Fyrir svefninn.

Í sláturhúsinu á Húsavík var Þormóður Torfason
á Birningsstöðum í Laxárdal einn af fláningarsmönnunum.
Á þeim árum stóðu yfir fjárskipti vegna mæðiveiki, og voru
öll þau mál mjög til umræðu meðal manna.
Þóttust sumir hafa hitt og þetta að athuga við ákvarðanir
og úrskurði mæðuveikinefndar.
Nú varð mönnum sem oftar tilrætt um þessi vandamál
í sláturhúsinu.
Þá skaut Þormóður inn þessari athugasemd:
,, Það er ekki mæðuveikin, sem er mesta plágan, piltar!
Það er mæðuveikisnefndin."

          Þegar maður þyrfti að vera á mörgum
          stöðum í einu, væri þægilegt að geta
          klónað skepnuna.

                Ef bæta þarf brýnasta vandann
                má biðja um aðstoð að handan.
                En bóndinn er sár
                með bænirnar klár
                ef klóna þeir kerlingarfjandann.

Eftir hana Ósk að sjálfsögðu.

Munið svo elskurnar mínar, það er forbannað að
borða eftir kvöldmat.

                                 Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ... sleppi mat eftir mat, lofa!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.8.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn gott það sem kemur frá Ódu, ég ætla að fá mér smá súkkulaði, fékk sent frá Sviss uppáhaldið mitt. Knús og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Erna

Takk fyrir þetta Milla mín, ég lofa líka að sleppa öllu áti eftir kvöldmat  Góða nótt

Erna, 14.8.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband