Sunnudagur að morgni dags.

Ja hérna! Ef morgun skildi kalla, klukkan er að verða tíu,
undur og stórmerki gerast enn.
Haldið ekki að ég hafi sofið til níu, fór reyndar seint að sofa,
en það er nú engin afsökun fyrir þessari leti.
Þau voru hjá okkur í gær Milla mín og Ingimar með ljósin mín,
englarnir voru hér og eru búnar að vera alla helgina, maður veit
nú ekki mikið af þeim frekar en vant er nema ef við dettum inn í
umræður um einhver mál.

Í gær voru þær að kenna ömmu hægfara, ( sko að þeirra mati) á
Diggital myndavélina sem þær gáfu mér, en þær keyptu sér nýja í
Ameríkunni. Ég á sko rosa flotta og dýra myndavél með linsum og alles
en sko með filmu það er eigi nógu gott er maður er með tölvu og langar til
að setja  inn myndir.

Núna eru þær steinsofandi þessar elskur, Gísli minn farinn í göngutúr
í hellirigningu, en reyndar logni svo hann mun bara koma blautur heim
ekki veðurbarinn.
Ég er að hugsa um að fá mér bara sjæningu, þið vitið þetta hefðbundna
sem  maður gerir á  hverjum morgni.

En vitið þið að í hvert skipti sem ég opna blað sem hefur að geyma
mataruppskriftir þá er einhver vín ráðgjafi að ráðleggja vín sem passar
vel með þessari uppskrift, og er vínið nafngreint, er það ekki auglýsing?

Nei mér datt þetta bara svona í hug vegna dóms sem var að falla á
fyrrum ritstjóra DV vegna auglýsingar sem birtist í DV um Amarulla liqor
þeir fengu upphaflega 400.000 króna sekt, en Hæstiréttur hækkaði sektina
í 800.000. Jón Steinar vildi hinsvegar sýkna þá og láta kostnað falla á
ríkissjóð.
Nú les ég aldrei DV en mér fannst þetta skondið þar sem ég las þetta í
frétta blaðinu með tilliti til þess sem maður les í öllum blöðum sem snerta mat
Hafa þau einhvern sérsamning við lögin.
JA bara eins og svo margur annar virðist hafa.
Það er svo margt sem ég skil eigi í þessu þjóðfélagi.

Eigið góðan dag í dag.
MillaHeart                                                                                                                                                                                         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.11.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódan daginn Milla mín.Ég var líka med Alexöndru Lìf hérna hjá mér um helgina ..Hún veitir mér svo mikkla gledi tessi hnáta.Ég er líka ad skreyta glugga hjá mér med jólapunti...Já ég segji alveg satt sko.

Setti meyra segja jólaplötu á fóninn í gær.

Kvedja til tín hédan úr rigningunni og rokinu.

Gudrún Hauksdótttir, 9.11.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur verið fjör hjá þér Silla mín, já þau hertaka alveg tölvuna ef þau eru hér, en englarnir mínir eru enn þá sofandi svo ég hef næði hér á meðan, en málið er að skólinn tekur eigi inn eða lokar fyrir aðgengi að mörgum síðum svo þær eru alsælar að komast í mína tölvu.
Svo skiptast þær á önnur í tölvunni hin að læra eða lesa.

Knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Huld mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 12:26

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur verið gaman hjá ykkur, býr hún Alexandra Líf þarna úti?
þetta er yndislegt nafn.
Já veistu ég hlakka bara svo til að byrja að skreyta mun gera það mjög fljótt, það lífgar upp á tilveruna.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 12:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

ÆI var hann hjá ykkur Vallý mín, þau búa líka svo stutt frá.
Hvað segir þú handsnyrtingu flottheitin á þér.
Knús til þín
Milla ruglan á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 12:31

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 15:43

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þær sváfu til klukkan þrjú Dóra mín, enda fá þær bara allt sem þær vilja hjá ömmu sinni.

Knús til þín Hólmdís mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 17:04

9 Smámynd: Vilborg Auðuns

Kærleiksknús

Vilborg Auðuns, 9.11.2008 kl. 17:28

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Á þig til baka flotta kona.
Ljós og kærleik

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.