Dóðan daginn kæru landsmenn og konur.

Ég er nú svo ánægð með lífið, sit hérna með fjöllin
og hafið allt um kring, þvílík fegurð, sólarlaust, en hvað
með það, eins og með ríkisstjórnina, er svo hamingjusöm
með hana sko hún er alltaf við-tæk tilbúin að taka þátt í öllu
okkar rausi og er að standa við allt sem þeir lofuðu fyrir
kosningar, hva þó þeir séu aldrei sammála um neitt þá er
það nú bara smámál, Nei ekki úr mjólk, heldur úr ríkisstjórninni,
enda er hún sólarlaus, en á ekki að birta upp um síðir?
Jú en því ráðum við.

Hneyksli! var nærri búin að gleyma Borgarstjórn,
er svo glöð með hana.
Sumir segja að landsbyggðarpakk, eigi ekki að vera að ybba sig
um borgarmálin, en ég tel að við eigum fullan rétt á því,
Þetta er höfuðborg Íslands.
Sorgin er nú að Gísli Marteinn sé að hætta í borgarráði,
skildi hann ætla að hætta alveg í pólitíkinni???

Svo er ég svo glöð með öll stríðin, morðin, olíuna, valdabaráttuna,
hrokann, og ofbeldið bæði andlegt og líkamlegt.
Allt hlýtur þetta að leiða til friðs í heiminum, er svo glöð,
þá verða mannréttindi virt og allir verða jafnir.

Er ég kannski orðin of glöð og farin að rugla rugluna, líklegast.
En mér líður samt afar vel í dag því ég breyti eigi heiminum.
Knús til ykkar allra, verið góð við hvort annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn elsku Milla mín, ertu byrjuð á nýja lífsstílnum, gaman væri að heira hvað þú ert að borða yfir daginn og hvað.

Kæmpeknus

Kristín Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Erna

Milla mín hvað var í morgunmatnum þínum  er ekki í lagi með Gísla?

Ef ekki þá legg ég af stað og borða leifarnar . Knús

Erna, 13.8.2008 kl. 11:44

4 identicon

Hvað er þetta Milla mín ertu ekki hamingjusöm með ráðamenn og konur þjóðarinnar. Þau eru svo æðislegt og hugsa svo vel um okkur er að minnsta kost öll að vilja gerð, er það ekki? 

Ég veit t.d. að Guðlaugur Þór ætlaði að hækka launin hjá hjúkrunarfólki um leið og hann yrði heilbrigðisráðherra að minnsta kosti hjá þeim sem væru í vinnu hjá borginni, þá hefði hækkað hjá hinum líka en ég hef nú ekki orðið vör við þessar stórkostlegu hækkun.

Eigðu góðan dag.

Eigðu góðan dag.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:55

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur það er sko allt í lagi með mig og Gísli með sína ístru, (sem hann fékk eftir að hann kynntist mér) er alsæll með sitt grænmeti
Núna er ég bara í atferlishugsuninni er ekki svo mikið að hugsa um hitaeiningar það kemur seinna, bara að vera meðvituð,
Erna ef Gísli kvartar mikið þá sendi ég hann bara til þín skjóðan mín.

Nei ég er sko ekki ánægð með þetta sjálfsumglaða fólk sem heita ráðamenn þessa lands og hef heldur ekki orðið vör við launahækkun
það sem kom er löngu farið og miklu meira en það.
Knús í daginn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 12:41

6 identicon

hömmmm,,,,,, það er s.s. allt þversum hjá þér í dag ha? Knús á þig kjellan mín

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 15:25

7 identicon

Sæl Milla.

Ég ragst á þessa heimasíðu fyrir slysni og fór að lesa.  Ég spyr eins og asni; en ertu Milla hans Gísla Indriðasonar?  Ef svo er þá er ég Birna hans Steina.  Við höfum hittst einu sinni í fermingu hjá Sidda. Bið að heilsa Gísla hvort sem það er rétti eður ei. 

Birna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:28

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð og sæl Birna mín takk fyrir að koma inn og heilsa upp á,
Jú ég er sko Milla hans Gísla Indriðasonar.
Man eftir ykkur þó við hittumst eigi lengi í þetta eina skipti, erum alltaf á leiðinni aftur á nesið, gerist vonandi næsta sumar verðum nú að fá að sjá litla kútinn sem gerði Gísla að langafa.
Kær kveðja
Milla og Gísli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 17:01

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla það er rétt ég er sko á beinu brautinni, Magga mín segi stundum þversum frá, en ekki ert þú ánægð með málin.
Knús til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.8.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband