Fyrir svefninn.
5.9.2008 | 20:11
Á morgun erum við ég, Gísli og englarnir mínir á Laugum
að fara til Akureyrar. ætlum að vera komin klukkan 12
byrjum á því að fara með yfirfullan bíl að fatnaði og skótaui,
Munum við færa það Hjálpræðishernum þar í bæ.
Setrið hér í bæ rekur nytjamarkað allir þar vinna sjálfboðavinnu.
Mikið af fötum kemur inn hjá þeim, það mikið að þær hafa látið
til Rauða krossins líka, en ég bað þær um að gefa frekar til
Hjálpræðishersins því þar væri mikil þörf og var það ákveðið .
Íbúar Norðurþings og sveita þar um kring gefa hina ýmsu hluti til
kynlegra kvista og eiga allir þakkir skilið fyrir það.
Nú síðan ætlum við að versla smá, englarnir þurfa í föndurkaup
og í bókabúðina.
Nú svo förum við á bloggvinahitting og hlakka ég mikið til þess.
Má til með að segja ykkur sögu úr Íslenskum annálum
sagan gerðis 1403.
Bjarndýr hjálpar fátækri ekkju.
Selatekja mikil fyrir norðan á hafís, því hann kom þar mikill.
Á þeim ísi komu Bjarndýr á landið, gjörðu ekki skaða.
hafði eitt þeirra aðsetur sitt hjá ekkju. Það var kvendýr.
Það lagði sínum ungum undir rúmi einu í bænum.
Var það meinlaust þar öllum mönnum. Konan var barnamörg.
Bannaði hún þeim að fást neitt við dýrsunganna, en hún gjörði
því til góða, en þessi skepna launaði henni aftur góðu í því,
að dýrið fór til sjóar og bar heim til hennar húsa fiskabrot og
annað er rak af sjó og ætt var.
var þessari konu það mikill styrkur til matfanga fyrir sig og börnin sín,
því það sem dýrið neytti ekki, tók hún og sauð.
Skrafað var að dýrið hefði skipt í tvo staði því, það heim bar.
Dvaldi það hjá þessari konu, þar til ungar þess voru sjálffærir, og
síðan fór það sinn veg með þá í burtu þaðan,
en að þessum aðdrætti var mælt, að konan hefði lengi búið.
þetta er góð saga.
Við skulum gæla við nokkrar vísur eftir hana Ósk.
Mig þarf ég varla að kynna í kvöld
kvæðanna ljúfasti smiður.
En vísast í helvíti greiði mín gjöld
ef geri ég einhverjum miður.
*************
Hörð eins og klettur, ljúf eins og lamb,
létt eins og fjöður, þung eins og bjarg,
alþýðuleg kona með ótrúlegt dramb,
uppfull af blíðu en minni á varg.
**************
Ég er oftast ljúf eins og lamb
með lífið allt í skorðum.
Laus við alla lygi og dramb
leik mér bara að orðum.
Góða nótt.
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2008 kl. 22:05
Falleg saga. Sjáumst á morgun.
Anna Guðný , 5.9.2008 kl. 23:25
Halló Milla mín ég mæti á bloggvinahittinginn.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 5.9.2008 kl. 23:57
Það verður gaman hjá ykkur á morgun
Góða helgi
M, 6.9.2008 kl. 00:03
Góða skemmtun knús á alla í bílnum
Rannveig Þorvaldsdóttir, 6.9.2008 kl. 00:59
Kærleik til þín Linda mín
Já við sjáumst svo sannarlega í dag Anna Guðný.
Hlakka mikið til að hitta þig Ásgerður mín.
Hefði verið gaman að sjá þig Emmið mitt.
Ertu ekki að koma norður Vallý mín þá getum við bara
komið á hitting. Dóra verður ekki með í dag hún er að vinna.
Knús á ykkur sömuleiðis kæra vinkona mun knúsa englana mína frá ykkur Maríu Dís
Auður mín þetta er svo skemmtilegt að hitta fólk að viljinn er bara sjálfsagður
Knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.9.2008 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.