Frábært! Til hamingju Vestfirðingar.

Og reyndar við öll sem notum þessa leið, aldeilis munur að geta
ekið á bundnu slitlagi alla leið frá Hólmavík til Bolungarvíkur.
Ekkert var nú leyðinlegra en að þurfa að fara Vatnsfjarðarnesið,
ég kallaði það nú ætíð að fara út í Reykjanes, því það gerði maður
næstum.

Nú er bara eftir að taka veginn frá Hólmavík að Brú í Hrútafirði,
með smá undantekningum þó.

Maður upplifir það kannski að fara vestur alla leið á bundnu
slitlagi, en vegamál á vestfjörðum eru og hefur ætíð verið til
háborinnar skammar.


mbl.is Brúin í Mjóafirði tengd saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt Milla mín Vestfirðingar hafa verið látnir sitja á hakanum í vegamálum og það svo um munar, hræðilegt vegakerfi þarna á köflum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ekki hefur það verið betra á Snæfellsnesi, víða, og bara allstaðar hafa verið vegir sem eru eigi bjóðandi mönnum hvað þá góðum bílum.
Ég man er ég kom í fyrsta skipti akandi til Ísafjarðar, fór frá Brú og eins og leið lá í Reykjanes, gistum þar og áfram daginn eftir, ég var svo undrandi á veginum um djúp, sum staðar voru bara troðningar og ekið eftir fjörunni, þetta var 1997. það hefur nú breyst síðan, en ekki nóg. það sem bjargaði ferðinni var fegurðin,
djúpið var spegilslétt og fjöllin mín undurfögur.

Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 19:22

3 identicon

Það hefur orðið mikil breyting til batnaðar á vegakerfinu á Snæfellsnesi það er búið að malbika allan hringinn í kringum það. Búið að brúa Kolgrafafjörðinn sem var ömurlega leiðinlegt að keyra þannig að það hefur stytt leiðina mikið á milli þéttbýlisstaðanna. Það eina sem vantar núna er malbik inn Skógarstrandarveginn og um hluta af sveitinni minni. Það þarf að malbika inn í Búðardal og yfir Laxárdalsheiði þá erum við farin að verða nokkuð sátt. Reyndar tilheyrir Skógarströndin núna Dalabyggð, ekki Snæfellsnesi.

Knús til þín og hafðu það gott

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var verið að vinna í Kolgrafafirðinum er við fórum síðast um en ég man að skógarstrandavegurinn var ómögulegur, laxárdalsheiði var nokkuð góð þá en svo tók malarvegurinn við fyrir norðan Prestpakka
eða segir maður fyrir vestan?
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er að fara að sofa, sko mamma hringdi, síðan hringdi bróðurdóttir mín
til að kveðja þau voru að fara út til Danaveldis eru í námi þar.
nú og síðan var eftir að pára fyrir svefninn.

Góða nótt Sigga mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.