Aflétta banni, þvílíkt rug, væri nær!

Umdeildu banni Evrópusambandsins, ESB, gegn bognum gúrkum
og kræklóttum gulrótum hefur verið aflétt.
Haft er eftir talsmanni ESB á fréttavef Aftenposten, að reglurnar
um stærð og lögun 26 mismunandi ávaxta- og grænmetistegunda
séu ekki lengur í gildi.

Var mér nú kunnugt um hinar ýmsu bannir ESB, en þið vitið, maður
geymir svo margt í hólfum í heilabúinu sem svo rifjast upp við slík skrif.

Stór hluti heimsins sveltir og það er verið að setja svona rugl reglur.
þeim væri nær, að setja reglur um hversu gamalt og ógeðslegt
grænmeti og ávextir mega líta út í kæliborðum verslana þá meina
ég að sjálfsögðu hér á landi, því eigi kannast ég við hvernig það er
alla jafna erlendis.
Finnst að það er svona mikið grænmeti til að það er sent í
verslanir hálf skemmt, er þá eigi hægt að gera eitthvað úr því og
gefa til þeirra sem svelta?
Spyr sá sem eigi veit neitt, en væri þetta ekki möguleiki.

Löngum er ég búin að kvarta, við toppana fyrir sunnan um lélegt
grænmeti og ávexti í þeirri verslun sem ég versla í,
en að það batni eitthvað, af og frá.
Vörutegundir koma á staðin, jafnvel ónýtar strax, stundum settar
fram í búð, þeim er sjálfsagt uppálagt að reyna að selja þennan
viðbjóð, en stundum, eigi oft, endursend.

Það er nefnilega þannig að toppunum er alveg sama bara ef
verslunin gefur af sér vissa prósentu í hagnað.
Auðvitað verslar fólk við búðina sem á í hlut, fólk hefur ekkert val,
það er önnur verslun, með sömu eigendum á staðnum.
Þar er meira úrval og yfirleitt betra grænmeti, en hún er svo dýr
að fólk veigrar sér við að fara þar inn.
Og þeir sem eigi komast reglulega til Akureyrar að versla,
verða að sætta sig við að versla í þessum búðum.

Ég bjó á Suðurnesjum frá 1965 og verslaði þá við
Kaupfélag Suðurnesja, og Nonna og Bubba í Sandgerði.
Auðvitað var vöruúrvalið eigi svona mikið eins og í dag, en allir gerðu
eins vel og þeir gátu fyrir kúnnann.
Nú svo reis þessi líka verslunin, sem sagt Samkaup, kaupmennirnir dóu
smá saman út, síðan kom Hagkaup á fitjum og síðan Bónus og fleiri
og fleiri búðir
Samkeppnin er mikil fyrir sunnan og gaman að koma inn í þessar búðir
er suður maður kemur og þá aðallega á Suðurnesjum,
því þar þekkir maður sig.

En þið ættuð að sjá muninn á þeim og hjá okkur, hann er "STÓR"
Og ennþá verri er hann og dýrari á smástöðunum hér í kring, þar
sem er bara ein verslun.
Ég gæti endalaust haldið áfram, en hlakka bara til er BÓNUS kemur
á svæðið þá þarf ég eigi lengur að fara til Akureyrar til að versla.

TEK ÞAÐ STÍFT FRAM AÐ ÞAÐ ER EKKERT ÚT Á STARFSFÓLK
HÉR AÐ SETJA, ÞAÐ ER ALLT MEÐ EINDÆMUM YNDISLEGT.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
.Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég verd nú ad segja tad ,ad sá sem á sökin aá gömlu grænmeti er eigandi verslunarinnar.tad er hann sem pantar vöruna og á ad endursenda ef varan er ekki nógu heil.Tad tarf sjálfsagt sterk bein í nefid ad vera hendlari í sveitinni en hvad er tad sem hann vill bjóda sínum kúnna?Mæli med  ad tid strækid á ad versla grænmeti tar til hann tekur sig saman í andlitinu.

En vonandi fáid tid Bónus á svædid tá er ykkur borgid  med gott grænmeti allavega.

Kærleiksljós til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Bara til gamans, af því þú nefndir ávexti og grænmeti, þá er hér +i verslunum hjá mér, glænýtt grænmeti og ávexir, svo það er yndælt að versla hér grænmeti en ég er alveg sammála þér um það, að grænmeti og ávextir sem eru seldir í verslunum á Íslandi eru oft ónýtir, einnig man ég eftir því, ef ég ætlaði að kaupa jarðaber eða t.d. hindber þá voru þau mygluð í verlsuninni, ekki bjóðandi fólki.

Ástand grænmetis og ávaxta má alveg batna til muna á Íslandi, annað er bara ekki boðlegt.

Annars góða rest af helgi, Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 16.11.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér með grænmetið hér vonandi að þú eigir góðan sunnudag Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.11.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín eigandinn er Samkaup og þeir hafa vörumiðlara á sínum snærum sem ég tel að sendi ruslið út á land, verslunar stjórarnir eru bara peð sem eiga að láta sem minnst heyra í sér, að mínu mati.
Ekki nógu góð frammistaða. Auðvitað versla ég ekki þetta grænmeti, en sumir halda bara að laukurinn eigi bara að vera drulla.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sannleikur þar á ferð hjá þér Gleimmerei mín.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 12:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra þitt álit Auður mín því sumum finnst þetta bara bull í mér,
Held að sumir viti eigi hvernig grænmeti og ávextir eigi að líta út.

Veit að þú hefur áhyggjur af þinni hún er líka í burtu frá ykkur svo lengi,
en kemur hún ekki heim um jólin?

Milla mín og Ingimar eru með ljósin mín þarna úti í Dannmörku þau verða bara 5 daga, en eins og ástandið er þá er manni ekki sama.

Knús

Milla


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 12:07

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Katla mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 12:08

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já eins og ég sagði Lady vallý þá er lítið að þessu fyrir sunnan því þar er samkeppnin, og þeir geta eigi leyft sér það sem þeir gera hér.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já, hef stundum séð lélegt grænmeti á Húsavíkinni, hér er frekar lítið úrval en "oftast" gott það sem er til. Allavega miðað við kröfur sem hægt er að setja í svona litlu plássi eins og Skerið er.

Knús og kveðjur.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 16.11.2008 kl. 12:15

10 Smámynd: Líney

knús

Líney, 16.11.2008 kl. 12:15

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín gott að þeir eru ekki að senda ykkur óþverrann, en skerið er nú stórborg
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 13:29

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Líney mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 13:30

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt og gúrku knús. Ég vil sko bara nýtt grænmeti enda fengum við allt okkar frá Hveravöllum þegar ég bjó heima, pabbi minn er ættaður þaðan, langafi minn Baldvin, byggði Hveravelli og byrjaði þar með ylrækt.  Pabbi borðar aldrei gulrætur nema beint úr moldinni.  Knús í norðurveg

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 13:45

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú það sem bjargar okkur allt árið fáum við tómata og gúrkur frá Hveravöllum, og enn þá erum við að fá paprikur, en gulrætur rækta þeir eigi til sölu lengur.
Knús til þín Ásdís mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 14:10

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú gott að hún kemur heim þó hún þurfi að fljúga vía London.
Hugsa sér þetta fer að verða eins og í gamla daga með flugið,
þegar flogið var bara einu sinni á dag til Ameríku og einhvers staðar í Evrópu og þaðan í innanlandsflugi á milli staða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 14:16

16 Smámynd: Himmalingur

Mikið er ég sammála þér Guðrún! Hér í Þorlákshöfn er ein okurbúlla er heitir Kjarval! Eitt fáráðnlegt dæmi: Það er ódýrara að aka til Hveragerðis og kaupa þar í Bónus þrjá morgunverðarpakka+ mjólk en hér í Kjarval!  Annars er einn stór galli við Bónus: Grænmeti og ávextir eru þar ekki til þess að hrópa húrra fyrir!

Himmalingur, 16.11.2008 kl. 14:20

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það hlýtur að vera ferlegt að hafa bara eina búð. Segir sig sjálft að allt verður miklu dýrara þar sem samkeppni er engin.

Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 15:45

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt og þar sem engin samkeppni er þar er lélegt úrval, og þeir sem geta ekið annað til að versla gera það.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 17:38

19 identicon

Það er nú gott að það eru fleiri en ég sem eru ekki ánægðir með grænmetið og ávextina hér á landi. Ég er nú ekkert lítið búin að nöldra um þetta en ég ætla nú bara að segja þér það Milla mín að verslunarstjórinn sem var í Bónus hjá okkur hætti og hvað heldur þú ekki að við það hafi grænmetið stórlagast. Það er samt ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er mun betra.

Góðan daginn þegar þú vaknar þá verð ég sennilega sofandi.

Knús inn í daginn þinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.