Er nú pólitíkin loksins orðin sorgar-gaman leikur.

Hefði talið að Ólafur F. Magnússon mundi nú bara hætta í tíkinni,
en nei nú er það vilji hans að troða sér inn hjá frjálslyndum og
þeir taka lengi við og láta stjórnast af hinum ýmsu persónuleikum.
Ætla hreint að vona að hann komist eigi á þing því þá bætist enn
ein leiðindaröddin sem hljómar út frá þingsölum.

Það var sú tíð að ég var að huga að því að kjósa Frjálslynda, en nei
hugnaðist eigi gunguhátturinn í formanninum, að láta svona menn
eins og Magnús Þór, Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson
vaða uppi og breyta og bæta eftir sínu höfði, nú og svo ætla þeir
að innleiða Ólaf F. í flokkinn það er nú til að kóróna það allt saman.

Ég hef aldrei upplifað annað eins rugl koma frá neinum manni eins
og honum, þarf ég nú ekkert að hafa það eftir hér,
það vita þetta allir. Maðurinn er bara eitt í dag og annað á morgun.
Maður hugsar þetta er nú meiri sorgin, næstu mínútu er maður farin
að hlæja að leikritinu sem er í gangi hjá þessum manni.

Hverjum er treystandi, og hvern ætti maður að kjósa næst.


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég skila auðu.

Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sem betur fer er ekki komið að kosningum svo maður verður að lifa í voninni að eitthvað lagist og betri menn standi upp og leysi málin. Þetta er vel skrifað hjá þér og er ég algjörlega sammála þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hef ekki kosningarétt á Íslandi svo ég pæli ekkert í þessu en segi bara Guð hjálpi ykkur og þeim sem fara með stjórnvöldin í dag.  Fussumsvei...

Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Alveg rétt Milla, og hverjir eru nú að leika sér að Ólafi F. hverjir standa á bak við þennan blaðamannafund í dag, og hverjir mökkuðu á meðan. - Þú nefnir þarna nokkur nöfn. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 17:30

5 identicon

Æi ég vorkenni honum Ólafi F. allt í hvert skipti sem ég sé hann en veit svo sem ekki mikið hvað kemur frá honum í pólitík þar sem ég horfi sárasjaldan á sjónvarpið. Ég hef reyndar verið að lesa í blöðunum núna nýlega hvað hann er að verja ferðir sínar á öldurhúsin en hverjum er ekki sama hvort hann fer á þessa staði.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tel að ég muni ekki fara á kjörstað og læt það vel fréttast af hverju ekki.
Æ, Jónína mín ég held að ég vorkenni honum ekki neitt, frekar en hinum þeim sem hafa hagað sér eins og fávitar.

Lilja ég nefni nokkur nöfn sem mér persónulega finnst að eigi ekki að vera í tíkinni sko pólitíkinni, hvað eru þessir menn búnir að vera í mörgum flokkum??? Það er sko skítalikt af þessu öllu saman, þá er ég einnig að meina landspólitíkina sem að sjálfsögðu stjórnar öllu.

Þú ert sko heppin Ía mín að þurfa ekki að búa við þetta rugl.

Já skildi ekki verða hlegið af þeirri Íslendingasögu.

Ásdís mín það verða sömu eiginhagsmunaseggirnir sem verða í framboði næst.

Sigrún og Dóra mín ætla að skila auðu, það er gott hjá þeim.

Knús til ykkar allra
Milla.
                     

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2008 kl. 19:46

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Bara að segja þér hvað ég er sammála þér, í öllu nema því, að nota ekki þann lýðræðislega rétt sem manni býðst,  til að breyta því sem manni finnst að miður fari.  - Með því að nota atkvæði mitt, VEL. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:20

8 Smámynd: Heidi Strand

Ég get ekki fylgst með þessu lengur og botna ekki í neinu.
Mér finnst Ólafur vera fórnarlamb.

Sjalllalllalallla lalalal happy birthday Reykjavik

Heidi Strand, 19.8.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband