Einn að mótmæla, Hverju?

Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran,
sem sat fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ í mótmælaskyni
í rúman sólarhring í gær er hættur sinni mótmælasetu.
Hverju var hann að mótmæla? Var hann að mótmæla aðgerðum
lögreglunnar á aðsetur þeirra í Njarðvík eða var hann að mótmæla
hvað það tekur langan tíma að afgreiða þeirra mál.

Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti og dæma hvort þessir
menn eru glæpamenn eður ei, það er auðvitað blandað fé í öllum
réttum, en er ekki hægt að finna lausn á þessum málum
hælisleitenda?
Finnst að Þessu fólki er hleypt inn í landið og plantað í þessi
líka glæsihýsin, þá á að vinna hratt og vel að lausn fyrir hvern
og einn. Ef við höfum eigi efni á
(sem ég tel að þar standi hnífurinn í kúnni) að sinna þessu með
sóma þá á bara að senda þetta fólk beint tilbaka.

Það er að mínu mati mannúðlegra heldur en að hafa þá eins og
fé í rétt og gefa á garðann á vissum tímum, eins og gert er við
svo kallaða þurfalinga þessa lands.


mbl.is Hælisleitandanum ekið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eeee he he segir hver aldrei hefur mamma þín getað sofið út eins og þú

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 10:01

2 identicon

Ég hef ekkert kynnt mér vel forsögu málsins og ætla því ekki að kommenta beint. En ef lögreglan hefur haft ástæður fyrir því að fara inn í húsin (voru eiturlyf eða lék grunur á einhverju?), er þá ekki rökrétt að hún taki allt vafasamt í sína vörslu? Alla vega þangað til að málin komast á hreint? En ... ég veit ekkert um málið ... ætti þar af leiðandi bara að þegja núna...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Doddi minn forsagan sem ég er að tala um er áralöng.
Ég er að meina að það þurfi að finna lausn fyrir þetta fólk fljótt og vel eða bara ekki hleypa því inn í landið.

Aðgerðir lögreglunnar voru alveg réttmætar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband