Fyrir svefninn.
2.9.2008 | 20:09
Eins og ég sagði í gær eru engin takmörk fyrir orkunni.
Fór í þjálfun í morgun, gekk bara vel þó ég sé ekki nema
nokkrar mínútur í einu þá er það heilmikið fyrir mig.
Síðan fór ég að kaupa mér hreindýrahakk og bollur
þetta eru fitulausar kjötvörur, bollurnar eru hreint kjöt.
Fengum okkur te og ávaxtabrauð er ég kom heim.
Lagði mig og svaf til kl eitt.
jafnaði mig aðeins og svo fórum við í búðina til að versla
svona ýmislegt sem okkur vantaði.
Á leiðinni heim datt mér í hug að koma við í Setrinu,
sagði Gísla bara að ég mundi hringja er heim vildi koma.
Hef sagt ykkur frá Setrinu það er geðræktarmiðstöð, jú ég
mundi gjarnan sjálf vilja kalla þetta alhliða mannræktarstöð.
Þarna er opið 5 daga vikunnar og er hægt að gera allt frá því
að spila á spil og upp í að bara spjalla saman.
Komst að því að það vantaði fólk til að halda utan um föndurdaganna
sem eru á þriðjudögum og var ég nú ekki lengi að bjóða mig fram til
þess sem var bara vel þegið.
Nú þarf ég bara að fara að taka saman allt sem ég hef verið að kenna
í gegnu árin og sjá út hvað við getum gert hverju sinni.
Mun ég svo setja á jólaföndur í byrjun nóvember, svo hægt sé að gera
sitthvað sem fólk getur gert til jólagjafa.
Og vitið þið ég er svo glöð að hafa gert þetta, ég hef alltaf elskað að
kenna föndur og bróderi, ég hlakka bara til.
Hringdi svo heim og þau komu að sækja ömmu litla ljósið og afi.
Ég er að eilífu dundi,
sem aldrei neinn ríkdóm gaf.
En hætti ég aðeins hálfa stund,
mína hamingju fennir í kaf.
oft heyrði ég spott og hlátur,
því hver skilur iðju þá
að sitja og dunda sem drengur í leik
við draumspil sem engin sá?
Mér aldrei var hvíslað í eyra,
að yrði ég ríkur og sæll;
Þó dunda ég áfram hvern einasta dag
sem auðmjúkur, stritandi .ræll.
Ég get ekki sagt með sanni,
hvert sæki ég þetta dund,
en á þess er lífið gylling og glys
og grafið í jörðu mitt pund.
Bjarni M. Gíslason.
Góða nótt
Athugasemdir
Það leiðist nú engum í návist þinni elsku Milla mín, það veit ég af reynslunni, gott að hafa fengið að kynnast þér hérna um árið þegar hamingjan hitti mig í hjartastað og er enn að fylla hjarta mitt hvern dag. Kærleiksknús inn í nóttina
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:18
Ég verð svo glöð er þú segir þetta það er svo sjaldgæft að fólk hittist og er svona gott við hvort annað eins og þið Bjarni.
Ég er líka hamingjusöm, held að það fara líka eftir jákvæðninni og hvort villtu vera eða ekki.
Knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 20:32
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:54
Þú ert svo frábær elsku Milla mín, gangi þér vel í þessu nýja hlutverki. Góða nótt og takk fyrir að vera til
Erna, 2.9.2008 kl. 23:02
Þetta er flott verkefni sem þú átt framundan. Gangi þér vel
Sigrún Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 00:15
Tek undir öll þau orð hér á undan. Gangi þér vel með hópkennsluna Milla mín. Njóttu dagsins
Ía Jóhannsdóttir, 3.9.2008 kl. 07:05
Góðan daginn MIlla mín, þú stendur þig þarna með sóma eins og með alt annað sem að þú tekur þér fyrir hendur, góðhjartaða kona
Kristín Gunnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 07:09
Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Já mér á örugglega eftir að ganga vel, þetta er mitt áhugamál og ætíð hef ég haft gaman af samskiptum við fólk.
Það er komin tilhlökkun í mig Silla mín, að fá að hitta ykkur.
Knús til ykkar allra þið eruð bara frábærar.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.