Hvenær urðu þær til?

Horfur varðandi fjárhag ríkissjóðs eru jafnvel heldur betri við áttum von á,
og útlitið með hagvöxt á árinu í heild er líka betra heldur en spáð hafði verið. Og það eru jákvæð tíðindi," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra varðandi nýjar tölur Hagstofu Íslands varðandi hagvöxt „Útflutningurinn er að stórvaxa, og hann er mikilvægur liður í þessu. Aftur á móti eru þjóðarútgjöldin, þar með talin einkaneyslan, að minnka mikið. Og samtals eru þetta hvorttveggja góð tíðindi, því að þetta þýðir það að þenslan er að minnka, en útflutningurinn að sækja mjög í sig veðrið - m.a. vegna aukinnar álframleiðslu.


Kom þetta þá bara upp í hendurnar á þeim, eða hvað?
Auðvitað er einkaneyslan að minnka við höfum engu að eyða
.

Geir bendir á að vandinn sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé fyrst og fremst verðbólgan. „Hún skýrist af stórum hluta af sveiflum í genginu, og lækkun gengis krónunnar, sem aftur á móti skýrist af stórum hluta af því að það er ekki gjaldeyrir að koma inn í landið með eðlilegum hætti út af lánsfjárkreppunni í útlöndum."Geir bendir hins vegar á að flestir spái því að verðbólgan muni ganga nokkuð hratt niður á næstu mánuðum. Þar með muni vextirnir lækka í kjölfarið. Gangi þetta eftir sé staðan betri en margir hafi gert ráð fyrir.

Vandinn er að mínu mati margþættur og er búin að
Viðgangast allt of lengi.
Og núna er þeir sjá að allur almenningur er að fara
í kol og brand þá koma þeir með eitthvað svona sem
átti að koma fyrir löngu síðan.
Það er búið að pína okkur allt of lengi.

Þætti mér svo vænt um ef Hagstofan mundi reikna út
hvað mörg á við yrðum að ná okkur á réttan kjöl aftur?
Það hlýtur að taka mörg ár fyrir okkur að borga upp
vaxtahækkanir + allar aðrar hækkanir sem orðið hafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei ég vill heldur ekki annan gjaldmiðil og er sammála þér með allt sem þú telur upp líka, er bara ekki að treysta því að þeir séu að gera neitt.
Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband