Fyrir svefninn.

Munið þið ekki eftir henni Gróu á leiti? Jú allir muna hana,
því allar götur hún er við líði.
Áður og fyrr gekk hún á milli húsa og sagði sögur, sem allir
gleyptu í sig og sögðu síðan áfram á næsta mann.
Í sveitasímann vogaði hún sér samt að litlu leiti þó að gaspra,
en er síminn kom, sem engin gat hlerað,
þá fékk hún byr undir báða vængi
og sögurnar flæddu út um allt.
Á blogginu verður hún Gróa að vera vör um sig, því þar má ekki
segja gróusögur, en er skilaboðin komu þá fékk hún aftur byr undir
báða vængi og sagði sögur, en Gróa fattar ekki að allt sem hún segir
kemur ætíð í bakið á henni, svoleiðis hefur það verið frá alda öðli.

Jæja í grínið.

Þegar Jón Thoroddsen var sýslumaður Borgfirðinga, höfðaði ung
stúlka barnsfaðernismál og bar það fyrir réttinum að meintur
barnsfaðir hefði sorðið sig sitjandi.
Af því tilefni kvað Jón:

                  Lýðir gera það liggjandi.
                  Lukkast má það standandi
                  en sóðast við það sitjandi
                  sýnist mér varla formandi.

Þessi lýsir best hug flestra karlmanna.


Jafnréttissinnuð menntaskólastúlka talaði mikið um jafnréttis
og launamál á heimili sínu og fannst mikið óréttlæti í því að
konur skyldu ekki fá sömu laun fyrir sömu vinnu.
Pabba hennar var farið að leiðast þófið og sagði:
"Ef þú endilega karlmannslaun, hvers vegna giftir þú þig þá ekki?"

                               Góða nótt
.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er einmitt helsti kosturinn við að hafa karlmenn á heimilinu, launin. Nema þeir séu öryrkjar eins og minn.

Helga Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Reyni að passa mig á Gróu.  Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 2.10.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já það er nú þaðGóða nótt rugludalladós á HúsavíkKveðja og knús rugludalladósin í snjónum

Ólöf Karlsdóttir, 2.10.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já það er satt að karlmenn hafa yfirleitt hærri laun, að vísu þyrfti ég  að fá mér annan eins og er. Minn er 50%öryrki og fær 14.988 kr á mán. Slasaði sig svo í Febrúar og hefur mjög lítið unnið síðan,eldar oft)(bíður eftir uppskurði á öxl) hefur líka 13.000 á mán úr tryggingum.   En koma tímar og koma ráð.

Knús og kossar á Húsavíkina.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.10.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

ÆÆ. Þetta átti að vera 13.000 á viku, ekki mánuði.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.10.2008 kl. 00:05

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar þið eruð grænar í dag grænt er svo fallegt við snjóinn.
Já það er afar gott að passa sig á Gróu og vera eigi svo mjög trúgjarn á það sem aðrir segja.

Það er nú alveg sama Dúna mín 13.000 á viku er ekki neitt, en hefur þú þá vinnu?

Helga þetta var týpískur gamaldags  karlmaður sem mælti þetta til dóttur sinnar, enda sagan úr Íslenskri fyndni, þær sögur eru yfirleitt gamlar. En það er ekki gaman að vera öryrki

Mínar kæru vinkonur Óla og Lady Vallý, eins gott að passa sig.
Annars hef ég ævilega lifað eftir þeirri reglu að ég elti ekki ólar við vitleysuna.Spes kveðjur.
Sigrún mín veit að þú gerir það

Auður mín þú vonandi líka

Dóra mín elskuleg hvað á nú mamma að gera er þið farið út?
Ein sem fer á taugum er börnin fara frá mér
Elska ykkur Mamma og amma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.10.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.