Fyrir svefninn.

Jæja gott fólk hér hefur gengið á ýmsu í dag,Og á ég
eiginlega ekki til orð yfir bæði klámfengið-orðalag og
vanvirðingu við fólk í háska.

             kallaðar erum væluskjóður
             og öðrum sposkum nöfnum,
             en eigi lyndum, við það fóður
             sem gefið er af huldum körlum.

Fáum eina góða úr Íslenskri fyndni.

Fyrir allmörgum árum fóru Þingeyskir bændur í ferðalag
 vestur í Húnavatnssýslur. Að sjálfsögðu fóru þeir ríðandi
og auðvitað á skagfirskum gæðingum.
 Meðan á ferðinni stóð gerði slæmt veður á norðurlandi vestra
og var þá þessi vísa kveðin:

           Ekki er kyn þó veður vont
           verði í húnaþingum,
           þegar um landið þingeyskt mont
           þeysir á Skagfirðingum.

Góða nótt og takk fyrir í dag  HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, það er víst best að biðja bænirnar fyrir svefninn þegar úti í heimi (hjá tengdaforeldrum dóttur minnar) geysa stormar og dónakarl lék lausum hala á bloggi.

Góða nótt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.9.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

 he heh góð vísa, bý í Vestur Húnavatnssýslu og er Skagfirðingur í föður ætt       Góða nótt Milla mín

Erna Friðriksdóttir, 10.9.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Endilega ekki gleyma bænunum, vona að það verði allt í lagi hjá þeim þarna úti.
Og Erna mín ekki dónalegt að vera báðum megin frá, enda kjarnakona mikil ert þú
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú líka Auður mín við tókum þetta saman. YES við erum sko engar væluskjóður.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:19

7 Smámynd: Erna

Takk fyrir þetta Milla mín og góða nótt

Erna, 10.9.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Brynja skordal

Sé að það hefur verið mikið um að vera á síðunni þinni í dag en hafðu ljúfa nótt Milla mín Elskuleg

Brynja skordal, 10.9.2008 kl. 22:43

9 Smámynd: Anna Guðný

Jahérna Milla mina og ég er bara að sjá þetta fyrst núna. Hefði gjarnan viljað leggja orð í belg í umræðuna. Ég hef einmitt reynt að forðast þennan Sigurð eins og heitan eldinn.

Annars bara goða nót og eigðu ljúfa drauma.

Anna Guðný , 10.9.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 11.9.2008 kl. 05:49

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2008 kl. 07:25

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knúsí knús til ykkar allra skjóðurnar mínar, 
sömuleiðis Silla mín það var yndislega ljúft að fá ykkur og knúsaðu Gunna frá mér hann var frábær.

Já satt segið þið það á að loka á svona menn enda er það búið.
og það var bara mikið að gera hjá mér í gær.

Anna Guðný mín ég var nú viss um að þú hefðir ekki verið við tölvuna, en við tókum þetta í nefið við Auður vorum bara flottar og síðan var þetta rætt á fleiri síðum, Hallgerður kom með blogg um það sama og margar höfðu víst lent í þessum manni, en ég hafði aldrei rekist á hann.

Knús í daginn ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 07:56

13 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtileg þessi vísa um þingeysku bændurna sem þeystu um á skagfirskum gæðingum.

Jens Guð, 11.9.2008 kl. 20:15

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hún er bara góð, höfundur er ókunnur, en hún er tekin úr
Íslenskri fyndni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband