Við munum ekki láta kúa okkur.

Ja hérna er þetta ekki skemmtileg setning, mér finnst það,
bara hjákátleg, en þetta er akkúrat setningin sem við,
þessi lálaunuðu hefðum átt að byrja á að segja fyrir
margt löngu, og viðhalda henni þar til við hefðum rétt viðurværi
og virðing borin fyrir okkur, en elskurnar mínar við lærum og verðum
klárari í næsta lífi.
Kannski bara auðvald, því við losnum aldrei við það og þá slefbera
sem halda þeim uppi.

Eins og ég hef nú svo oft sagt að undaförnu þá ætla ég bara að taka
þessu létt þó ég kannski gantist með þetta annað slagið.
Maður verður nú að vera memWink

Þegar ég var um fermingu  og var í Réttó sælla minninga, þá bjuggum
við á skrifstofunni hjá pabba niður í Sænska frystihúsi í því mikla húsi
var Belgjagerðin fjölskyldufyrirtækið, en pabbi minn var með sína
heildsölu þarna, þau voru að bíða eftir íbúð inn í laugarnesi.
Það voru erfiðir tímar, Bakkus snart pabba minn afar mikið á þessum
tíma, mamma var ófrísk af yngsta bróður mínum ég að fara að fermast,
þrjá bræður átti ég þá og voru þeir bara alltaf úti að leika sér nema er
þeir voru í skólanum.
Segja ykkur svolítið skondið sem ég er oft búin að hlæja að, eða þannig.
Litlir peningar voru til á þessum árum, höfðu verið miklir en næstum illa
fór vegna Bakkusar, en samt var fermingarveislan mín
haldin í Þjóðleikhúskjallaranum með pompi og prakt matur og opin "barinn"
síðan dansað ég man bara hvað þessi sýndarmennska fór í mínar fínustu
taugar amma var búin að bjóða fram húsið sitt, og þar vildi ég hafa veisluna,
en nei það var niðrandi að þiggja það, þó allir vissu að þau mamma og pabbi
ættu enga peninga.

Eitt man ég sem er góð minning að bræður mínir smíðuðu sér trésverð
trúlega með hjálp einhvers í Belgjagerðinni því elsku pabbi vor kunni
ekki að halda á hamri.
Þeir voru síðan alla daga að leika sér upp á Arnarhól við aðra krakka
og voru þau í hasaleik. Ólíkt því sem er í dag.

Kemur meira seinna.
Knús í daginn
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég man þessa daga, allt átti að vera svo fínt á yfirborðinu.

Varstu í Réttó?  Ég líka en sjálfsagt nokkrum árum á eftir þér.  Gaman að þessu. 

Ía Jóhannsdóttir, 23.10.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég veit að þú manst þessa daga og ekki hefur það farið batnandi.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 08:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín ætlaði að segja að ég var í réttó fyrsta árið sem hann var starfræktur, var afar gaman.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 08:59

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég man nú þessa gömlu daga. Pabba mínum þótti sopinn góður, en hann var svo kátur altaf, þannig að mér fanst bara gaman þegar að hann fékk sér sopa, syngjandi kátur altaf.

Kærleikur til þín Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 23.10.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Líney

Kannast við  svona sýndarmennsku, segi  kannski frá þvi seinna,en allavega  knús á þig

Líney, 23.10.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Erna

Var opinn barinn  Það hefði nú föður mínum ekki þótt amalegt, að halda þannig fermingarveislu en hann hafði bara engin efni á að halda mér fermingarveislu hvorki stóra né smáa, vegna vinfengis síns við Bakkus. En elsku afi bjargaði málunum og hélt mér fína veislu á hótel Varðborg sem var og hét. Knús í daginn elsku Milla mín

Erna, 23.10.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Bakkus er ekki góður vinur í fjölskyldum það er alveg ljóst og blekkingin og ruglið í kring um það allt saman er skelfilegt. Og við hefðum kanski átt að standa upp fyrr og láta ekki kúga okkur til að borga okur vexti og annað sem viðgengist hefur í þessu þjóðfélagi

Guðborg Eyjólfsdóttir, 23.10.2008 kl. 11:05

8 Smámynd: M

Í minni fermingu voru sígarettukrúsir á öllum innskotsborðum Kaffi, sígó og kökur, en nú norpa þeir fáum sem reykja útí á svölum í veislum.

M, 23.10.2008 kl. 11:08

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Í þá gömlu ......mikið vildi ég sjá krakka í dag leika sér á eðlilegan hátt og rifjast nú margt upp

Solla Guðjóns, 23.10.2008 kl. 11:40

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Sjaldan var nú vín á mínu heimili og alls ekki í fermingum en ég man eftir sígarettum og vondri lykt, því aldrei reyktu foreldrar mínir. Ég kallað þetta gestalykt.  Sýndarmennska var ekki mikil í kringum okkur systur og foreldra en maður átti nú alltaf að haga sér vel og allt það.  Kær kveðja norður. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:42

11 identicon

Já sýndarmennskan hún er allstaðar líka í dag í mismiklu mæli þó. Það var ekki áfengi á mínu bernskuheimili en samt afleyðingar þess. Amma mín var alkahólisti. Ferlið og venjurna erfast á milli kynslóða ef ekker er að gert eins og var þá. Ég er að tala um Meðvirkni sem er tabú orð hér inni alla vega hjá sumum okkar. Ég held að meðvirkni sé mesta böl mannkynsins. Í skjóli þess blómstrar svo mikið helvítis rugl. (fyrirgefðu orðbragðið )

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:44

12 Smámynd: Anna Guðný

Gestalyktin. Það var vindlalykt á mínu heimili. Man að mamma reykti pípu en sé hana samt ekki fyrir mér með pípuna. Hefur trúlega verið fyrir mína tíð. Pabbi reykti og ég þoldi þá lykt alveg. En eins og mér fannst gaman að hlusta á þegar gestir komu varð ég alltaf að yfirgefa svæðið þegar einhver kom með vindla.

En mikið fegin að pabbi  og mamma drukku nánast ekkert. Elsti bróðir minn drakk þó og var mikið einmana. Dó svo aðeins 23 ára gamall. Segi kannski frá því seinna.

Hafðu það gott í dag Milla min.

Anna Guðný , 23.10.2008 kl. 12:08

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pabbi minn var líka ætíð glaður og ekki útstáelsinu fyrir að fara hjá honum, ég elskaði hann afar mikið, en hann var bara ekki að höndla lífið án víns þar til að hann hætti er alvaran kom fram, mamma fór frá honum.
Knús til þín Stína mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 13:08

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Líney mín það er bara gott að segja frá líka við hofum öll lent í einhverju
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 13:10

15 Smámynd: Líney

Já  Milla  mín,það er satt,gott að segja frá en á meðan viðkomandi les  bloggið mitt,ætla ég að sleppa  því búin að fá nægar skammir nú þegar.

Líney, 23.10.2008 kl. 13:12

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að  við Ásdís séum heppnar að hafa alist upp á Húsavík...þar þreifst ekki svona sýndarmennska......

knús á þig.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 13:15

17 identicon

Sæl Milla,  Rakst inn á síðuna þína, bara segja þér að ég sakna þín og spjallsins okkar.

Freyja (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:17

18 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Lenti í þessu líka fyrst Pabbi minn elskulegur og síðan Mamma og það fór illa 

Ólöf Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:32

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín það er gott að þú áttir góðan afa, það átti ég líka og pabbi var besti maður allra tíma hann var of góður þess vegna fór eins og fór.
Honum fannst það nú ekkert mál að menn skulduðu honum fúlgu fjár þeir máttu bara borga er þeir gátu.
Knús til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 14:49

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo hjartanlega sammála þér Guðborg mín, það er svo margt sem er öðruvísi í dag en er ég var að alast upp, þá þótti nú ekki skrifstofa góð ef hún hafði ekki snaps og í nefið að bjóða mektarmönnum, síðan var hrákadallurinn bak við hurð þetta er staðreynd.
Knús til þín duglegust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 14:53

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Emmið mitt man einnig eftir sikarettunum og það þótti nú ekki fínt að bjóða ekki upp á slíkar gersemar.
Man meira að segja eftir Coteilsíkarettum þær voru mislitar meira að segja mamma sem aldrei reykti eða drakk fékk sér svona smoke.
Knús flotta kona
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 14:56

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Solla sérðu það ekki í anda kannski ætti fólk að taka sér tak og kenna börnunum að vera sjálfbær eins og við vorum.
Knús Milla

Ásdís mín þú átt bara gott ég átti það líka en kunni ekki alltaf að meta það víst, en pabbi var aldrei með neina sýndarmennsku það var blessunin hún mamma mín.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 15:02

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður fyrirgef þér það ekki einu sinni nauðsynlegt að minnast á það þótt þú ragnir smá.
Hjartanlega sammála þér meðvirkni er hið mesta böl og er við lærum að hætta því þá líður okkur vel.
Knús Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 15:05

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín þú hefur verið heppin með það, en sorglegt með bróðir þinn elskan
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 15:06

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Líney mín það kemur að því að þú getur sagt frá um leið og þú ert orðin nógu sterk til að láta skammirnar hrinja í gólfið þá ertu tilbúin.
Knúsí knús
Milla.

