Fyrir svefninn. Einelti!
25.8.2008 | 20:16
Ekkert barn á að þurfa að lifa í ótta vegna eineltis,
Ritar Ingibjörg Helga Baldursdóttir, grunnskólakennari,
í Umræðunni í Fréttablaðinu 22/08 2008.
Hún ritar að gefnu tilefni sem foreldri barns sem sætti
miskunnarlausu einelti í grunnskóla, þar sem níðst var
kerfisbundið á tilfinningum þess, sál og líkama þá er mér
mjög mikilvægt að deila með ykkur hugleiðingum um einelti.
Kunnum við henni miklar þakkir fyrir það.
Við foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og kennum þeim
muninn á réttu og röngu. Við kennum þeim hvernig eigi að koma
fram við náungann, sýna hvert öðru virðingu, ást og skilning.
Við kennum þeim kurteisi, borðsiði og að fara eftir reglum samfélagsins.
Að mínu mati, og hef ég oft tjáð mig um það, að þar vantar mikið upp á.
Börnum þarf að líða vel í skólanum til þess hreinlega að geta lært,
til þess að ná árangri í því sem þau eru að ástunda.
Börnin þurfa að hafa trú á því að þau geti náð árangri og hafa sjálfstraustið
í lagi. það er samt því miður, ekki sjálfgefið að barninu líði vel í skólanum.
Barnið getur lent í því að vera hunsað. Skólinn getur orðið líkastur martröð
fyrir það. Barnið getur kviðið fyrir því að fara í skólann,eða einhverja ákveðna tíma,
eignast ekki vini í skólanum, finnst það ekki geta gert neitt rétt eða almennilega.
þetta er svo mikið rétt, barnið þorir eigi að segja frá,
foreldrið vaknar kannski of seint, skaðinn er skeður, og hvað þá???
Stiklað á stóru, teknar glefsur úr greininni, og ég blanda inn mínum.
Ef þú hefur minnsta grun um að barnið þitt sé lagt í einelti,
gerðu þá allt til að vinna gegn því.
Mikilvægt er að ná til geranda og afar brýnt að ná til foreldra þeirra.
Ekki má segja: ,, Mitt barn gerir ekki svona."
það er algengara en talið er.
Við foreldrar viljum börnunum okkar allt það besta, og leiðbeinum þeim eftir
bestu vitund. Geta okkar er misjöfn, gerendur eru oft frá heimilum þar sem
þeir eru sjálfir beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, og fær útrás fyrir skömm sína
og reiði með því að niðurlægja og meiða aðra. Í öðrum löndum sé
barnaverndarnefnd sett í málið og þá er öll fjölskyldan tekin fyrir.
Það bara hjálpar til að foreldrar geti ráðið við málið.
Rétt er það að það þarf að koma því þannig fyrir að gerandinn skilji atferli sitt
og hætti vegna þess að þetta er ekki inn lengur.
Það er engin skömm að eiga barn sem lagt er í einelti. Hins vegar er það
sárara en orð fá lýst. Börn sem lögð eru í einelti hafa ekkert til þess unnið
og allir geta orðið fórnarlömb þess.
Ráðleggingar.
1. Skrifaðu dagbók og færðu inn allt sem kemur upp á
jafnt inn í skólanum sem utan.
skrifaðu fullt nafn viðmælanda þíns.
2. Skráðu hjá þér allar þínar símhringingar í skólann, viðtöl þín við
umsjónarkennarann eða skólastjórnendur.
3. Skráðu hjá þér allar ferðir til sérfræðinga. fáðu uppáskrifað mat þeirra eða álit.
4. Ef þér er boðið í viðtal við sérfræðings á vegum skólans eða skólaskrifstofu
fáðu þá undirritað af viðkomandi sérfræðingi hvað hann ráðlagði.
5. fylltu alltaf alla pappíra þar sem þú ert að sækja um þjónustu eða hjálp
samviskusamlega og nákvæmlega út lið fyrir lið.
6. taktu engu sem sjálfgefnu eða sjálfsögðu þegar þú þarft á hjálp eða stuðningi
að halda, þá verður þú ekki fyrir eins miklum vonbrigðum og sársauka.
Þetta bréf er skrifað í þeirri von að bæði foreldrar og skólayfirvöld opni augu sín
og takist á við þá miklu vá sem eineltið er.
Það er í okkar valdi að stöðva eineltið.
Því mundu... að næsta fórnarlamb gæti orðið þitt barn.
Tek svo innilega undir þessi orð Ingibjargar,
Mig langaði vegna áhuga míns á þessum málum að koma með þessa grein hennar
hér á blogginu. góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Takk fyrir þetta Ingibjörg Helga.
Bæn.
