Var ekki einhver að biðja um uppskriftir?

Maturinn sem ég hafði í gærkvöldi.

Svínalundir sneiddar og snyrtar
steiktar á sjóðandi heitri pönnu og í
eldfast mót salt og pipar yfir.

Ferskjusósa.

3      dl    svínasoð eða vatn +2 svínakjöts-teninga.
1/2 dós   ferskjur
1/2  --    sýrður rjómi           ég notaði létt yogurt
1     dl    rjómi                      ég notaði  kaffirjóma
1   tsk    Karrý madras
1 matsk Teryaki soja
1  ---      Mangó Chutney
              helminginn af safanum úr dósinni

Hitið kryddið í olíunni allt sett út í soðið í 2 mín,
síðan hellið yfir kjötið inn í ofn í 15- 20 mín.

Borið fram með brúnum grjónum og fersku salati að
smekk hvers og eins.

Æðislegur matur og sósan örugglega góð með kjúkling,
lúðu og skötusel.

Einn svona prufurétt gerði ég. það var Indverskur pottréttur.

2-3 matsk   olía helst kaldpressuð kókosolía.
1      ---        Curry-paste
1/2 tsk        engiferduft
1/2  -           Cummen duft
1/4  -           Cilli eða cayenne pipar
 dass af       sjávarsalti
2     st          tómatar smátt skornir
1   Dós lífrænt ræktaðar bakaðar baunir
 1 búnt ferskur kóríander           ég notaði basil.

Olían sett í pott og allt kryddið út í hitað vel saman
síðan allt út í og látið malla í um 5 mín.

bara þessi réttur með grjónum og salati er topp máltíð
Það má auðvitað nota kjúklingabaunir í þennan rétt
ef fólk vill.
Gangi ykkur vel  og BONE APETIT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fer í það strax Silla mín var ekki búin að gleyma því, en takk samt fyrir að minna mig á það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 16:57

2 identicon

m.. m.. .m... Þetta á sko eftir að prófa... Kv

hindin (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þér er það óhætt þetta er bara æði Hindin mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband