Hugleiðingar mínar yfir svo margt.

 Góðan daginn allir landsmenn.
Mikið var ég glöð er ég leit það augum að eigi mætti blogga
um þann sorglega atburð sem gerðist í smáíbúðarhverfinu í
gær.
Sendi ég ljós og bænir til alls þessa fólks og sérstaklega mun
ég biðja fyrir ungmennum þeim sem í þessu lentu.


Það er oft búið að taka á í sálartetri hennar Rögnu móður hennar
Ellu Dísar sem er búin að vera ofarlega í hugum okkar allra sem
látum svona mál okkur varða.
Það keyrir nú bara hreint um þverbak.
fyrir  löngu síðan fór Ragna í Glitni og keypti dollara fyrir rúmar
5 miljónir sem urðu 51/2 miljón vegna slæmrar stöðu gengis.
Þetta var lokagreiðsla hennar til spítalans í Bandaríkjunum.

Þó nokkru seinna er hringt og hún rukkuð um greiðsluna,
svo hún fer í Glitni og þá hafði þessi greiðsla sem þeir tóku að
sér að senda út ekki farið, þeir endurgreiddu Rögnu 51/2 miljón
en í dag kosta þessir dollarar 6 miljónir.
þeir hafa af henni hálfa miljón vegna sinnar eigin vanrækslu.
Ansi er ég nú hrædd um að það heyrist hljóð úr horni margra
ef þeir eigi lagfæra þetta.

              Frelsið.


Mitt ljóð er ekki um vorið né haustið
hinn ljóðræna tíma og saknaðar,
mitt ljóð er ekki um konur ungar og fagrar
og albúnar til ásta,
mitt ljóð er ekki um hesta horaða eða feita
og fegurri en málverk eftir Kjarval

mitt ljóð er um frelsið í landi mínu
ekki frelsi meðal framandi þjóða
í Víetnam eða Bandaríkjunum
í Rússlandi eða Kína
heldur frelsi vina minna

Þeirra sem þora að tala
þeirra sem trúa á hamingjuna
þeirra sem vinna við þorskinn
þeirra sem spenna greipar í bæn
þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna.

Fyrir þennan söfnuð, yrki ég ljóð
þegar fræðimenn hrópa háðsyrði
Háskólinn hótar hengingu
ellegar pólitíkusar fyrirskipa þögn.

Þá sest ég niður og skrifa
orð hlaðin eimyrju og sjá:

Hvers virði væri lífið ef slík barátta væri ekki til?
Hvar voru stundir hamingju og trega?
Þeir kalla okkur utangarðsmenn
þeir áreita vini mína og ofsækja
en hvenær glymur þeirra klukka?
Segir ekki í fornri bók: þeir síðustu skulu verða fyrstir
og þeir fyrstu síðastir?
Við utangarðsmenn verðum kannski einhvern tíman þyrstir.
Á hverju skyldu þá hræsnararnir þá nærast?
Hvar skyldu mannorðsþjófarnir þá bera niður?

Hilmar Jónsson.

                                       Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góðan daginn Milla mín. Þetta er svakalegt dæmi sem hún lenti í hún Ragna og algjörlega siðlaust af bankanum. Ég vona að hún fái leiðréttingu á þessu en það held ég að sé veik von. Enn og aftur kemur þú með flott ljóð sem gaman er að lesa og vekur mann til umhugsunar, takk Milla

Erna, 28.10.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já Milla mín tad eru mörg ósanngjörn dæmin sem madur er ad heyra um...Fólk í minni fjölsk. hefur misst mikid  svo tetta er ekki langt undan.Madur verdur samt ad hugsa framá veginn tetta eru bara peningar en ekki heilsan.Ég ætla nú ekki ad segja bara tetta redast tví spurningin er ..reddast tetta?

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já Milla mín, það er farið ílla með fólk á margan hátt og þeir kunna ekki einu sinni að skammast sín.

Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 28.10.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú hugsar maður bara um að draga saman seglin og nýta allt vel sem maður á og til fellur, hvort sem það er fyrir okkur eða aðra í kringum okkur hjón.  Kær kveðja elsku Milla 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 13:39

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Þetta er virkileg gott hjá þér rugla mín á húsavik Rugludósin í fjoleignarblokkinni í vesturbænum Kærleikskveðja

Ólöf Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 13:52

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:08

9 identicon

Já það eru mörg mistökin sem koma upp þessa dagana Milla mín.

Njóttu þess að eiga yndislegt kvöld.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:21

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi stelpur mínar það er bara svo sárt að heyra um svona nokkuð.
Hún Ragga er búin að berjast fyrir barninu sínu, og vona ég bara að þeir leiðrétti þetta hjá Glitni.

Knús til ykkar Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2008 kl. 19:02

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ömurlegt að bankinn skuli voga sér að koma svona fram. Hvað skyldi ríkið hafa borgað vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar í New York?

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:08

12 Smámynd: Anna Guðný

Já þetta er sorglegt að heyra. Maður er að heyra alltof margar sögur af týndum peningum þessa dagana.

Helga. Ég og þú fengjum sömu þjónustu og Ingbjörg Sólrún , ef við færum eftir ráðleggingum lækna hér á landi . Sem mér skilst að Ragna hafi ekki gert, heldur farið sína leið í leit að lækningu. Hvort það sé svo rétt eða röng ákvörðun hjá henni dettur mér ekki í hug að dæma um.Þekki málið bara ekki nógu vel til þess. En þetta er allavega ekki hægt að bera saman.

Hafðu það gott Milla mín.

Anna Guðný , 28.10.2008 kl. 19:39

13 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er eins og ég var að hugsa Anna Guðný.
Bestu kveðjur til þín Milla.

Heidi Strand, 28.10.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband