Betra er seint en aldrei.
7.11.2008 | 07:35
Heyrt í sveitinni, ritar Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður
pistil um að hann öðru hvoru heyri um náttúrulegar lækningar
á mönnum og dýrum.
Hann minnist á að hvort sem er um inntöku ýmissa Elixíra þ.e.
samsuða ýmissa efna og jurtaseyða af öllum gerðum, eða þá
breyttum samsetningum á matarræði.
Í öðru lagi eru náttúrulækningar sem byggjast aðallega á breyttum
lífstíl, hreyfingu og ástundun heilbyggðs lífernis yfirleitt.
Hann minnist á hvað frakkarnir hafa ofurtrú á að Rauðvínið sporni
við því að þeir detti niður dauðir, einn góðan veðurdag.
Talar um að hann nýti sér þessa speki er hann kemur kannski of
ört heim með rauðvín að konunnar mat.
Þetta er nú að sjálfsögðu gletta hjá manninum. Eða er það ekki?
Hann talar einnig um að sumir bændur hafi prófað hinar ýmsu aðferðir
við hinum mörgu kvillum sem hrjá kúastofninn, með misjöfnum árangri,
og á stundum engum. Sumir gefa skít í slíkar kúnstir og kalla bara til
dýralækni.
Já mín skoðun er sú , eftir að vera búin að lesa læknisdóma alþýðunnar
síðan 1970, að ef þú ætlar að nýta þér þessar umræddu lækningar
þá getur það tekið tíma og þolinmæði, en oftast kemur bati fljótlega í ljós.
þeir sem ekki hafa tíma, reka sitt bú bara á hraðanum bjalla bara í dýra
og fína dýralæknirinn.
Ég tel nú á þessum síðustu og bara yndislegustu tímum að bændur
ættu að taka þetta í sínar hendur.
Kaupið bara Læknisdóma Alþýðunnar, sem ég veit nú ekki hvort að er
til lengur, en kannski er hægt að nálgast þessar upplýsingar
t.d. hjá bændasamtökunum, eða hvað?
Ráðin sem í þessari bók standa, duga, og kosta eiginlega ekki neitt
nema þolinmæði.
Þessi merka bók sem Kristján rakst á, var gefin út 1962 af
D.C. Jarvis M.D. eftir að hafa numið til læknis fluttist hann til Barre
og stundaði þar sína sérgrein háls,nef, eyrna og augna-lækningar.
Þar fékk hann áhuga á því að nema sér kenningar Alþýðulækninga
sem urðu til þess að hann gaf út þessa bók til að miðla því sem hann
var búin að afla sér í áranna rás,
hann vildi síður að það færi með honum
Hann talar um að Húnvetningar hafi verið fikta með eplaedik við
júgurbólgu og væri nú fróðlegt að heyra af reynslu þeirra.
Já það væri gaman og annarra á landinu sem hafa notað þessar
Náttúrulækningar og fleiri sem í þessari fróðu bók stendur.
verð nú að segja að mér finnst það frekar neikvætt að tala um að
þeir hafi verið að fikta við, annað hvort er maður í þessu eða ekki.
Í kreppunni ætlar hann svo sannarlega að velja Rauðvínið, en eitt
skal ég segja ykkur að eplaedikið er bara miklu heilsusamlegra en
rauðvín.
Allir ættu að eiga þessa bók, það er að segja ef fólk hefur áhuga á
að bæta heilsu sína og dýranna sinna.
Svo hvet ég alla til að lesa Bændablaðið, það er bæði skemmtilegt og
fróðlegt.
Mælt af munni fram. Tekið úr bændablaðinu.
Bjarni Jónsson á Akureyri orti þessa vísu á krepputíma.
Hugarvíl og harmur dvín
er horfi ég á frúnna
hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna.
Bjarni mun einnig hafa ort þessa vísu.
Gleðinnar dyr
Gleðinnar ég geng um dyr
Guð veit hvar ég lendi
En ég hef verið fullur fyrr
og farist það vel úr hendi.
Eigið svo góðan dag í dag
Milla.
Athugasemdir
Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 08:44
Innlitskvitt til tín ljúfust.
fadmlag frá Jyderup
Burt med spillingarlidid!!!!
Gudrún Hauksdótttir, 7.11.2008 kl. 08:46
Góðan daginn Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 7.11.2008 kl. 09:10
Knús
Líney, 7.11.2008 kl. 09:42
Æ,æi! stelpur mínar þetta sem ég er að tala um er einnig notað við menn. tvær tsk. eplaedik út í glas af vatni, þrisvar á dag kemur öllu í lag.
Knús í knús
Milla trilla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2008 kl. 09:51
Knús inn í helgina Milla mín og hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 7.11.2008 kl. 11:33
Góða helgi
Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 13:15
Fær Gísli epplaedik með kvöldkaffinu Núna veit ég hvers vegna þú ferð alltaf svona snemma í rúmið á kvöldin Milla mín
Erna, 7.11.2008 kl. 14:54
Seinn í þér fattarinn Erna mín? gætir nú prófað þetta á Bjössa.
Góða helgi Hólmdís mín
Brynja mín eigðu góða skemmtun í bústaðnum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.