Fyrir svefninn.

Jæja þá er karrýveislan afstaðin, gott að fá svona stórveislur
kannski 2 á ári, ekki oftar. Mér er illt í maganum þó lítið hafi borðað.

Gísli minn fór að sækja Dóru um 2 leitið, en eigi komu þau aftur fyrr
en um 4 leitið, hann festi sig í niðurkeyrslunni að Laugum.

Milla og Ingimar komu með ljósálfinn og litla ljósið um sex og við
borðuðum saman og að vanda var það skemmtilegt, fengum okkur
gott kaffi með súkkulaði á eftir, eða sko þau ekki ég.

Er ég viktaði mig um síðustu helgi kom í ljós að ég hafði þyngst um
3 kg fyrir sunnan, en vissi að það gat ekki staðist, enda kom í ljós
í dag að það voru strax farin 2 kg. ég á það nefnilega til að safna
vatni í líkamann er ég verð þreytt.
þetta verður allt farið næst þegar vigtun fer fram.

Þær eru hérna mæðgur frá Laugum enda byrjar skólinn ekki fyrr
en á miðvikudaginn.

Ég vill bara þakka guði fyrir alla englana mína þeir eru yndislegir.
verður ekki meira í kvöld er orðin þreytt elskurnar mínar.

                                Góða nótt
HeartSleepingHeart
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 26.10.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín og njóttu samverustunda með Laugafólki

Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt kæra Milla mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Erna

Milla mín mér er líka illt í maganum en það er út af ofáti  Ætla að fara að koma mér í rúmið. Góða nótt til ykkar allra

Erna, 26.10.2008 kl. 22:07

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:08

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Góða nótt og hafið það gott.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 26.10.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín. Maður verður alltaf öðru hverju að þakka fyrir englana sína, ekki dugir að gleyma því.

Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  







Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt.

http://www.infobarrel.com/11_Crazy_Pumpking_Carvings

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt rugludósin mínRugludósin í fjöleignarblokkinni í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn Milla mín.Ég naut einnig med mínu fólki í gær eins og tú.

Hvad er betra en ad fá tækjifæri til tess.

Fadmlag til tín

Gudrún Hauksdótttir, 27.10.2008 kl. 08:23

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn mín kæra. 

Ía Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 08:34

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar, þið eruð eins og regnboginn fagri í dag.
Hjá mér eru engir mánudagar eins og sumir tala um heldur bara allir dagar góðir, auðvitað koma hnökrar, en maður bara leysir úr þeim.

Satt er það að ekkert er betra en fjölskylda manns, þó það komi einnig hnökrar í sambönd þeirra.

Já Silla mín þær eru vel af guði gerðar þessar stelpur hennar Dóru,
hér eru þær búnar að vera síðan á fimmtudag, vera í tölvunni, hekla utan um nýu fínu i-pot-in sin og eða lesa bækur upp á allt upp í 1200 síður, og svo njótum við þess að tala saman og auðvitað koma títlurnar einnig.

Erna mín hva ekki varstu í mat hjá mér, hér átu nefnilega allir yfir sig.

Helga mín maður þakkar aldrei nóg fyrir það góða sem maður á.

Sendi ykkur öllum góðar kveðjur í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 08:55

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín hvað á ég að lesa þarna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 09:03

15 Smámynd: Heidi Strand

Skemmtilegar graskersmyndir.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband