Brauðuppskriftin góða.
13.9.2008 | 17:17
þegar Silla og Gunni voru hjá okkur um daginn gaf ég þeim
heimabakað brauð, hrökkbrauð, og með þessu var smurostur,
smjör, heimatilbúið marmilaði og bláberjasultan sem Gísli bjó
til um daginn.
Þau voru svo hrifin af brauðinu svo Silla mín hér færðu uppskriftina.
400 gr spelt
400 gr heilhveiti
1 dl sólblómafræ
1/2 - hörfræ
1/2 - sesamfræ
4 tesk lyftiduft helst vínsteinslyftiduft,(hollara)
1 -- natron
1 -- sjávarsalt
5 dl súrmjólk
41/2 dl vatn
Öllum þurefnum blandað saman í skál, vætt í og elt saman
ég elti deigið bara saman með hendinni í hnoðskálinni.
Bakað við 180 gr í ca 1 klst og 15 mín.
takið úr ofninum og látið kólna undir röku stykki
best er ef maður á brauðhníf að sneiða brauðið er kalt er og frysta,
svo tek ég bara út og rista, þetta er æðislegt brauð fullt af orku.
Þessi uppskrift er úr bókinni hennar Yesmine Olssen og er þessi
uppskrift frá tengdamömmu hennar sem heitir Klara og heitir því
brauðið, Klörubrauð.
Bendi ykkur á þessa bók hennar Yesmine fróðleikurinn í henni er
bara áhugaverður, til dæmis allt sem hún segir okkur um kriddin
er hverjum gott að vita.
Gangi ykkur vel.
Kveðja
Milla.
Athugasemdir
Takk fyrir uppskriftina vina langar til að prófa.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 17:33
Takk fyrir þetta Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2008 kl. 17:46
Dugleg ertu í eldamennsku og bakstri ef að sumir væru nú svona hmmmmmm en einu sinni amk var ég það he he he en það var einu sinni
Erna Friðriksdóttir, 13.9.2008 kl. 18:14
Æ stelpur mínar sú var tíðin að maður gerði bókstaflega allt sem gera þurfti innan heimilis, maður bakaði allt útbjó allan haustmat, saumaði og prjónaði það sem þurfti, en er árin færast yfir og vinnan eykst út frá heimilinu þá sleppir maður þessu bara.
Núna er ég ekkert að vinna og er byrjuð í mínum lífsstílsbreytingum þá
finnst okkur bara gaman að stúdera hvað er hollast og auðvitað er hollast að baka sjálfur brauðin sín, nú mat þarf ég ætíð að elda og er við borðum saman fjölskyldan þá reynum við ætíð að hafa eitthvað gott, ekki endilega óhollt.
Þá er nauðsynlegt að huga að því hvað maður eldar.
Og það er svo skemmtilegt.
Prófið bara og krafturinn eykst.
Knúsí knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 18:33
Elskan ég veit að þig dreymir um hana en þú mundir aldrei láta það eftir þér. enda er hún ekki í boði, kannski bara kannski færðu mína frægu randalínu með miklu smjörkremi um jólin, sko kannski.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 19:53
Nammmii.. verð að prófa þetta!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 21:36
Ljómandi uppskrift af hollu brauði elsku Milla frænka mín. Heyrist þú vera á fullu að hugsa hollt, BRAVÓ fyrir þér.
Nú er ég loksins að hressast eftir mikinn hita og kvefpest, hef lítið komist í samband við bloggið, þó smá. Er eiginlega farin héðan en þó ekki alveg.
Hafðu það hollt, stökkt, gott og dásamlegt. kveðja. eva
Eva Benjamínsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:30
Ykkur er óhætt að prófa þetta brauð það er ólýsanlega gott.
Farðu nú vel með þig frænka mín, ertu ekki að fara út til Parísar, ekki ferðu veik þangað.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 08:09
Nei ekki veik...ekki upp á Akranes einu sinni. Búin að ráðstafa íbúðinni, allt virðist klárt nema ég.
Hafðu það gott á Kópaskeri elskan mín, bið að heilsa
Eva Benjamínsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:33
Eva nú ertu að ruglast ég er ekki að fara á Kópasker,
en knús til þín samt.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.