Hólmdís mín það er rétt hjá þér þið voruð heppnar.
Knús til þín Milla

Óla mín það var ekki gott, en svona eru málin bara.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 15:11

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Freyja mín hvernig hafið þið það á Ísafirði, héðan er allt gott að frétta og ég bið að heilsa þeim sem ég þekki.
Ertu ekkert á blogginu eða með síðu á facebook?
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 15:13

27 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús á þig

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:25

28 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

ps. ertu inn á facebook ?

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:26

29 Smámynd: Marta smarta

Fermingin já. Langt síðan maður hefur hugsað um hana.  Ósköp voru nú mínir foreldrar "lásí".  Hvorki sígó eða vín, og veislan bara heima.

Ég var náttúrulega alsæl, systur mömmu að hjálpa til og mínar eldri systur og bróðir líka, mamma saumaði kjólinn, en kápan var keypt, ég var svo lítil að það þurfti að stytta kápuna upp að vösum og færa svo vasana upp.  Var ákveðin að fermast ekki nema ég yrði 150 sentimetrar að lengd, náði 149 og pabbi talaði mig til um morguninn, sagði að það skipti öllu máli að ná niður á jörðina, en ekki endilega hátt upp.  Hef notað þetta á mín börn síðan, "málið er að vera með báða fætur á jörðinni" ekki hversu langt upp þú nærð.  Knús, knús

Marta smarta, 23.10.2008 kl. 16:29

30 identicon

Já ég er jafn heppin að mínir foreldrar voru ekki að sulla í víni man varla eftir að hafa séð föður minn undir áhrifum áfengis og móðir mín smakkaði aldrei vín. Ég er mjög þakklát fyrir það í dag að það hafi ekki verið áfengisvandamál í minni nánustu fjölskyldu ég veit ekki hvernig ég hefði höndlað það ég fer algjörlega í mínus innan um fólk sem hefur engan stopptakka á flöskunni. Pabbi átti systur sem lést langt um aldur fram vegna áfengisneyslu en þau töluðu ekki saman síðustu árin sem hún lifði enda held ég að hann hafi ekki heldur þolað fólk sem fór yfir strikið, oft eru líka sagðir hlutir sem betur hefðu verið ósagðir þegar vínið er farið að valda meiri vanlíðan en gleði.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 16:48

31 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Linda mín ég er á facebook finnum hvor aðra.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 16:52

32 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pabbi þinn hefur verið vitur maður Marta Smarta, rétt fyrir sér hafði hann í því að það skipti ekki máli hversu langt upp maður nær ef maður er með fæturnar á jörðinni.Get nú sagt þér það að mamma saumaði yfirleitt öll föt á mig og prjónaði hún var snillingur í því og fermingarveislur bræðra minna voru haldnar heima og mamma og pabbi elduðu og bökuðu, pabbi var cormet kokkur, ég held bara að mamma í sínum vandamálum með pabba hafi ekki viljað þyggja hjálp frá ömmu,
henni fannst örugglega hún vera í niðurlægjandi aðstöðu sen hún jú var. það þurfti nú líka að stytta allt á mig er ekki nema 157 í dag
og það sem klippt var neðan af kjólnum mínum var síðar notað í undirpils á Dóru mína, engu var sko hent á þessum tíma frekar en ég geri í dag.
Knús á þig
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 17:05

33 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er svo sammála þér Jónína mín og þú hefur verið heppin að eiga foreldra sem drukku ekki, afi og amma foreldrar pabba drukku heldur aldrei og það var ætíð ljúft að koma til ömmu í Nökkvavoginum.

Pabbi var líka búin að vera þurr í áraraðir er hann dó en hann átti bróðir sem dó að ég segi vegna óreglu.
Knús til þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 17:10

34 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Maður er bara komin á horrandi fillerí hér hjá þér elsku Milla frænka mín.

Það er óhætt að segja að þú vekir upp minningar. Mamma drakk aldrei var gourmet kokkur fyrirmyndar húsmóðir og mikil sauma og hannyrðakona. Það var ekki vín í minni fermingarveislu en örugglega tóbak í silfurkassa á innsotsborðinu. Veislan okkar systranna var haldin heima hjá okkur og þetta var köku og tertuboð, kaffi og súkkulaði. Við vorum í bláum taft kjólum sem mamma saumaði, dömulegar. Pabba fannst gott að bragða það, þó var það aldrei vandamál nema þegar hann tók uppá því að vekja okkur stelpurnar til að syngja ættjarðarlög. Mér fannst það sjálfsagt, en ekki hinum, ég hef líklega verið annað hvort eða bæði meðvirk og ofvirk.

Hafðu það yndislegt Milla mín kveðja norður, eva

Eva Benjamínsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:49

35 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Foreldrar mínir voru bindindisfólk og veislan var bara haldin heima. Ég man ekki eftir öðru í mínum vinahópi. Það er svo fyndið með okkur systkinin. Pabbi og mamma reyktu bæði, þrjú okkar þoldu ekki lyktina og voru sítuðandi og hin þrjú sögðu aldrei neitt. Þau sem ekki þoldu lyktina hafa aldrei reykt en öll við hin. Snemma beygist krókurinn.

Helga Magnúsdóttir, 23.10.2008 kl. 19:13

36 Smámynd: Ásgerður

Kannast við þetta allt,,,og ég held að syndarmennskan hafi ekki minnkað neitt, bara tekið lán ofan á lán, til að allt sé flottara

Byrjaði sjálf að leggja fyrir mánaðarlega vegna fermingar sonar míns, fyrir c.a. 6 mánuðum. Hann fermist eftir 1og 1/2 ár , en ég er að reyna að vera ábyrg hehe. Og þar verður sko ekki áfengi í boði.

Knús á þig kæra frænka

Ásgerður , 23.10.2008 kl. 20:47

37 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já fermingin, vá það er svo "stutt" síðan að Silla systir saumaði á mig fermingarkjólinn bláan með blúndu í hálsinn. Og ekki var drukkið vín í minni veislu sem var haldin í litla Nýlenduhúsinu.

Ég sá sjaldan vín heima, einstaka sinnum þegar vissir gestir komu fengu þeir út í kaffið.

En knús og góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.10.2008 kl. 21:01

38 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva frænka mín þær hafa verið líkar mæður okkar mamma var frábær hannyrðakona og lærði ég mikið af henni og þar á meðal harðangur og Klaustur sem er mín uppáhaldahandavinna.
pabba fannst líka gaman að syngja er hann var komin svolítið of mikið í glasið.
eigðu yndislega helgi Eva mín

Knús til þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 21:12

39 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona er þetta Helga mín smoke genin fylgja sumum og öðrum ekki.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 21:14

40 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður frænka mín það er bara gott hjá þér að leggja fyrir til að ferma pollann þinn, ekki veitir af að reyna að bera ábyrgð.

Við könnumst við þetta allt og það sem ég skyldi aldrei hvað var fólk að sýnast, þú ert bara flott skjóðan mín
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 21:17

41 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín það hefur ríkt mikil gleði í litla nýlenduhúsinu og þið bæði mörg og samhent.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 21:19

42 Smámynd: Tiger

 Usss jamm .. ég man eftir því þegar ég var ungur - það var bara einhvern veginn þannig að allir voru úti að leika eftir skóla og langt fram í myrkur og svo inn að borða og sofa - allir rjóðir í kinnum og glaðir. Kannski jú talsverð fátækt, enda móðir mín ein með sex börn án allrar aðstoðar yfir höfuð - en við samt alltaf glöð og hamingjusöm einhvern veginn!

Já Milla mín, það er af sem áður var .. en verður maður bara ekki að vona það besta? Jújú ... held það nú bara.

Knús án kúunar beint í þitt fang mín glæsilega ..

Tiger, 23.10.2008 kl. 21:57

43 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú auðvitað gerum við okkar besta ég var nú að segja þetta með kúgunina að því að hinn mikli Geir sagði þetta í Kastljósi í gærkveldi
Fannst það svolítið skondið hann og hans fólk er búið að kúga okkur í mörg ár.
En ég er samt ætíð bara góð
Knúsí knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 22:17

44 Smámynd: Marta smarta

Ég bara elska þessar upprifjanir frá fermingunni.  Var eiginlega búin að gleyma að ég hefði fermst yfirleitt.   Knús knús.

Marta smarta, 23.10.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband