Fyrir svefninn.
4.9.2008 | 21:08
Dagurinn í dag góður eins og yfirleitt. vaknaði kl fimm. kveikti
á tölvunni síðan í morgunmatinn svo í tölvuna var í henni þar
til ég fór að sjæna mig.
Er heim kom fengum við okkur te og brauð, var komin upp í
rúm að leggja mig er Lady Vallý hringdi, ætíð gaman að tala
við hana, er að vona að hún komi norður um miðjan mánuðinn.
Hér á hún fullt af skyldfólki.
svaf síðan til eitt., var að dúllast þá hringdi Ingó bróðir hann var
hjá sínum lækni í gær og sá þekkti hann varla, svo hefur hann
breyst, skiljanlega eftir að vera búin að missa 27 kg.
Alsæll er hann og ég er svo stolt af honum, hef reyndar ætíð verið það.
Litla ljósið kom um kl þrjú, tók hana með mér niður í Setrið, fengum okkur
kaffi og hún fékk sé nýbakað bananabrauð ég stillti mig.
Fórum síðan í kynlega kvisti, en það er búðin sem stelpurnar í Setrinu reka,
þær voru búnar að taka til helling af fötum sem ég er að fara með til
Akureyrar á Laugardaginn gefum þau til Hjálpræðishersins.
Borðuðum saman í kvöld heilhveitispaghetti og hreindýrahakk-rétt
búin til frá grunni, speltbrauð.
Núna er ég bráðum að fara í rúmið mitt besta.
Eitt ljóð eftir Bjarna M. Gíslason.
Vætturinn.
Þú gamli vættur í gljúfrinu heima,
ég get ekki annað en hugsað til þín,
sem gerðist í nauðum minn vildarvinur
og vakti þau stundum, brosin mín.
Ég man þegar rassskellir rændu mig gleði,
ég reikaði brott og í gljúfrið mig fól,
svo kapparnir urðu kynlegir heima
og kviðu að hnígi til hliðar sól.
það hendir, að von mín vitji þín ennþá,
ef veröldin reynist mér lymsk eða þrá.
Það er sem hömrum og hrika gljúfrum
hugsvölum einungis komi frá.
Góða nótt.
Athugasemdir
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 4.9.2008 kl. 22:20
Flottur dagur hjá þér milla mín hafðu ljúfa og skemmtilega helgi Elskuleg og góða nótt
Brynja skordal, 4.9.2008 kl. 22:58
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 23:22
góður dagur hjá þér í dag. Ég ætla að bregða undir mig betri fætinum og skreppa í stórborgina um helgina svo við heyrumst eftir helgi. Eigðu góða helgi og góða nótt.
hindin (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 01:48
Góðan daginn Milla mín, eigðu góðan dag með englinum þínum
Kristín Gunnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 07:20
Yndisleg mynd Fjóla mín takk
Búin að knúsa Neró er alltaf að því, hef ykkur ekki
Brynja mín góða ljósanótt, það er alltaf gaman, þar ekki eins gaman
að fara í bæinn á eftir var í 2 tíma síðast er ég fór.
Góðan daginn Sigrún mín
Góða skemmtun um helgina Hindin mín
Góðan daginn allan daginn Stína mín
Knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.