Fyrir svefninn.

Sjáið til, er búin að ákveða að vera frekar leiðinleg
svona annað hvort kvöld, eða það fer eftir því hvað þið kallið
leiðinlegt.

Gaman að segja frá því að vorið 1987 var haldin í Borgarleikhúsinu
hjálpartækjasýning fyrir fatlaða og ráðstefna um aðstæður þeirra.
Á meðal ræðumanna voru Märta Tikkanen frá Finnlandi og
Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir.
Erindi þeirra voru mjög áhugaverð. Hjónin Mattías og Heidi
leituðu þá til Sveins Más um stofnun félags foreldra misþroska barna.
Sveinn var mjög áhugasamur og hvatti til stofnunar félags sem yrði
fyrst og fremst foreldrastýrt.
Um haustið hittust foreldrar á meðan börnin voru í æfingu hjá SLF
að Háaleitisbraut og myndaðist þar lítill en áhugasamur hópur um
stofnun félags. þar voru m.a. Heidi, Guðlaug, Ester, Guðrún og Hervör.
fundað var í heimahúsum nokkur skipti þar til boðað var til
undirbúningsfundar að Hótel sögu var pantaður 40 manna salur,
en það komu 130 manns og sem betur fer var annar salur á lausu.

Stofnfundur var síðan haldinn 7/4 1988 og gengu 90 manns í félagið
fyrsta árið.
Hún Heidi sem um er talað er hún Heidi bloggvina mín og margra annarra.

Ein saga eftir hann Alexander, hann var iðin við að segja sögur er
hann var 6 og 7 ára, bara eins og flest börn.


                   Íkorninn og hundurinn

Einu sinni var íkorni og hann var að týna hnetur og svo kom
skógarbjörn og þá klifraði íkorninn upp í tréið sitt.
Svo kom hundurinn vinur hans og rak skógarbjörninn í burtu.
Svo fór íkorninn niður og sagði við hundinn: Góðan dag.
þá sagði hundurinn eigum við að koma að leika okkur
og íkorninn sagði já. þeir fóru að sippa allan daginn.
Íkorni og hundur segja nú bless.

              Og ég segi góða nótt.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Solla Guðjóns

flott hjá Mattíasi og Heidi.

Gaman að sögunni .alltaf svo einlæg þessi kríli.

Knús fyrir hverja færslu sem éh er búin að vera að lesa núna hjá þér.

Solla Guðjóns, 9.9.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Brynja skordal

Hef lítið verið að tölvast var að passa ömmustrák knús inn í nóttina Milla mín

Brynja skordal, 9.9.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín  Ég fer að fara að láta heyra frá mer og svara klukkinu

Erna, 9.9.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 01:38

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóður mínar og
Knús í daginn ykkar.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband