Fyrir svefninn.

Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn, vaknaði eldsnemma
til að fara í þjálfun, sagði ég þjálfaranum mínum frá því sem
hefði gerst með veikindi mín og að ég hefði tekið ákvörðun um
lífstílsbreytingu, hún var að sjálfsögðu ánægð með það,
hún sagðist vera tilbúin að setja saman æfingaprógramm
fyrir mig um leið og ég væri tilbúin, já takið eftir, "tilbúin"
Sko er búin að vera hjá henni í 3 ár og allan tíman vissi hún
að ég var ekki tilbúin, var bara í feluleik við sjálfan mig, en að
það hefði eitthvað þýtt að tala við mig um það, Nei ekki aldeilis.
Svo illa er komið fyrir mér að smátt verð ég að byrja.
Gísli minn fékk að vita úr sínum blóðprufum um hádegið og á
að fara inn á Akureyri í Óm skoðun á mánudaginn.
Lagði mig aðeins og Gísli minn fór að þvo bílinn
.

En vitið þið?
Margir eru kostir menningarinnar, en hún hefur líka sína ókosti.
Hörgull á steinefnum í daglegri fæðu er einn hinna alvarlegustu.
Þar sem mannslíkaminn er byggður upp af steinefnum, er honum
lífsnauðsyn að fá nægileg steinefni úr fæðunni sér til viðhalds.
Sjávargróður hefur inni að halda öll þessi steinefni.
Sjórinn er vökvi, mjög flókinn af samsetningu.
Hann er að þrem og hálf hundruðustu uppleyst, ólífrænt steinefni.
Sjávargróðurinn breytir þessum ólífrænu steinefnum í lífrænt form.

Þar sem yfirborð sjávarins er lægra en þurrt land, leita til hans
þau efni, sem hreyfiöfl náttúrunnar færa úr stað.
Vindur, vatn og ís flytja sífellt með sér föst efni til sjávar.
Auk þess flytur vatn með sér uppleyst efni úr jarðveginum til sjávar,
þar sem þau geymast síðan. Höfin hafa þannig smá saman orðið
efnabanki, sem þurrlendið þolir engan samanburð við.

Þessi söfnun nitsamra efna er ótæmandi verkefni efnafræðinga
til úrvinnslu. Það virðist óhætt að spá því, að óbornar kynslóðir
muni læra að ausa af ótæmandi auðæfum hafsins og gagn af.

Mér finnst þetta stórmerkilegt að lesa, því ekkert veit maður
nema að lesa um það.

Ein eftir hana Ósk.
               Átti að lýsa einum Kveðandafélaga
               sem hesti.

                           Nú skal meta mætan hest
                           makkinn grár og úfinn,
                           veglegt bak og viljinn sést
                           þó vanti rófustúfinn.

                           Á það til að skella á skeið
                           skír og hreinn á svipinn
                           En fráleitt dæmi um fagra reið
                           fyrr en ég prófa gripinn.

                                             Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Steinefni og alls kyns snefilefni er ómissandi en hafa orðið útundan í nútíma fæðu.  Gott að heyra hvað þú tekur þessu alvarlega, maður spáir í þetta með þér og gerir svo góða hluti fyrir sjálfan sig í leiðinni.  Takk fyrir það Milla mín og Góða nótt   PJs 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt mín elskulega Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.8.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Anna Guðný

Góða nótt Milla mín og gangi þér vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.

Anna Guðný , 16.8.2008 kl. 01:00

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 02:20

5 Smámynd: Tiger

Kveðjuknús elsku Milla mín - í bili. Farðu vel með þig!

Tiger, 16.8.2008 kl. 03:00

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla min, hvar færðu allan þennan fróðleik, ég bara spyr, gaman að lesa þetta hjá þér.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 08:24

7 Smámynd: Erna

Góðan daginn Milla mín

Erna, 16.8.2008 kl. 08:44

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú ert stórkostleg Milla.  Gangi þér allt í haginn !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 10:20

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar, takk fyrir styrkinn sem þið veitið mér með ykkar hlýju orðum.
Ásdís mín ef ég tæki þessu ekki alvarlega, en samt með gleðinni þá gæti ég bara gleymt þessu.

Lady Vallý sömuleiðis gangi þér vel.

Hindin mín takk fyrir snjallt nikk name, þú ert nú ekki minni húmoristi en ég, það er nú sagt að þeir sem hafa þessi gen sem í okkur búa séu alltaf með húmorinn í lagi

Knús Rósin mín ljúfust

Takk sömuleiðis Anna Guðný mín á ekki bráðum að hittast

Lilja mín

Tiger míó míó þó ég viti að þú lesir þetta ekki því þú ert farinn á flug, þá bið ég góðan guð að blessa þigYou are the best.

Stína mín þennan fróðleik las ég fyrir 30 árum eða svo, er maður sallar á sig visku jafnframt fitu þá er maður ætlar að taka sig á grípur maður í þær bækur sem gáfu manni viskuna og miðlar

Góðan daginn Erna mín, fjandi flott þessi veiðiferð þín

Fjóla mín þú sömuleiðis, en það er ljúft að fá svona orð frá þér
því þú veist hvað ég er að tala um.


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.8.2008 kl. 10:50

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðan dag Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 11:15

11 Smámynd: Erna

Finnst þér það Milla mín  það er gott að þið skemmtið ykkur yfir þessu  veistu hvað veiðileifið kostaði  Njóttu dagsins Milla mín

Erna, 16.8.2008 kl. 13:19

12 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Techy

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 13:57

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín veiðileyfið kostaði það eitthvað?
En þetta er nú sú besta saga sem ég hef heyrt lengi, ég mundi blogga um hana. já ég á eftir að njóta dagsins.
Knús á þig veiðikona.
Milla sem er ekkert stríðin, en bara þykir undurvænt um þig skjóðan mín.

Góðan daginn Katla mín
Fjóla góð mynd þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.8.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.