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
--við hverja hugsun,
sem hvarflar til þín.
Hrafn Andrés Harðarson.
Góða nótt.
Athugasemdir
Já það er um að gera að halda vöku sinni og sporna við einelti. Það setur sár á barnsálir sem gróa jafnvel aldrei
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 20:27
Elsku Ragga mín þú veist heilmikið um þetta mál og við megum aldrei gleyma að tala um það, og vera á varðbergi.
Knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2008 kl. 21:25
Milla
Hvis vi ikke får være i fred og blir plaget, kan vi anmelde det til politiet. Den vei må foreldre kunne gå hvis barnet blir mobbet og ingen løsning finnes innen skolen.
Da vil saken bli sendt til barnevernet og de må gripe inn. Min erfaring er at mobberne har store problemer selv og trenger hjelp.
Jeg tenkte mye over det da eldre sønnen vår ble mobbet av to til tre gutter som hadde store problemer og som fulgte de inn i voksenalder.
Heidi Strand, 25.8.2008 kl. 22:16
Það er hræðilegt til þess að vita að einelti sé samþykkt. Ég kenndi nokkur ár í skólum og eitt er víst að það er lítið mál að tala börn til vegna þessa. Sá sem leggur aðra í einelti á undantekningalaust erfitt með eigið líf og sá sem verður fyrir því þarf hvatningu til að samþyggja ei. Foreldrar, kennarar og börn sem vinna saman geta unnið KRAFTAVERK.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:36
Eitt enn, það er bara hluti af kvöldverkum mínum Milla mín að lesa FYRIR SVEFNINN:
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:46
Elsku Milla frænka mín, þakka þér þarfa pistla til mannkynsins, ekki veitir af að hamra á réttlætinu og kærleikanum. Góða nótt darling
Eva Benjamínsdóttir, 25.8.2008 kl. 23:33
Ég er einmitt að hjálpa dætrum mínum í þessum málum og við fylgjumst vel með þeim og pössum eins og við getum upp á þessi mál. Góð grein Milla mín og takk fyrir
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 23:57
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 23:59
Heidi mín kere, det er rigtigt, barnevernet skal komme inn ock hjelpe
begge familjer, Mobberne har store vanskeligheter de må få hjelp,
osk der kommer barnevernet til.
Hilsen til dig.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 07:29
Takk Fjóla mín fyrir að lesa fyrir svefninn.
Rétt er það hjá þér að oft er hægt að síætla málin með því að tala við börnin, en oft á tíðum eru foreldrarnir svo erfiðir að maður nær engum kontakt við þau, ég þekki svoleiðis dæmi.
Ég hef einnig unnið með börn, vann í Íþróttahúsinu í Sandgerði í mörg ár og í mörgu lenti maður, en þau voru reyndar miklu stilltari hjá okkur heldur en úti í skóla.
Svo eru held ég vandamálin fleiri og erfiðari í dag.
Knús í daginn þinn.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 07:37
Lady Vallý gott að allt fór vel með barnið sem þú talar um, það er náttúrlega mikið að 15 ára barni sem ræðst endalaus á 7 ára barn.
Vona að gerandinn hafi líka fengið hjálp.
Knús inn í daginn þinn
Madam Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 07:40
Takk Eva mín, nei það veitir ekki af, og ég mun aldrei hætta að hamra á réttlætinu, bæði hér á þessum vettvangi og út á við
Knús kveðjur frænka mín kær.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 07:42
Ásdís mín eru barnabörnin þín að lenda í þessu, vonandi fer það vel.
knús í daginn þinn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 07:44
Sigrún mín ævilega kærleik til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 07:45
Góðan daginn Milla mín, góður réttlætis pistill hjá þér eins og altaf.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 07:56
Takk fyrir pistilinn Milla mín, ég sjálf á dóttir sem er fullorðin og býr ekki hér lengur.
Hingað vill hún helst ekki koma og stoppar ekki lengur en nauðsin er 4-5 daga í mesta lagi.
Hér upp lifði hún helvíti á jörðu í skólanum og fékk engan stuðning frá skólastjóra og kennurum og tölum nú ekki um foreldrana.
Hún flutti héðan sem unglingur kom aftur og stofnaði hér heimili.
Sem fullorðin gift kona og tveggja barna móðir varð hún að flýja héðan eftir þriggja ára búsetu hér með sína fjölskyldu.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 27.8.2008 kl. 19:51
Knús til þín Stína mín og vona ég að þú sért enn þá í rólegheitunum.
Ásgerður mín þetta er leitt að heyra með dóttur þína, en lýður henni betur í dag?
Takk fyrir að taka mér sem bloggvinu það eru einlæg og skondin skrif hjá þér.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.