Neikvætt eða jákvætt?

Það er alltaf verið að tala um að við sýnum jákvæðni, hagsýni
og sparnað, nú auðvitað gerum við það, þarf nokkur að segja
okkur það?

Jákvætt er að engin skildi yfirgefa þennan heim í eldsvoðanum
í Vesturbergi í gær.
Guð veri með því fólki sem þarna býr og gangi þeim vel að hreinsa
íbúðir sínar.

Nú einnig að engin skildi slasast í bílveltu við Kaldárssel í gær.

FME tók dræmt í hugmyndir Lífeyrissjóðanna, Hverjir stjórna FME?
Er það jákvætt eða neikvætt, veit það eigi.

Ekki er það nú jákvætt, að afstaða erlendra seðlabanka, hafi fellt
Íslensku bankana.
Þeir erlendu munu víst hafa haft samráð með að fella Íslensku
bankana. Hvað skildi liggja að baki þeim gjörning, kannski þeir hafi
haldið að þeir mundu fá bara allt Ísland á brunaútsölu,

Kannski þeir fái það líka ekki veit ég.
Er það jákvætt eða neikvætt eða hvað er okkur fyrir bestu?

Eitt veit ég að, er ég tók þá ákvörðun að taka þessu ástandi með
léttu hugarfari þá breyttist allt, það getur engin knésett okkur nema við
bognum og það gerum við ekki.
Munið að tala við bankann, skuldbreyta, frysta og bara allt sem hægt er
Því við þurfum að lifa ef við eigum ekki fyrir nauðsynjum þá er allt svo erfitt.
Ljós og jákvæðni út til ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn Milla mín...Ég er löngu hætt ad hugsa um kreppuna...Madur tekur hlutunum eins og teir eru úr tví sem komid er .Tek tetta á jákvædninni svo madur hafi tad betra sjálfur og med sínum

Eigdu gódán dag mín kæra og munum jákvædnina.

Stórt fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 19.10.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér nafna mín það er akkúrat það sem ég ákvað.

Ljós og jákvæðni í þinn dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: M

Þýðir ekkert að lifa í einhv. kreppuhugarástandi. Lífið heldur áfram og maður tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti

Eigðu góðan sunnudag

M, 19.10.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Engin hætta á öðru Dóra mín ligg bara á meltunni og ætla að borða lúðu í kvöld nammý namm.
Þín mammaKossar til ykkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála emmið mitt, við tökum þessu með stakri ró, en það er nú í lagi að ausa úr sér svona ef manni ofbýður.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 12:30

7 identicon

Það er rétt, Milla. Maður á að taka jákvæðnina á þetta en stundum eys maður úr sér ... 

Alltaf sól á bak við skýin ... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:54

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Doddi minn það er allt í lagi að ausa úr sér og bara nauðsynlegt okkur öllum, en svo bara að reyna að taka á þessu með léttleika, sér í lagi vegna barnanna.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 16:20

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús Hólmdís mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 16:21

10 identicon

Betri er sú Eik sem bognar en sú sem brotnar. Þú tekur réttan pól í hæðina Milla. Ég vildi óska að ég væri það langt gengin og með þetta æðruleysi. Eitt er víst að þetta fer einhvernvegin..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:00

11 identicon

Já Milla mín núna verðum við bara að vera eins og vel rótfast tré sem stendur af sér allt óveður.

Knús til þín og verði þér að góðu í lúðuveislunni.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:04

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er bjartsýn og glöð, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 18:25

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Auður mín en ef maður bara byrjar með smá bros yfir einhverju þá kemur þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 19:28

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín við höfum ætíð hvort annað og engin veit hvernig okkur líður með þetta svo að veltast eitthvað í því bitnar bara á manni sjálfum.
Við megum ekki við því

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 19:30

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína við verðum rótfastar, enda elskum við landið okkar og eigum létt með að jarðtengja okkur.
Takk lúðan var æðislega góð, Gísli steikti ég bjó til salatið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 19:32

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 19:33

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góð færsla elsku Milla og þörf

Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 20:45

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Heiða mín

Lady Vallý það er rétt hjá þér, sko rugludósa-Ladýar lifa lífinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 21:27

19 Smámynd: Líney

Jákvætt

Líney, 19.10.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.