Fyrir svefninn

Fyrir nokkrum árum, þegar deilurnar um líkbrennslu stóðu
sem hæst, sátu nokkrir menn saman og ræddu það,
hvort væri nú huggulegra að vera jarðsettur eða brenndur.
Loks sagði einn þeirra: " Mér finnst það nú ákaflega
tilhugsun að láta brenna sig, og svo gæti maður haft
öskuna á náttborðinu hjá sér."

                        **************

Ólafur þ. Jónsson, sem margir þekkja undir nafninu Óli kommi,
spurði kunningja sinn eitt sinn hvort hann vissi hvað væri
sameiginlegt með sér og Alþýðubandalaginu.
Kunninginn gat að sjálfsögðu ekki svarað, enda vandséð.
Rétta svarið var:
" Við erum bæði hætt að skipta okkur af pólitík."

                      ****************

                      "Kriminel" er kynvilla,
                      Konur að serða áhætta,
                      en að gilja greip sína
                      geysimikil fúlmennska.

                                     Andrés Björnsson, eldri.

                     Gamall húsgangur.

             Hans var jafnan höndin treg
             að hjálpa smælingjonum.
             Gekk þó aldrei glæpaveg,
             en götuna meðfram honum.

                                          Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Nokkuð gott.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 15.11.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir og sofðu rótt

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Líney

Góða nótt

Líney, 15.11.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Knús og kossar, við sjáumst vonandi bráðum. Þú ert æðisleg.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Erna

Góða nótt ljúfust og takk fyrir kvöldpistil. Vonast til að sjá þig um næstu helgi

Erna, 15.11.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt madam Milla . Mætum á hitting Suðurnesja gellurnar þegar hættir að snjóa Knús á þig og þína ,Óla

Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:31

8 Smámynd: Tiger

 Ljúfasta Millan mín. Þetta var skemmtilegur lestur fyrir svefninn. Aldrei kemur maður að tómum kofanum þínum skottan mín! Þakka kærlega fyrir það ...

Knús á þig mín ljúasta og hafðu yndislega nótt og ljúfan Sunnudaginn!

Tiger, 16.11.2008 kl. 01:45

9 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 16.11.2008 kl. 08:02

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn Milla mín.Hressandi lestur med morgunkaffinu.

Kærleikskvedja til tín.

Burt med spillingaröflin.

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 08:28

11 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Góðan dag Milla mín, þetta var góð lesning með morgunkaffinu.

Knús til þín frá Gleymmerei og Emmu.

Burt með Spillingaröflin.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 16.11.2008 kl. 09:51

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskurnar mínar og takk fyrir kær innlit.
Já það ætla ég bara að vona að sem flestir komi á hitting á Akureyri um næstu helgi og það vita allir sem eru á svæðinu að þeir eru meir en velkomnir, hittingurinn er ekki fyrir fáa útvalda enda auglýstur út um allt.

Auðvitað verðum við að hafa hitting er vorar og hættir að snjóa,
ruglurnar mínar þarna fyrir sunnan.

Sendi ykkur gleði og kærleik í daginn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband