Fyrir svefninn.

Ég ætlaði að hafa það mjög gott í dag vaknaði kl 6 í morgun
borðaði mína AB léttmjólk með All brand fór síðan aðeins í tölvuna,
fékk smá hjartakast og fór upp í rúm um kl. 8 svaf til 10.
Sjænaði mig þá til, sem betur fer, því upp úr 11 hringdi Dóra mín
og sagði mér að hún ætti að fara inn á Akureyri í myndatöku,
treystir þú þér til að fara með mig? nú auðvitað,
þá átti ég fyrst að fara upp á sjúkrahús að ná i beiðni upp á það
frá lækninum hér.
það voru náttúrlega sláturhúsið hraðar hendur  í gangi
fara í réttu fötin fyrir bæjarferðTounge upp á sjúkrahús
setja bensín á bílinn eða sko Gísli minn gerði það
og svo var brunað af stað fram í Lauga að sækja þær.
Skutluðum henni upp á bráðadeild er til Akureyrar komum
skil ekki að bráðabíll kæmi bara ekki með öllum ljósum að sækja
sjúklingin eða sko villinginn.

Við fórum svo að versla á meðan, fengum okkur svo kaffi og brauð.
Um þrjú leitið vorum við orðin svolítið óróleg yfir hvað þetta tæki
langan tíma svo við fórum uppeftir komumst út þaðan um 5 leitið.
Fórum í hagkaup keyptum okkur samlokur og síðan var lagt í hann.
Á heimleið var ég mamman að stjórnast í að er maður væri með svona
lekkrann slaufu ristil yrði maður að taka eitthvað við því á hverjum degi,
og stelpur þið verðið bara að taka það að ykkur að minna mömmu ykkar
á þetta þá gall í þeim báðum samtímis, hvað ætlast þú sem sagt til þess
að við förum að vinna á elliheimili strax! gleymdu því, stelpur mína það er
bara gott að venja sig við, svo verður hún bráðum eins og langamma ykkar
gefur skýrslu í hvert skipti sem þið talið við hana.
Er búin að kúka í dag.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt, knús og góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Nú sprakk ég en samt ekki alveg straxÁ maður að segja búin skeinaRugludallaknús

Ólöf Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sláturhúsid hradar hendur!!!!! Sá tad leikrit fyrir margt löngu sídan var skemmtilega hradur farsi.

Tetta med ristilinn er bara ekki neitt grín.Módir mín á í svona vandamáli og nú er tessi elska ad fara í uppskurd í næstu viku.Hún minnir mann á ad borda holt í hvert skipti sem ég tala vid hana.

Stórt fadmlag til tín inn í sælan sunnudag.

Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 07:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar þið eruð bara flottar.
Silla mín ég fæ svona hjarta köst ( eins og ég kalla það á hverjum degi misjafnlega mikið stundum er bara allt í lagi eftir smá tíma en stundum þarf ég að sofa smá) er orðin svo vön þessu þetta fylgir víst mínum hjartagalla.

Kærleik á ykkur allar
Milla.guys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband