Fyrir svefninn.

Byrja auðvitað á bestu frétt dagsins, og ég bara grét er ég augum
þau bar í fréttum kvöldsins, Paul, barn og konu, yndislega fólk,
verði ykkur allt til góðs á Íslandi. velkominn heim Paul Ramses.
              **********************************
Nú englarnir mínir fóru heim í dag, en áður en við ókum þeim heim
fórum við upp á sýsló að fá umsóknareyðublöð fyrir passa, sko mamma
þarf að rita upp á að þær megi fá passa, þó þær séu að endurnýja,
en þetta er skiljanlegt þær eru bara 17 ára.
Þær ætluðu svo í myndatöku svo þær fái nýjar myndir í vísakortin
sem þær eru að fá, en þá var ljósmyndarinn í fríi, en það er nægur tími
þær fara ekki út fyrr en í október.
Tókum litla ljósið með okkur í bíltúr, og það gerðist svolítið skondið,
hún þurfti að pissa, svo afi ók inn á einhvern afleggjara við út að
hjálpa henni að pissa, fór ekki betur en svo að hún pissaði á skóna
mína og á gallabuxurnar sínar, það var talsvert rok.
við hlógum svo mikið að hún var nærri dottin, ég greip hana og upp
með buxurnar og inn í bíl.
             ************************************
En áður en þetta gerðist allt saman fór ég til læknisins míns, hann
var bara afar ánægður með millu litluCool hann sagði að ég væri búin
að standa mig vel, og matarlistinn minn væri snilld, enda bíð ég honum
góðan daginn á hverjum morgni og lýsi svo deginum á kvöldin.
Og að léttast um 1.8 kg án þess að vera í þjálfun væri bara flott.
Ég á að fara til næringarfræðings á fimmtudag,
ekki að hann teldi mig þurfa þess, heldur bara að því að ég vildi það.
hann er á móti kaloríutalningu og sagði mig kunna þetta allt,
en stuðninginn fæ ég áfram hjá honum.
hann gerði nú ekki mikið úr laugardagsátinu finnst ég hélt mínu
striki á sunnudeginum.
             ************************************
Smá grín.

Kristín og Guðrún bjuggu á sömu stofu á elliheimilinu og tókust
með þeim kynni.
Kristín sér að Guðrún er með mynd af tveim börnum á náttborðinu sínu.
" þetta er auðvitað frændfólk þitt," segir Kristín.
" Ó. nei ég á nú þessi börn sjálf," segir Guðrún.
" Nú jæja,"  segir Kristín, "varstu þá gift?"
" Nei, ég var ekki gift," ansaði gamla konan.
" Ég átti þau í gegnum kunningsskap."

Um séra Vigfús Friðriksson, prófast á Svalbarði í þistilfirði
snemma á 19. öld. var þetta ort:


                 Séra Fúsi á Svalbarði
                 syndabrúsi og lygari
                 eldmórauður andskoti
                 útsmoginn úr helvíti.

                        *******

                           Hljótast má af munúð enn
                           mæðustjá og hneisa.
                           Ástin þjáir ýmsa menn
                           eins og þrálát kveisa.

                                     Sveinbjörg Pétursdóttir.

          Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já það er yndislegt að hann skuli vera komin heim..

Góða nótt Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Heidi Strand

Gott að eiga góða að.

Góða nótt.

Heidi Strand, 26.8.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Brynja skordal

Sé alveg fyrir mér að litla dúllan hafi brugðið að pissa á skóna hennar ömmu og smá á buxurnar sínar en maður verður að svara náttúrinni En mikið er gott að allt gengur vel Milla mín og til lukku með að losna við smá forða hafðu ljúfa nótt Elskuleg

Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að hann er komin heim. takk Millla mín fyrir góðar óskir til mín. Góða nótt elskan

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: M

M, 26.8.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott og gaman að lesa.  Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 27.8.2008 kl. 06:33

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar..
Sigga, Púki getur þú verið, heldur að pissa í mína skó en þína,
geymt en eigi gleymt.

Þú átt allar góðar óskir skilið katla mín.

Já Brynja maður verður að sinna náttúrunni og hún hló að þessu að því að ég fór að hlæja, annars hefði hún getað farið að gráta litla ljósið mitt.

Já svona er þetta Dóra talar um að ég sé loksins búin að skila englunum mínum, en hún er ekki búin að fatta, að það eru þær sem ráða

Verð að drífa mig í sturtu er að fara í þjálfun.

hjartaknús til ykkar allra.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband