Til hvers er þetta blogg?

Er ég byrjaði að blogga þá var það mér til skemmtunar og er enn.
Mér finnst alveg frábært að eiga góða bloggvini gantast og segja
sína skoðun á málefnum líðandi stundar, ekki skemmir nú fyrir ef
líflegar umræður fara í gang svo framalega sem virðing er borin
fyrir hvort öðru.

Það gerist ætíð að inn koma komment frá þeim sem hafa skoðanir
alveg út í hróa, að annarra mati, en er það okkar að dæma þær
skoðanir, nei það er okkar að virða þær og þeirra að virða okkar,
en sumir vilja bara alsekki virða aðra yfirhöfuð og þá getur
maður svo auðveldlega lokað á það fólk eða bara hunsað þar til
það gefst upp.

Bloggið er einnig góður vettvangur fyrir allskonar
góðgerðarstarfssemi.
Við getum nefnt allar þær safnanir sem verið hafa í gangi fyrir þá
sem eiga virkilega erfitt vegna veikinda og slysa þá fer nefnilega
fjárhagurinn úr böndunum.
það hafa verið kertasíður fyrirbænasíður og ég gæti lengi talið.
Bara að minnast á þetta því við erum svo fljót að gleyma.

Ég gæti lengi talið allt það sem framkvæmt hefur verið á blogginu,
það er alltsaman afar gott.
Samt langar mig til að minna fólk á að ef eitthvað kemur fyrir þinn
næsta vin þá stendur maður eigi til hliðar stikkfrí.
maður styður þann sem á í erfiðleikum og þeir eru margir, bara
svona rétt við hliðina á þér.
Það eru sem betur fer margir sem gera það, en fleiri eru það sem
vilja ekki blanda sér í málin. Við hvað er fólk hrætt?

Þetta er eins og með nokkra mánaða barnið sem grét úti í vagni í
marga klukkutíma og engin skipti sér af því.
Mörgum mánuðum seinna er móðurinni var hjálpað þá komu konurnar
í kring og sögðu: "Við vorum nú að hugsa um að láta vita"
Hægan sagði ég: " Hvað hefðuð þið gert ef barnið hefði dáið, það var
nefnilega vetur úti." Það var fátt um svör.

Það er eins með litlu stúlkuna sem er afar ung í dag, hún lítur út eins og
niðurbrotið barn, ein kona sagði ég verð að láta vita af þessari snót.
En maðurinn hennar þvertók fyrir það,
þau færu nú ekki að bendla sér í svona mál.
Ég sagði: "Hvernig heldur þú að þér verði við eftir nokkur ár er þú heyrir
að þessi stúlka hefur fyrirfarið sér?" Fátt um svör.

Það sama gildir um eineltið og það er eigi bara í gildi um börn,
ekki síður um fullorðið fólk sem er á ystu nöf vegna eineltis.

Vonandi að fólk hugsi vel um þetta, það eru að koma jól og eigi gott
ef fólki lýður illa.
                                        Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ekki veitir af að minna okkur á, takk fyrir það Milla mín. Eigðu svo góðan sunnudag.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 26.10.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Dúna mín.
knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, mikið rétt

Kristín Gunnarsdóttir, 26.10.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Stína mín.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bloggsamfélagið er örugglega spegilmynd þjóðarinnar og það er gefandi að fylgjast með...svona yfirleitt.

Góðan daginn ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 10:59

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já Milla ég byrjaði líka á að fikra mig á blogginu svona til skemmtunar og hef ég eignast marga góða vini hér  og skemmtilega..... og hef meira að segja komist í tengsl við annað fólk sem er ekki endilega á blogginu og það er frábært .......... En auðvitað eigum við alltaf að líta okkur nær, hlú að okkur og náungakærleiknum.. Fá að hafa skoðanir og virða skoðanir annara þó að við séum ekki með þær skoðanir , á meðan fólk heldur sig innan siðgæðis marka . Knús kveðjur á þig.

Erna Friðriksdóttir, 26.10.2008 kl. 11:15

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigrún mín svona yfirleitt.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 11:31

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Erna mín og takk fyrir þitt innlegg.
Er veðrið hjá ykkur ekki bara slæmt?
hef nú ekki heyrt í bróðir mínum sem býr við Vesturhópsvatnið, það vill nú oft sleppa nokkuð vel þar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 11:35

9 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl, alveg sammála þér að bloggið er líklega spegill samfélagsins, en auðvitað eiga allir að virða skoðanir annarra og sýna kurteisi.

Hafðu það gott í dag, kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:04

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bloggið er sannarlega spegilmynd samfélagsins og vettvangur ólíkra skoðana.  Hér eins og annars staðar geta leynst skemmd epli. En langflestir virða skoðanir annara og sýna kurteisi.

Kveðja til Husavíkur

Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 12:25

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt það gera langflestir.
Er eigi bara að meina á blogginu heldur bara í næsta nágrenni.
Látum gott af okkur leiða.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: Daggardropinn

þakka þér falleg orð og kærleik Milla, það er styrkur í að vita að góðhjörtuðu fólki þarna úti, guð gefi þér og þínum góðan dag.

Daggardropinn, 26.10.2008 kl. 12:44

13 Smámynd: Tiger

 Fallegur og stórhjarta pistill hjá þér Millan mín! Sannarlega umhugsunarvert fyrir fólk að reyna hvað sem er til að hlúa að þeim sem sannarlega eiga erfitt í kringum okkur! Verð einhvern veginn alltaf svo reiður þegar ég verð var við einelti í einhverri mynd, hvort sem það er hjá fullorðnum eða börnum - og skipti mér alltaf af ef mér sýnist ég geta gert eitthvað!

Það er sannarlega undarlegt og skelfilegt - eins og þú talar um - þegar fólk snýr sér undan og gerir ekkert þegar það verður vart við eitthvað misjaft. Það þarf stundum ekki nema bara lítið knús, lítið bros eða örlítið orð - til að lyfta upp og bjarga degi þeirra sem búa við erfiði og sorg!

Ég vil endilega hvetja fólk - eins og þú gerir alltaf Milla mín - til að sýna hvert öðru virðingu - hér á blogginu - sín á milli - í lífinu almennt eða hvernig sem er! Það kostar okkur ekkert annað en að hreyfa aðeins við nokkrum taugaendum í andliti að brosa - en skilar til baka himin háum verðlaunum.

Sá sem sýnir öðrum virðingu, tillitsemi og kærleik - sýnir virðingarverðan eigin þroska og gæsku!

Millan mín, ljúfur pistill sem ég vona að sem flestir lesi og spái aðeins í - knús og kreist á þig skottið mitt!

Tiger, 26.10.2008 kl. 13:37

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir hér hjá Tiger þetta ættu sem fleistir ef ekki allir að lesa og íhuga smá stund.  Takk fyrir þennan góða pistil vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 26.10.2008 kl. 13:56

15 Smámynd: Líney

svo satt svo satt, megir þú eiga góðan dag

Líney, 26.10.2008 kl. 14:15

16 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég vil fá að hafa mína skoðun í friðiÉg vil líka fá að fikta í minni tölvu án þess að allt verði vitlaust Ég er ekki fullkomin og á langt í land með það ég get ennþá lærtÉg vil ekki vera fullkomin En það versta er að maður er að gera eitthvað af sér en vita ekki hvaðAllt í einu er einhver orðin brjálaður út í mann En ég er rugludalldós og vil fá að vera það í friði Kveðja og

Knús rugludalldósin mín á Húsavík  Rugludósin í fjöleignarblokkinni í Vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 14:17

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Satt og rétt elsku Milla og þannig munum við hafa það áfram, þú, ég og fleiri sem aðeins viljum öðrum það besta og viljum líka virðingu þeirra sem koma inn á síður okkar og annarra.  Kær kveðja "heim" vona að veðrið sé þokkalegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 15:29

18 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.10.2008 kl. 15:46

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bloggið er alveg stórmerkilegt fyrirbæri. Mér var sagt um daginn að ég vitnaði oftar í fólk á blogginu en fólk í raunheimum.

Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:48

20 identicon

Bloggið er frábær vettvangur til að skiptast á skoðunum. En við þekkjum báðar að falli sumum ekki skoðun manns er voðin vís. Ekki síst hjá því fólki sem segist elska málfrelsi og lýðræðið. Segist ekkert aumt mega sjá en þolir illa skoðanir annarra.Segi eins og Sigrún bloggið er auðvitað þverskurður samfélagsins.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:56

21 Smámynd: Erna

Frábær færsla hjá þér Milla mín og ég tek heilshugar undir kommentið hans Tiger. Svo sannarlega eigum við að rétta hjálparhönd þegar þörf er á og vera umhugað um samferðafólk okkar. Þó að okkur finnist við oft vanmáttug þá getum við alltaf átt falleg orð hlýjan faðm, kærleik og bænir handa þeim sem þess þarfnast. Og það kostar ekki neitt. Það hef ég sjálf fengið frá elskulegum bloggvinum á erfiðum tímum og fyrir það er ég þakklát. Milla mín ég vona að hún Dóra mín komist í karrýveisluna sína í Kærleikskot og að þið eigið notalegt kvöld saman. Þú ert frábær

Erna, 26.10.2008 kl. 17:25

22 Smámynd: Heidi Strand

Flottur pistill hjá þér Milla mín.

Bloggið er góður vettvangur til skoðanaskiptanna og til að tjá hugleiðingar sínar. Líka er gott að koma skilaboðum á framfæri.
Mér finnst gott að hafa bloggið á þessum erfiðum tímum til þess að finna samkennd og svo er þetta góður stuðningur innbyrðis.
Ef það kemur skítur inn til mín hreinsar ég það bara út og læsir.
Verst er hvað bloggið tekur mikinn tíma frá manni eða konu.

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 18:56

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlit Daggardropi.
knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:09

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert að vanda svo réttorður Tiger míó míó, og tek ég undir hvert orð sem þú segir enda er þetta mín skoðun einnig.

Knús Milla

Knús og ljós til ykkar Ía mín og góða Líney. Milla.

Óla mín kæra rugludalladós þú mátt bara vera það sem þú vilt.
Knús Ruglan á Húsavík.

Það er rétt Ásdís mín,það er nú leyðindaveður ennþá, en ef það yrði nú aldrei verra en þetta þá væri það nú í lagi, við þekkjum það.
Knús Milla.

Linda mín knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:17

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mitt fólk er farið að segja, lastu þetta á blogginu mamma?
knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:19

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

tek sko undir með þér þarna Langbrókin mín við þekkjum þetta báðar, en munum aldrei framar láta það á okkur fá.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:20

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín elskuleg, Gísli minn fór að né í Dóru um 2 leitið kom aftur um 4 leitið
það gekk nú allt vel nema niður að laugum festi hann sig, svo við áttum saman góða kvöldstund.
Knús og takk að eilífu fyrir að eiga þig að Elsku Erna mín
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:23

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín það er gott að hafa bloggið þó það taki tíma, mér finnst ég nú ekki geta sinnt því sem skildi. Verður bara að hafa það.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:25

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín við þekkjum það dæmi sem þú kemur með og þetta er að mínu mati mannvonska.
við erum að sjálfsögðu afar sammála og þess vegna samþykki ég allt sem þú ritar í kommenti til mín.
þessu verður að linna, það þarf að láta vita af svona fólki.
Hvers eiga blessuð börnin að gjalda?

Kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:31

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mig langar til að þakka ykkur öllum sem inn hér hafa komið með ykkar frábæru komment. Flest ykkar vita alveg hvað ég er að tala um og var það einnig meiningin.
Sendi ykkur öllum ljós og orku.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband