Út úr glerhúsinu með ykkur.

Já ég sagði það, út úr glerhúsinu þið sjáið ekkert inni í því.
Nú ef þið viljið ekkert sjá þá verið þarna inni þar til allt er
komið í óefni. Þá verða allir voða hissa, " MITT BARN!!!?"
það er nefnilega það kæru foreldrar og allir landsmenn
ef við vöknum ekki núna þá verður ástandið sorglegt.

Að mínu mati, og er það nú bara kommen sens mat hjá konu
sem er búin að ala upp 4 börn og á 9 barnabörn.
Börn sem lögð eru í einelti eru stundum bara lögð í einelti að
því að þau eru of góð til að svara fyrir sig og stundum er bara
engin ástæð, heldur bara það að gerandinn verður að kvelja aðra
að því að hann hefur verið kvalinn sjálfur.
Hvaða heilvita foreldri vill að barnið þess sé í vanlíðan, hvort sem
barnið sé gerandi eða þolandi.
Það verður að stoppa EINELTI.

Hér er linkur á síðuna hennar Ingibjargar Baldurs ef þið viljið
kynna ykkur þessi mál betur. ingabaldurs.blog.is

Börn með ADHA sem er athyglisbrestur með ofvirkni/ hvatvís.
þessi börn verða ævilega fyrir einelti.
þeir sem vilja kynna sér betur þessi mál fara inn á síðu ADHA
félagsins sem er WWW.adha.is
Heidi var svo góð að minna okkur á ráðstefnu í þessum málum
dagana 25 -26 september. vildi að ég kæmist á hana.

Linkarnir virka ekki hjá mér svo þið setjið þetta bara sjálf inn
hjá ykkur.

Börn með geðræn vandamál verða einnig fyrir einelti.

Börn sem verða fyrir ofbeldi bæði kynferðislegu, andlegu og
misbrestum í heimilishaldi.

Öll þessi börn verða fyrir einelti.

Öll þessi börn eiga það á hættu eftir áralanga baráttu við sína
sjúkdóma og skerðingar og illa meðferð að verða fyrir því áfalli
að detta í allskonar óreglu og fara miður vel út úr lífinu ef þau
þá yfirleitt vilja lifa í þessu ófremdar þjóðfélagi sem við búum þeim.

Já því það erum við sem búum þeim meðferðina, leikskólakennarar,
kennarar, foreldrar og allir þeir sem koma að þessum börnum.
við erum ekki nægilega vakandi, viljum ekki sjá neitt eða vita
hvað þá að við tilkynnum ef við vitum af einhverju sem mætti fara betur.
það verður að taka á öllum málum sem varða börn.

Við hljótum að vilja STOPPA EINELTI! Til þess verða allir að taka þátt.

Kærleikskveðjur til allra
Milla                   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þér Milla með þetta. Það virðist vera erfiður þessi "meðalvegur" til að sleppa við eineltið. Ef þú heitir öðruvísi nafni verður kannski gert grín að því, ef þú ert ekki í réttum merkjum o.s.frv.

Ég man eftir sætum strák í grunnskóla barnanna minna, dóttir mín sagði að hann hefði verið lagður í einelti vegna þess að hann var svo sætur!!!... Annar var lagður í einelti vegna þess að hann var að læra að spila á fiðlu, sá þriðji vegna þess að hann var hræddur við að fara í sturtu.  

Það er eins og það megi hvorki standa framar eða aftar en náunginn þá er manneskjan lögð í einelti. Það þarf sterk bein til að standa einn gegn hópi, eða jafnvel manneskju sem lætur þig ekki í friði.

Við verðum líka að beina sjónum okkar að hópnum sem stendur aðgerðarlaus þegar verið er að níðast á einhverjum, því aðgerðarleysi er líka ofbeldi.

Tek undir með þér - ég vil STOPPA EINELTI.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það verðum við að gera virkja þau börn sem ekki þora annað en að standa og gera ekki neitt, en ef þau taka sig saman þá eru þau sterk.
Vinnum að þessu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér og tek undir þetta Stopp með einelti.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Milla mín, frábært innlegg hjá þér eins og altaf. Það verður að stoppa þetta strax, það vitum við, en það er ekki nóg, allir verða að vera með

Kristín Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín ég er bara hreykin með þér og vona ég að hún standi upprétt og láti engan vaða yfir sig meir, málið er nefnilega það að við þurfum að ná til foreldra og bara allra og láta fólk skilja hvað er í gangi.
Ég á nú bara ekki til eitt orð, grátt svæði á milli eyrnanna,
hvað hefur kona sem getur sagt svona lagað um annað barn, ekkert,
vona ég bara að hún vitkist einhvertímann.
það er nefnilega akkúrat svona fólk sem við þurfum að ná til.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stína mín það er rétt við þurfum að ná í alla til hjálpar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:05

8 identicon

hæ hæ Milla mín,

Sammála þér, rakst á þig hér á netheimum og ákvað í leiðinni að kasta á þig kveðju:) Knús til allra héðan úr höfuðborginni.. bið rosa vel að heilsa millu JR og Dóru.

knús og kreist

Aldís.

Aldís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:41

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Aldís mín gaman að heyra í þér er ekki allt gott að frétta af þér og þínum
Dóra er með bloggsíðu líka, en Milla jr nennir ekki.
Skilaðu góðri kveðju til allra og sérstaklega mömmu þinnar.
Knús til þín Aldís mín
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 19:34

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús Auður mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 19:34

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér Milla mín.......... Einelti er bara viðbjóður, hvort sem þú ert gerandi eða verður fyrir því.................gerendur KANSKI fatta það síðar.....................ef að þeir fatta það???? knús á þig

Erna Friðriksdóttir, 8.9.2008 kl. 19:42

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín það versta við þetta að sumir bara horfa á mann ef maður er að tala um þessi málefni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 20:25

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lagy Vallý það er rétt ekki að láta þau heyra það sem um er rætt.
svo á bara aldrei að tala neikvætt inni á heimilum til hvers, þá er fólk að búa til neikvætt andrúmsloft sem á ekki að eiga sér stað

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 20:27

14 Smámynd: Hulla Dan

Einelti er hræðilegt. Krakkar koma sennilega alltaf til með að stríða hvert öðru, en það er munur á stríðni og einelti.
Einnig er ég nokkuð viss um að þeir krakkar sem leggja aðra í einelti hafi kannski heyrt eitthvað misjafnt heima hjá sér og komi með komment þaðan.
Mínir strákar fengu t.d að heyra það að þeir væru "sneperker" þegar þeir byrjuðu í skólanum hérna. Þeir tóku það sem betur fer ekkert nærri sér og fannst viðkomandi bara frekar furðulegur, en pabba hans fannst þetta frekar fyndið orði yfir nýju íslendingana. 

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 21:56

15 identicon

Það er einhvern vegin engin leið að reikna það út hver getur orðið fyrir einelti. Það getur verið svo margt sem hægt er að finna til þess að niðurlægja eða vera leiðinlegur við aðra það er meira að segja stundum ráðist á þá sem hafa góðar einkunnir eða gengur vel í einhverju fagi. Ef kennari sýnir einum of mikla athygli þá  fær hann/hún að heyra það. Ég tala nú ekki um ef það er eitthvað sem þau geta fundið annað svo sem frávik frá því sem þeim finnst vera norm.

Ótrúleg frásögnin hjá henni Bláskógartinnu af þessari móður að láta svona lagað út úr sér og það á blogginu, það er eitthvað mikið að hjá svona manneskju.

Það þarf einmitt að styrkja og styðja við þau börn sem eru ofvirki með athyglisbrest svo að þau upplifi sig ekki sífellt sem vandræðabörn sem verið er að skamma. Mikið held ég að það sé erfitt að eiga að sitja kyrr og læra eitthvað sem maður hefur engan áhuga á að læra, hvenær skildi vera komin kennsluaðferð sem hentar öllum börnum. Ég hef líka heyrt að Indigo börnin séu þannig að þau hafi engan áhuga á að sitja í skóla og læra.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:55

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Málið er stelpur að aldrei verður hægt að finna einn námskennsluhátt sem hentar öllum börnum, en það er líka allt í lagi. Í nokkrum skólum er farið að hafa svokallaða opna skóla og læra börnin á sínum hraða ef þetta væri innleitt þá væri auðveldara fyrir kennara að höndla þessi mál.
Er ekki einn svona skóli í Grundafirði Jónína? minnir að ég hafi heyrt það.
Börn sem eru með skerðingu, þurfa ekki að vera með skerta námshæfileika, veit ég um mörg ADHD börn sem skara fram úr í skóla
en verða svo fyrir einelti úti á skólalóð.
Það er eins með börn með geðraskanir þau geta verið með afburða námshæfileika og gengið langskólanám.
Þess vegna segi ég að allir þessir þættir tengjast.

Eitt stórt atriði er að fá kennara til að opna sig fyrir nýjum kennsluaðferðum, fyrirgefið orðbragðið, en sumir eru svo forpokaðir að
ekki má koma aðeins við rammann hvað þá að brjótast út úr honum og kenna af þeirri visku og sköpunarlist sem ég tel að flestir hafi þarna undir niðri.
Jæja ætli sé ekki mál að linni ef ég á ekki að rita um þessi mál í allan dag.
Knús í daginn ykkar.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 08:22

17 identicon

Ég var einmitt að meina það að hafa verkefni sem hverjum og einum þætti áhugavert en samt þannig að allir læri að reikna skrifa og lesa. Það er svo bjánalegt að það þurfi allir að vera steyptir í sama mótið í þessu skólakerfi okkar, hvernig væri það ef svokallaða norm væri ADHD meirihluti barnanna væri með þann hæfileika, hvernig færi kennslan þá fram?

Það er framhaldsskóli í Grundarfirði þar sem kennslan fer að mestu leiti fram í gegnum tölvur, veit ekki alveg hvernig þetta er að virka. Borgarholtsskóli er held ég komin  lengst í því að bjóða upp á námsefni sem hentar öllum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:08

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit ekki um þennan skóla í Grundó, hef bara heyrt eitthvað um hann. Flott hjá Borgarholtsskóla, en það þarf að efla þetta og það strax.
Ég veit að það er verið að vinna að nýjum kennslureglum til að fara eftir,
vona ég að það nái frá fyrstu bekkjum grunnskóla og upp úr.
Veit samt ekki hvar þetta er í kerfinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband