Heilasellu-hristingur.
13.9.2008 | 21:17
Sellu hristingur veit nokkur hvað það er eiginlega fyrir hristing?
Ég held að það sé svona hristingur sem kemur heilasellunum
á sinn stað, það er að segja ef þær hafa farið af leið.
Stundum gerist eitthvað, sem maður veit hreinlega eigi af hverju,
hvernig eða bara hvort hafi gerst svo ringlaður verður maður.
Fyrst er eitthvað gerist, eins og að maður fái á sig ljót og ósmekkleg
orð, ja til dæmis frá einhverjum sem aldrei hefur augum mann litið
þá verður maður svolítið hvumsa, svarar, og ferlið tekur völdin.
Maður reynir að réttlæta sinn hlut, en maður fær bara meiri dónaskap
yfir sig, lokar á það og verður svo bara meir og meir hissa á öllu sem
er að gerast í kringum mann.
Hverjir eru einlægir gagnvart sjálfum sér?
það er ekki nóg að fólk viti að aðgát skal höfð í nærveru sálar,
því ber að fara eftir því líka.
Því að svo er hægt að særa fólk að eigi verður úr því bætt,
enda þeir sem eru í þeim geira að særa aðra, kunna bara ekki betur.
Gamla Kisa. Jakob Thorarensen.
Hún kisa var komin að bana
og kallaði mýsnar til sín
að sænginni og klökk hún sagði:
,, Æ svona er nú heilsan mín"
Nú sættumst við elskurnar allar,
áður en bugar mig hel.
þó margt hafi borið á milli
þá meinti ég hlutina vel.
Ég nartaði ólukkan illa
en æri er mín lífsskoðun breytt.
Nú kveðjumst við, kropparnir litlu,
og kyssumst að skilnaði heitt.
Þá guggnaði músin sú minnsta
og munninn hún rétti fram.
En kastaðist svikin og kvalinna
í kattarins rándýrshramm.
Og kisa var aftur á kreiki
það kvöld og ei iðraðist þess.
Lá matráð í meyjanna keltum
og malaði södd og hress:
,, Ég veit ég er gölluð og gömul
og gerist til veiðanna stirð.
Mín einasta hjálp er hvað hræsnin
er hentug og mikilsvirt."
Þetta ljóð er alveg magnað og á vel við
endilega lesið það vel.
Góðan dag til ykkar allra sem hingað inn koma.
Athugasemdir
Æ, skil þig vel Milla mín..heilaselluhristingur er óæskilegur.
Góða nótt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 21:34
Heilasellurnar mínar eru á góðum stað og óska þér góðrar nætur!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:18
Doddi minn ég veit að þú ert á réttum stað
Auður mín að mínu mati er aldrei neinum kafla lokið fyrr en búið er að klára hann með hvaða hætti það er gert, annaðhvort með fyrirgefningu eða lokun á það sem gerist, nú það er eigi svo langt síðan að hér var hraunað bæði yfir þig og mig, en ég er nú ekki að tala um það er búin að loka á þann kafla, á nefnilega svo gott með að gera það.það í burtu.
Hver er þessi umræddi Sigurður?
Af hverju kemur hann ekki fram og talar af viti eftir rauða spjaldið?
Skildi ekki Sigurður vita af því hvað það er að móðga fólk?
Kann hann ekki að biðjast afsökunar?
Heldur hann sér innan marka hér eftir?
Ef einhverjum finnst þetta vera fyndið þá skil ég það ekki,
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 07:53
Því þetta er ekki neitt fyndið að segja svona við mann í fyrsta skipti sem hann kemur inn á síðuna mína og hefur aldrei augum mig litið.
Eða finnst þér það ekki Auður mín?
Jedúddamíaogmellurnarmeð. Agnes er bara of æsandi.
En hvað er að hafa afnot af manni? En þarftu ekki að skipta stöku sinnum þegar afnotagjaldið hækkar eins og hjá Stöð 2?
Sigurður Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 20:39
Jóhanna mín heilasellu-hristingur er óæskilegur ef hann hefði nú einhver áhrif til lengdar, en það hefur hann ekki hjá mér.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 08:04
Góðan daginn Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 08:33
Góðan daginn Sigrún mín, eigðu góðan dag
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 08:39
Veistu það Auður mín að auðvitað er það aumingjaskapur að koma ekki bara fram og segja fyrirgefðu, það er einnig slæmt fyrir þá sem hafa verið að taka upp hanskann fyrir þessum manni, en ég get ekki beint hlegið að þessu þar sem ég veit í gegnum mína vinnu með allskonar fólk í gegnum árin að þetta getur verið ákall um hjálp, en hvaðan hún gæti svo sem verið að koma veit engin.
En ég get alveg hlegið og hef gert af þeim sem komið hafa hér inn til að hrauna yfir mig.
Veistu það Auður mín, það mega allir koma hér inn ef ég fæ nóg þá bara hunsa ég þá eða loka, svo þetta er allt í lagi.
Ég ætla að vona að þín fallega síða fái að vera í friði að sinni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 08:46
Góðan dag Milla mín og ástarþakkir fyrir Æðislegar uppskriftir hafðu ljúfan sunnudag
Brynja skordal, 14.9.2008 kl. 10:22
Sömuleiðis Brynja mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 10:24
Góðan daginn Milla mín, góður heilahristíngur hjá þér og ljóðið gott, ég er svo sammála ykkur öllum
Kristín Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:38
Eigðu góðan dag frábæra kona.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:14
Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 12:44
Þú ert flottust Milla mín, takk fyrir ljóðið það er svo sannarlega umhugsunarvert. Eigðu góðan dag
Erna, 14.9.2008 kl. 13:03
Þú líka Erna mín mér fannst þetta ljóð eiga við svo margt hér inni núna.
knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 13:05
Eigðu góðan dag með sellurnar í réttum skorðum eins og alltaf,
Solla Guðjóns, 14.9.2008 kl. 13:52
Snúllur er ég of björt? er bara svona í dag
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.