Uppskriftir.
22.10.2008 | 12:47
Sko ekki á lausn fjármálakreppurnar ef fólk telur vera einhverja
kreppu, allavega ekki að heyra á öllum.
Nei þetta eru sko uppskriftir af gómsætum mat sem kitlar
bragðlaukana og gaman er að búa til.
Rúgbrauð:
6 bollar rúgmjöl.
3 ---- heilhveiti
4,1/2 tesk matarsóti
3 -- salt
1 dós sýróp
1,1/2 l súrmjólk
Elt saman í skál ég baka brauðið í líters dósum undan ávöxtum
en má baka í mjólkurfernum Það þarf 6 dósir eða 8 fernur
það má ekki fylla alveg setja svo álpappír lauslega yfir svo ekki
komi hörð skorpa.
Brauðið tekið úr fernum eða dósum og sett stikki yfir
kælt síðan sett í frysti, en ef að til er brauðhnífur þá er
gott að sneiða áður en fryst er.
Chilli-paprikkuhlaup
8 st rauðar paprikur
5 st Chilli
21/2 dl hvítvínsedik
7 dl hrásykur
4 tsk. sultuhleypir
Kjarnhreysið papriku og Chilli setjið í matvinnsluvél síðan
allt í pott nema sultuhleypirinn sjóðið í 15 mín.
Takið af hitanum setjið hleypirinn út í og hrærið vel
sjóðið í 1 mín. beint á krukkur og lokið á.
Æði í jólagjafir má skreyta krukkuna.
Gott með ostum og bara öllu sem þér dettur í hug.
Ég hef einnig sett gulrætur út í og er það afar gott.
Epla-karrý-Chutney.
1 kg græn epli
2 st laukar
4 msk ferskt engifer rifið
5 hvítlauksgeirar
2 dl eplaedik
6 dl hrásykur
3 dl rúsínur
1 tsk salt
4 tsk karrýskrælið og kjarnhreysið eplin
saxið smátt epli lauk og hvítlaug setjið allt
í pott og sjóðið í klukkutíma. bragðbætið með
því kryddi sem er í uppskriftinni sumir vilja sterkt og aðrir dauft.
þetta er gott með ollum Indverskum mat og kjöti sérstaklega
Hreindýrakjöti.
Og ég tala nú ekki um ef þið eigið afgang af kjöti að útbúa
sér flotta samloku með þessu mauki í stað annarra sósu.
Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu.
Kveðja Milla.
Athugasemdir
mmmmm girnilegt,takk fyrir þetta
Líney, 22.10.2008 kl. 12:48
Verði þér að góðu og þetta er sko gott
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 12:49
Takk....
Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 12:51
Milla Milla
hversu lengi bakarðu rúgbrauðið og við hvaða hita ?
Mér sýnist þessi uppskrift afar svipuð einni sem ég átti og tapaði fyrir löngu.
Kveðja
Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 12:52
Ætla ad útbúa Epla karry chutney tad er alveg víst enda mikil matkona á ferd hérna og elska hreyndýrakjöt.
Hlakka til ad smakka
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 13:10
Ég mun prófa þetta, Takk Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:03
Knús kveðjur til ykkarog ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.10.2008 kl. 15:25
Nammi, namm .. nú nenni ég kannski að baka brauð -
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 15:40
Stelpur ég á nóg af góðum brauðuppskriftum og maður er ekki lengi að skella í brauð.
Horsý sko gleymdi að setja það inn Þið hitið ofninn í 200%
lækkið í 100% og inn með brauðið bakað í 8 tíma.
Þetta er sko seitt rúgbrauð.
Það sparar mikinn pening að baka brauð sér í lagi rúgbrauð.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 17:39
Þér er óhætt nafna, mín hrikalega gott og bara á morgunverðar borðið lík og bara alltaf knús Milla
Hólmdís mín þú hlýtur að vera alin upp við heimabakað,
það þekktist nú ekki annað hér áður og fyrr.
ekki að við séum svo gamlar en gengur þetta ekki mann fram af manni,
mér finnst verst að geta ekki bakað flatkökur hef eigi aðstöðu lengur til þess.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 17:44
Stína mín þú prófar en ég borða það sjaldan svolítið sætt.
Knús Milla.
Linda mín knús til þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 17:46
Kærar þakkir Milla mín, búin að skrifa þetta upp
Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 17:56
Hallo darling. Var að lesa síðustu blogg. Tek heilshugar undir með þér, leiðindi er óþolandi, en þetta fór reyndar mikið til fram hjá mér. Að skilja þig vitlaust er hreinlega ekki hægt nema með aðstoð annarra held ég, þú ert ein sú hreinasta og beinasta sem ég hef kynnst. Gangi þér vel elsku vinkona. Gott að stelpunum líkaði bangsinn, ef þú veist um einhverja sem vilja kaupa svona þá á ég enn nokkra eftir. knús
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:03
Takk Ásdís mín fyrir hlý orð og er það alveg gagnkvæmt.
Hvað kosta þessir bangsar best að vita það ef ég veit um einhvern sem vildi kaupa fyrir jólin.
Hafið þið engan á Húsavík sem sér um leiðið hans Óskars heitins?
ég get alveg farið fyrir þig fyrir jólin ef þú vilt kæra vina mín þú lætur mig bara vita.
Knús ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 20:10
Dóra mín ég tapa nú ekki á því að gera allskonar sultur á línuna fæ það margfalt borgað til baka, Milla dúllu Systir þín, uppáhaldsmágur og litlu englarnir voru að fara úr vel kryddaðri súpu með kaftöflum, hreindýrabollum og nýbökuðu rúgbrauði og að sjálfsögðu mikið af smjöri.
Knús til ykkar allra, hlakka til að fá englana mína á föstudaginn.
Mamma, amma, afi og Neró besti prins.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 20:15
Ummmmmmmm....ég á þessa rúgbrauðsuppskrift en hef aldrei bakað hana sjálf.....held ég vegna þess að mig minnir að það taki langan tíma........eru það ekki einir 6 við 100 gráður eða svo ?
Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 21:09
Solla mín 7 tímar við 100% en það er alveg vert að baka hana setur bara í brauð að morgni tekur út um þrjú.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 21:38
Namm takk kærlega fyrir þetta
Dísa Dóra, 23.10.2008 kl. 15:29
Get sko alveg mælt með epla-chutney uppskriftinni sem ég fékk hjá Millu fyrir tveimur árum. Hef búið til og gefið vinum með jólapökkunum eða öðru og það slær alltaf í gegn. Gott með öllu!!
eigðu góðan dag mín kæra,
JónaMatt (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.