Ekki hafa áhyggjur segir stjörnuspáin.

Stjörnuspáin mín í dag er stórfurðuleg, ef ekki bara
tilætlunarsöm, hvernig er hægt að ætlast til að ég
sætti mig við minna, en meira en allir geta.
Skil það nú bara eigi.
Hérna sjáið þið stjörnuspánna, og dæmið nú.

SporðdrekiSporðdreki: Skrýtnar spurningar velkjast um í huga þínum,
eins og: er einhver að hlusta á mig? Ekki hafa áhyggjur.
Hver og einn veitir þér þá athygli sem hann getur
.

Auðvitað hef ég áhyggjur, það er nú ekki nægilegt fyrir mig að fólk
sýni mér þá athygli sem það getur, heldur á það að gera betur en
það getur. Punktur basta.

Sjáið nú til, kona eins og ég sem er ætíð að gera betur en hún getur,
hefur ávallt rétt fyrir sér í einu og öllu, spreðar visku sinni, kærleika,
gamansemi, skrýtnum skoðunum á hinum ýmsu málum.
Það getur engin efast um að fólk eigi að sýna henni meiri
athygli en það getur.

Ég er til dæmis hundóánægð með borgar og bæjarmál, landspólitíkina,
dóma Hæstaréttar, ofbeldi á konum og börnum, einelti bæði barna á börn
og kennara og annarra þeirra sem huga að börnunum okkar, því ekki
er eineltið minnst í þeim geira.
Vitið hvað ég gæti ritað í allan dag um þessi mál, en þar sem svo margir eru
búnir að gera þetta allt að umræðuefni og ekkert gerist þá held ég að ég
sitji hjá í þetta skiptið.

Langar samt til að biðja ykkur þar sem skólarnir eru nú að byrja,
hlúið að börnunum ykkar, þeim er hætta búin ef þið komið eigi út úr glerhúsinu
og látið af feluleiknum, það er ekki allt eins gott og þið haldið að það sé.
Og í þessu ætla ég að vera svo tilætlunarsöm að fara fram á að þið sínið meiri
athygli en þið getið.
                                      Góðar stundir
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill til að lesa svona strax eftir leikinn, jibbíí við jöfnuðum.  Það er eins gott að passa sig og sína, of seint þegar ljótir hlutir hafa gerst.  Kærleikskveðja til þin elsku Milla mín og ég vona að dagurinn verði góður  Heart Beat  Heart Beat Techy 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín dagurinn er góður þeir þeir gerðu jafntefli, ég er svo stolt að strákunum okkar, hef reyndar ætíð verið það þó þeir hafi tapað.
Knús til þín
Milla. Beating Beating Beating 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.8.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistill Milla mín, já nú fara skólarnir að byrja.

Knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Erna

Ég skal sýna þér athygli Mílla mín....Alltaf 

Erna, 16.8.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Erna mín, líka öllu öðru ekki gleyma því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.8.2008 kl. 17:48

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góður pistill Milla mín eins og altaf. Var einmitt að ræða við eina vinkonu mína ´dag um þetta, með að börnin séu að fara í skóla og hun er stuðníngskennari, var á fundi um svona mál með börn, að börn meiga alveg seigja nei og mikið er það rétt. Hættu svo að koma svona seint með pistil, ég var farin að halda að þú værir orðin veik aftur.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 17:58

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

TechyKnúsi knús kveðjur til þín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.8.2008 kl. 18:39

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góð færsla hjá þér eins og ætíð Milla mín.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 19:19

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stína mín veistu að ég var bara löt í morgun var bara að kommenta bæði hjá þér og öðrum, en lofa að biðja dætur mínar að láta vita ef ég veikist.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Linda sendi þér kærleik og ljós.
Milla.

Takk Fjóla mín annars var ég hálflöt í dag, mikið vildi ég að ég væri einkaþjálfari þá fengi ég örugglega vinnu hjá þér, en gangi þér vel með nýja verkefnið.
Kveðja
Milla.

Dóra mín, nei! nei! mig vantar ekki athygli, ást eða umhyggju, hana fæ ég frá ykkur öllum elskan mín.
Er ekki gaman að vinna að mótinu, krakkarnir eru alltaf svo skemmtileg.
Knús kveðjur gullið mitt
Mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.8.2008 kl. 21:17

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hafðu það áfram yndislegt og ekkert annað Milla mín.kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 16.8.2008 kl. 22:50

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Eva frænka mínKnús kveðja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.8.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband