Segjum nei við ofbeldi.
15.8.2008 | 06:55
Ég tók mér það bessaleifi að afrita þetta af síðu Eddu Agnars.
vona að hún taki það ekki illa upp.
Þetta er bara afar nauðsynlegt og hvet ég alla konur og kalla
til að skrifa undir listan, það er linkur hér að neðan inn á Unifem
og þar er einnig ýmislert að sjá og lesa.
Vaknið vaknið kæru landsmenn.
************************************
Ofbeldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan hátt einhvern tímann á lífsleiðinni. Fimmta hver kona verður fórnarlamb nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar.
Ríkisstjórn Íslands skrifaði undir í morgun.
SEGJUM NEI VIÐ OFBELDI
Skrifið ykkur inn á undirskriftalista inn á Unifem og segið NEI við ofbeldi á konum í heiminum.
"Mansal, kynferðisleg áreitni, limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heimanmunds, heiðursmorð og útburður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli, þetta er allt ofbeldi gegn konum. Ekkert land, engin menning, engin kona ung eða gömul, er ónæm fyrir þessari plágu. Alltof oft er komist upp með þessa glæpi án þess að refsað sé fyrir og ofbeldismennirnir ganga lausir. sagði Regína Bjarnadóttir stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi á blaðamannafundi í dag þegar hún vakti máls á mikilvægi þess að ríkisstjórnir heims gripu til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi."
Tekið úr frétt á mbl.is
Hvaða átak er þetta?
Þetta er alþjóðlegt átak á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafa nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þurfum við samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.
Stöndum okkur í þessu, horfum í eigin barm og skrifið undir.
Með þakklæti og vonandi eigið þið góðan dag.
Milla.
Athugasemdir
Búinn að skrifa undir Milla mín Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 15.8.2008 kl. 10:10
Skrifaði undir í gær Milla mín, ein elskuleg vinkona mín sendi mér þetta í netpósti. Eigðu góðan dag.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:19
Sömuleiðis stelpur og gott að þið séuð búnar að skrifa, en maður veit aldrei hverjir eru búnir að sjá þetta.
Knús í helgina ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2008 kl. 10:33
Takk fyrir þetta Milla min. Ég skrifaði undir í gær.
Annars hafðu það bara ljúft um helgina.
Anna Guðný , 15.8.2008 kl. 12:28
Innlitskvitt og bestu óskir um ánægjulega góða helgi.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.