ég bara vita að mér líður mjög vel, held matarbók,
og sé að eina breytingin sem er að gerast hjá mér núna er
ég borða morgunmat á morgnanna, í staðin fyrir Pepsí og tekex
hræðilegt ekki satt, en það var það sem ég borðaði á hverjum
morgni, Pepsi, tekex með létt og lagott + ost + meðölin mín.
Nú svo er ég hætt að borða eftir kvöldmat, sem var aðal veikleiki
minn.
Ég mun láta vita af mér og hvernig mér gengur svona vikulega.
Endilega ef einhver vill ræða þessa hluti þá að vekja máls á því,
stelpur mínar og strákar ég er búin að prófa allann pakkann,
svo ég veit nú ýmislegt.
Ég er ekki á neinum megrunarlyfjum og ætla mér það ekki.
Góð ráð sem duga mörgum sem ég þekki.
Kalk dregur úr sykurþörf líkamans,
kaupið kalkið í apótekinu og fáið ráðgjöf með magn.
2 teskeiðar af eplasafaediki út í glas af vatni með hverri
máltíð.
Eplasafaedikið sér um að brenna fitu.
Ein góð frá henni Ósk.
Einu sinni var verið að brigsla okkur
konum um náttúruleysi í vísnagerð.
Aumt er að geðjast öllum
ábúðarfullum köllum.
Hafi ég helling að segja
hollast mér væri að þegja.
Svona er lífsins saga
sumum alltaf til baga.
Meðalhófs giftu gata
er grýtt og torvelt að rata.
Góða nótt.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, Milla mín!
Ég er í sífelldri baráttu við þessi aukakíló. Ég vissi þetta með eplaedikið, en hef aldrei heyrt þetta með kalkið, hélt að ég vissi nú allt í þessu, þó að það hafi nú ekki hjálpað mér mikið.
Það er svo fyndið með mann (eða ekki), að maður veit alveg hvað maður á að gera, en að fara eftir því, það er stóra málið!!!
Knús á þig, kæra Milla
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:06
Gott að þetta kemur að notum stelpur, en það er ekki nóg að prufa,
það þarf að halda áfram.
Það er nefnilega málið, vera að fara eftir því sem maður veit, en eitt veit ég að um leið og þú ert orðin meðvituð í einlægni hvað þú þarft að gera þá gerist eitthvað.
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 21:11
Breytt mataræði er það sem svínvirkar. Borða hollt og gott og enga aukabita. Tekur lengri tíma en ósjálfrátt minnkar maginn og þér fer að líða svo miklu betur. Gangi þér vel Milla mín.
PS ég borðaði líka tekex hér áður fyrr á morgnanna en núna er það hafrakex og kaffi, e.t.v. ekkert sérlega hollt en það nægir mér.
Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:15
Tekex og pepsi, þú ert nú yndisleg, það var ekki svoleiðis morgunmatur hjá okkur á Lundi '93, enda vorum við grennri og spengilegri þá, ég er búin að kenna BJarna að segja að nú sé bara meira til að elska enda 25 kíló bæst á mig síðan þá. En þegar ég get farið að labba meira þá veit ég að þetta lagast smátt og smátt. Vissi þetta með edikið en ekki með kalkið, væri ekki sniðugt að drekka ávaxtate á kvöldin eins og á Lundi til að mæta sykurþörfinni. Gangi þér vel og hérna er ein vísa sem þú mátt lesa fyrir Ósk, hún er um afa eftir Hákon Aðalsteins.
Jónas Hagan Öllu sligríður tímans tönntekur á sálina dagsins önn.Rekur sig gamla rauna saganþað rís ekki lengur hjá Jónasi Hagan
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 21:23
Æ, þetta ruglaðist allt í uppsetningu, tók þetta úr word, þú skilur þetta samt held ég. GN
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 21:24
Milla mín HUGARFARSBREYTING og einn dag í einu. Gangi þér vel elsku Milla mín
Erna, 12.8.2008 kl. 21:25
Jæja kelli mín, mikið verður gaman að fylgjast með þér á leið að bættum lífsstíl. Gaman hvað þú ert dugleg að koma vísum hér inn. Gangi þér vel ævinlega.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:06
Hef verið lítið við tölvuna undanfarið og ekki mikið kvitterí en gott að þú ert að hressast Milla mín knús inn í nóttina
Brynja skordal, 12.8.2008 kl. 23:37
Ég þarf að fara að gera eitthvað í mínum "málum"...matmálum og ummálum
Góða nótt mín kæra
Sigrún Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:42
Já Milla mín - það er stundum nauðsyn fyrir okkur öll að taka til í matarbúrinu okkar og hreinlega henda út hinu og þessu ef við ætlum að lifa lengur. Því er ver að þá eru fitugenin alltof sterk og algeng - en svo er líka annað - að sumir eru bara með handónýtt brennslukerfi í líkamanum.
Það eru til kúrar sem eru ekki beint til megrunar - heldur til að koma brennslukerfinu í gang og gera það kerfi sterkara. Málið er náttúrulega að á meðan á þeim kúr stendur - þá missir fólk einhver kíló líka vegna þess að brennslan byrjar allt í einu að vinna á fullu þar sem áður var ládeyða.
Ótrúlega leitt þegar fólk úti í bæ segir að það sé hægt að setja samasem merki = á milli feitra og ísskápsins. Það eru alls ekkert allir gráðugir sem eru feitir, bara með ónýtt brennslukerfi. Samt eru jú auðvitað líka til margir sem eru sannarlega feitir vegna of mikillar fæðu í bolluna..
En, knús í nóttina þína elsku Millan mín ... sitji guðs englar um þig alla!
Tiger, 13.8.2008 kl. 03:41
Gangi þér vel í megruninni og láttu þér líða vel.
Jakob Falur Kristinsson, 13.8.2008 kl. 06:36
Dóraaaaaaaaaa! sko þú veist að mamma þín getur ekki hjólað, en
bíddu bara, svona eftir ár.
Elska þig og er afar stolt af þínum gjörðum í þínum málum.
Go on girle.
Besta mamma í heimi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 09:40
Ía mín hafrakex og kaffi er eigi gott heldur, kaffi fyrst á morgnanna lokar fyrir meltingarstarfsemina.
Knús til þín
Ásdís nei það var ekki svoleiðis morgunmatur hjá okkur þá,
Kalkið virkar og ef þig langar í eitthvað á kvöldin þá fáðu þér vatn í mesta lagi 1 epli.Gangi þér sömuleiðis vel kæra vina og ég mun lesa vísuna fyrir Ódu, enda frábær vísa, aumingja afi þinn að lenda í þessu
risleysi
Takk Erna mín knús til ykkar allra.
Sigga ég veit að Anti crome dregur úr sykurþörf en það virkar ekki á mig, hún frænka þín í apótekinu hér sagði mér frá kalkinu.
Knús til þín.
Lady Vallý þú ert óborganleg kok með hjartalyfjunum, ég drakk bara Pepsí. Knús til þín
Silla mín við gerum það, knús kveðjur
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 10:00
Sætindaþörfin hvarf hjá mér eftir að ég fór að taka kalk samkvæmt læknisráði, en það var ekki útaf sætindum heldur vítmínskorti.
Knus Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:10
Takk Fjóla mín ég ætla að láta þetta takast, það gerist ekki á einni viku þetta er eilífðar-lífsstíll. knús til þín
Hindin mín þú ert bara frábær allt sem þú segir á við mig feluleikurinn átið á nóttunni og ætíð í afneitun, ég er löngu hætt reyndar að fara fram á nóttunni til að borða, var í því fyrir margt löngu, en borðaði eftir kvöldmat, var kannski pakksödd en þurfti svo endilega að fá 2 brauðsneiðar eða meira fyrir svefninn.
Malið mitt er millagisli@gmail.com
Knús til þín
Brynja mín hafðu það sem best ekki von að það sé tími fyrir blogg í önnum sumarsins. knús til þín
Sigrún við vitum það náttúrlega að léttara er það er grennri erum
knús til þín mín góða kona.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 10:11
Tiger míó míó það er rétt og nauðsynlegt að taka til í eigin ranni svona annað slagið, sér í lagi eftir storma sem stundum geisa.
Brennslukerfið virkar ekki alltaf sem skildi það er satt, en núna er ég undir læknishendi að gera þetta því ég má ekki taka mörg af þessum hjálparmeðölum vegna hjartans.
Ég er búin að fá svo yfir mig nóg af allskonar drasli sem svo ekkert virkar að ég ætla að gera þetta svona núna og vona til guðs að mér gangi vel með það.
Knús til þín ljúfastur
Takk fyrir Jakob og sömuleiðis. Kveðja
Jæja elskurnar mínar takk fyrir viðbrögðin, ég elska ykkur öll.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 10:21
Ég held bara að ég segi skál fyrir því og þessu öllu saman! Það er víst bara þetta gamla góða að enginn gerir það fyrir þig nema þú sjálf, vildi stundum að ég gæti sent einhvern anna út að labba eða hjóla fyrir mig og svo væri það einhver annars sem gæti borðað hollt og gott fyrir mig og ég gæti haldið áfram í mínu sukki. Ég er verst eftir fimm á daginn til svona níu á kvöldin.
Ég hef tekið eftir því að ef ég fæ mér jógate sem er til í nokkrum sortum þá slær það á matarnartlöngunina. Það eru örugglega einhverjar jurtir í þeim sem slá á sykurþörfina eða hvað þetta er sem maður er að sækja í með narti.
Ég hef líka grennst af því að taka út allan sykur og ger og þá bara ALLAN líka ef það var sykur í kryddi, gerði það í rúmt ár og grenntist um 24 kg sem öll eru komin aftur og gott betur, þekki líka aðra sem er orðin eins og tálguð spýta eftir að hún breytti þannig um, sleppir öllum sykri, geri og hvítu hveiti en borðar allan annan mat.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:21
Æ, já Jónína mín þetta er þrautarganga og allt er maður búin að prufa í gegnum ævina.
Núna stefni ég að atferlishugsun og við sjáum hvernig gengur í því,
Þú veist alveg eins og við allar allt um brennsluhraða líkamans og að hann er misjafnlega öflugur, verðum bara að sætta okkur við það.
þarf að athuga með jógaten held að það séu einhver örvandi efni í þeim sem ég má ekki taka.
Ég er svo heppin að hafa Apótek með stelpum sem vita bara allt um allt, þær eru í þessu af hugsjón, svo ég fæ réttar upplýsingar frá þeim. Svo er það þetta með 5-9 ég var líka óstöðvandi þá, en bróðir minn sem er búin að ganga í gegnum svona breytingu segir, að það hafi tekið sig 4 daga að komast yfir þá löngun því hún er ekkert nema vaninn eins og svo margt annað.
Knús knúsMilla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 11:30
Ég er mjög viðkvæm fyrir öllu sem er örvandi og hef aldrei orðið vör við að jógatein hafi þannig áhrifa á mig en kannski er til einhver tegund sem hefur þannig áhrif. Já við vitum það líka að þetta er ekkert nema vani og það tekur bara nokkra daga að koma sér í annað horf með það er það er þetta að halda það út Milla mín tra la lalalllallalla...... Þá er það viljinn sem gildir.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:50
Ekki gleyma svo hreyfingunni. Þú þarft að koma hjartslættinum í 65% af hámarkspúls í 12 mínútur til að virkja fitubrennsluensímin.
Gunnar H. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:38
Jóníma mín trúlega er allt í lagi með jogaten maður þorir bara ekki annað en að spurja viljin er allt sem þarf, en það vill auðvitað oft bresta hjá okkur, en sjáum til.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 15:47
Gunnar hver sem þú nú ert það verður fundið út úr því með tímanum
hvað ég get gert, þú hefur greinilega lesið allt um þetta mál, en
sumir geta ekki hreyft sig eins og aðrir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 15:49
Svona losnaði ég við ca. kíló á viku (án þess að hreyfa mig)! ..
Sleppti:
Borða:
Til gamans þá kallaði ég þetta Síberíukúrinn!
Það verður gaman að fylgjast með þér Milla mín, endilega upplýstu okkur um árangurinn og gangi þér vel.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.8.2008 kl. 13:39
Jóhanna mín þetta er nú einmitt maturinn sem ég sleppi og merkilegt nokk þá er það ekki erfitt, ég er löngu hætt að fá mér í glas, hef bara engan áhuga, kaffi hef ekki saknað þess en, enda ef mig langaði í einn mocka eftir góða máltíð þá mundi ég bara fá mér hann, hef lengi bara borðað speltbrauð, gos og mjólkurvörur eru úti, en ég held að veikindin mín hafi hjálpað mér mikið að hætta gosi og mjólk hef ég aldrei notað.
Drykkurinn minn núna er sítrónuvatn sem ávallt er til í ísskápnum.
Við borðum aðallega kjúkling og mikið af fiski.
hollustan í matarræðinu hefur ekki vantað heldur var græðgin að gera út af við mig á kvöldin, en nú er það úr sögunni.
Takk vina mín ég mun svo sannarlega íþyngja ykkur svona annað slagið með sögum af mér.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.