Vilja uppbyggingu á Húsavík.
1.9.2008 | 08:47
kemur það eitthvað á óvart að Húsvíkingar vilji bjarga sér?
Tel ekki, þeir eru vanir að gera það, en bara svo fjandi erfitt
er enga atvinnu er að fá, allt fast, er reyna á að starta einhverju,
ekkert þolinmótt fé handbært, eða bara ekkert fé yfirleitt.
Því það fer í allt annað en að byggja upp á landsbyggðinni
Það kemur mér svo sem ekkert á óvart að fólk skuli ekki vera
sammála er reisa á eitt stykki álver, en allir eru samt sammála
um að hér þurfi uppbyggingu.
Sú hugmynd, er búin að vera að gerjast í hugum vitra manna í
ja trúlega 25 ár, gerðist eitthvað, nei ekkert gerðist.
Eigi er ég að segja að einhverjir hafi ekki reynt að klóra í bakkann,
en hjá flestum illa gengið.
Nú Friðrik í Bókabúðinni hefur eigi miklar áhyggjur þótt álverinu
seinki um eitt ár, hann er hlynntur álveri svo fremi sem það
hefur ekki neikvæð áhrif í samfélaginu.
Hann segir okkur hafa verið án álvers frá örófi alda og ef við
deyjum út af 12 mán töf, þá er illa komið fyrir okkur.
Hann segir eina stóra álglýju í augum vorum.
Friðrik er sannfærður að einhver iðnaður komi á svæðið,
hvort sem það verði álver eða eitthvað annað.
Fyrir þá sem eigi vita er Friðrik sá mæti maður í sveitarstjórn
fyrir sjálfstæðisflokk og óháða hér í norðurþingi.
Nú eigi er ég sammála þér Friðrik.
Auðvitað hefur það áhrif ef öllu seinkar um eitt ár, það segir sig
sjálft, kannski verður þá bara ekkert af álverinu,
er það kannski það sem þeir vilja.
Auðvitað hefur álver áhrif í samfélaginu, við getum ekki lokað
augunum fyrir því, í nokkur ár á meðan allt er að klárast og
glýjuglampinn að fara úr augum vorum, verður bærinn okkar
eitt sár, en hvar eru ekki sár þar sem uppbygging fer fram?
Friðrik er sannfærður um að einhver iðnaður komi á svæðið hvort
sem það verður álver eða eitthvað annað, HALLÓ! HALLÓ!
Hvað er að gerast, ég taldi vin minn Steingrím Sigfússon eiga
með húð og hári, setninguna, "eitthvað annað."
Við höfum engan tíma til að bíða eftir einhverju öðru, þegar það
kæmi væru allir fluttir í burtu vegna atvinnuleysis.
Og engin til að versla í búðum vorum.
Tek það fram að eigi hef ég neitt á móti Friðriki, hann er mætur
drengur, en ég er bara ekki sammála honum í þessu.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson er í sveitarstjórn fyrir VG.
Hann varar við því að álver geti orðið of stór biti fyrir sveitarfélagið
og samningsstaða sveitafélagana verði engin.
Svipað og kaupfélagið og fiskvinslan forðum, bara miklu stærri.
hann hefði viljað sjá fleiri og smærri einingar.
Hann er eigi á móti orkunýtingu, en vill hlýfa Gjástykki.
Það gæti alveg verið rétt hjá honum, en hægan, treystir hann ekki
mönnum hér til að standa á sínum rétti?
Nú sveitarstjóri vor sá ágæti maður Bergur Elías Ágústsson, stendur
í brúnni og ver gjörðir sem aldrei voru til umræðu að framkvæma, enda
ólöglegar. Hann stendur með okkur öllum sem klettur bara ef við viljum
sjá klettinn fyrir þokunni í okkur sjálfum.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:52
Góðan daginn stelpur, Linda mín hafðu það gott
Sigga hann mun gera það, og takk fyrir linkinn inn á þessa yndislegu síðu.
Knús til ykkar.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 09:01
Getur verið að Friðrik sé að hugsa um ferðamennina? kannski hræddur um að þeir vilji ekki koma til Húsavíkur ef álver er á Bakka, bara datt þetta svona í hug. Vona svo innilega að Húsavík haldi áfram að blómstra og að þar verði gott atvinnulíf. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 12:55
Það væri nú gaman Sigga mín, en það er allt í lagi þótt eigi verði af.
Sé þig vonandi á laugardaginn, en ef þú veist ekki af því þá á eftir að tilkynna það.
Knús til þín
milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 14:12
Ásdís mín ekki hætta ferðamenn að koma til Hafnafjarðar eða á austurland, og aldrei verið fleiri ferðamenn heldur en á kárahnjúkum í sumar. Svo lifir hvorki Friðrik eða neinn annar á ferðamanni er allir eru búnir að yfirgefa svæði, mæta bara á sumrin til að sinna ferðamanninum.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 14:15
Kærar kveðjur Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2008 kl. 15:01
Mig langaði bara að senda knús á þig,,,,, fyrir fallega ljóðið sem að þú sendir mér
Erna Friðriksdóttir, 1.9.2008 kl. 16:52
Knús til ykkar beggja Katla mín og Erna, falleg myndin af þér með
ja hvort er þetta snúður eða snælda.
Kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 17:22
Oh Milla mín, þetta er Snúður :) sem að systurdóttir mín skýrði í höfuðið á mér, þe Ernir :) Guð hvað ég hlýt að vera sérstök að þeim langaði til þess :) Pilturinn heitir Ísak Ernir ........--á reyndar 1 árs systir sem að heitir Katla
Erna Friðriksdóttir, 1.9.2008 kl. 17:34
Auðvitað ertu sérstök, bara yndisleg.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 19:16
Hvað ætlar fólk að gera við allt þetta ál???
Spyr sá sem ekki veit.
Knús á þig
Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 19:49
Milla fékkstu ekki póst frá mér í dag?? ef við komum þá verður það eftir miðjan ca. 19. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 19:51
Svo að þú getir fengið þér gos í áldós elskan
knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 20:54
Ja Milla mín er nokkur vafi á að það rísi álver hjá ykkur, skil þetta með atvinnuna en ekki vildi ég álver í nágrenni við mig svo mikið er víst, ég öfunda ekki þá sem búa í næsta nágrenni þau. En það er mikið rétt þau álver sem er nú þegar til staðar hafa gjörbreytt aðstæðum á svæðinu. Þekki það í kringum Akranes og Grundartangann.
Knús og kveðjur til þín og þinna
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:33
Ásdís mí búin að senda þér mail til baka ok takk fyrir þetta.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 22:26
Jónína mín ekki mundi ég kjósa álver ef annað væri í boði og það væri það örugglega ef menn hefðu vaknað svolítið fyrr, svona einum 15 árum.
Álverið kemur það er búið að kosta of miklu til að þeir hætti við.
Hér er bara eymd og volæði ef ekki úr rætist.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 22:29
Dóra mín! að þig minnir ertu nokkuð orðin gleymin.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.