Fyrir svefninn.

Í Setbergsannál er þess getið, að vetur hafi verið í meðallagi
þetta ár, en grasspretta mikil um sumarið og hafi hey nýst
vel. Þá hafi fiskafli verið góður og hlutir miklir syðra, undir
jökli og víðar. Þá var greint frá því að maður nokkur hafi
drukknað í Blöndu, og að hval hafi rekið á Austfjörðum.
Hvergi annars staðar er þessara atburða getið, né heldur
að hálft þingvallavatn hafi horfið um hríð, en um það
segir Setbergsannáll: ,, Hvarf um sumarið Þingvallavatn
nær til helftra nokkra daga. Vissu eigi menn af hverri orsök
var, Því að regn og úrkomur gengu. Vóx svo vatnið aftur
á einu dægri eins og áður var."

þetta gerðist 1402, hugsa sér það er hægt að lesa sér til
um þetta í annálum.
Hvernig skildi þetta verða eftir 6 aldir, skildu nokkrir hafa
áhuga á að lesa um það sem er að gerast í dag, hvernig
verður allt þá ef það verður þá eitthvað til.
kannski verðum við búin að tortíma heiminum, hver veit?
Þess vegna segi ég: ,, Verið meðvituð, hlúið að þeim sem
minna mega sín.
"

                    Kveldljóð.

           Ó, þú sólsetursljóð,
           þú ert ljúfasta ljóð
           og þitt lag er þinn blíðfara andi.
           Þegar kvöldsólin skín
           finnst mér koma til mín
           líkt og kveðja frá ókunnu landi
           Mér finnst hugsjónarbál
           kasta bjarma á sál
           gegnum bylgjur þíns dýrðlega roða.
           Ég geng draumum á hönd
           inn á leiðslunnar lönd
           þar sem ljóðdísir gleði mér boða.

                               Jón Trausti.

Það er undir okkur fólkinu í þessu landi komið hvort
Gísli Sverrisson og hans fjölskylda fær að njóta þess
er ljóðdísirnar gleði boða.
                                            Góða nótt
HeartSleepingHeart

Lesið færsluna hér á undan.

Takk fyrir að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín

Erna, 16.9.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt milla mín Elskuleg

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Sofðu vel

Solla Guðjóns, 16.9.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Æi Milla.  Það er mín skoðun að lúkkið á gömlu síðunni þinni fór þér betur.  Þitt er valið en minn er söknuðurinn !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Já Fjóla ég er bara með þetta til prufu, býð reyndar eftir tölvugúrúunum mínum
til að huga að þessu með mér, það eru fleiri en þú sem segja þetta.
Gleði og kærleik til ykkar allra.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2008 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband