Fyrir svefninn
17.11.2008 | 20:47
Í dag höfum við gamla settið bara verið að dóla okkur, fyrir
utan að ég fór í þjálfun á óeðlilegum tíma hvað mig snertir,
er yfirleitt snemma á morgnanna, en var í dag klukkan eitt.
Við löguðum aðeins til og fórum svona yfir eins og maður segir.
það var bara dandalaveður um miðbik dagsins, en vona að það
verði eigi eins slæmt í nótt eins og þá síðustu.
Um nónbil sagði ég niðri í þjálfun að það væri komið dandala veður,
kona ein spurði hvað það þýddi og hvaðan ég hefði þetta,
ég sagði það þýða gott veður, en vissi eigi hvaðan ég hafði það
hafði bara fylgt mér svo lengi sem ég man.
Tel það annaðhvort vera komið af vestfjörðum eða bara að sunnan.
Það er þetta með rétt hvers og eins.
Þann rétt hver héri hefur
að háma kál í svanginn,
á meðan maginn krefur,
-það má hann litli anginn,
og liggja í leiðslu værri,
sé lágfóta ekki nærri.
Og vilji vondur refur
sér veiða héra í soðið,
þann rétt þá hérinn hefur
- og honum er það boðið -
að hlaupa á harðasprett, til
að hættu hann undan beri,
- en að heita annað en héri
á hérinn engan rétt til.
Gústaf Fröding.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
P.S. ég missi alltaf af þér eftir að ég fór að vinna í ZZ
Huld S. Ringsted, 17.11.2008 kl. 21:04
Kannast ekki við "dandala" veðrið, en góða nótt ljúfa kona
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:11
En mig minnir að orðið "dandala" hafi verið notað um leti. T.d. "vertu ekki að dandala þetta við hlutina, gerðu þetta almennilega".
Finnst ég eitthvað kannast við þetta orðalag.
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:14
Góða nótt mín kæra,ég ætla snemma í ból núna...
Líney, 17.11.2008 kl. 21:59
Takk fyrir þetta og góða nótt, klappaðu Neró frá Emmu.
Knús kveðja Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:56
Flott mynd á bannernum hjá þér, vetrarleg snjókorn.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:06
Ljúfa Millan mín .. segi það sama og sumir hér uppi, kannast við það að dandalast eitthvað í merkingunni rólegheit - svo það passar vel við gott og rólegt veður.
Skemmtileg vísan af rebba og héraskinni..
Takk fyrir mig hér ljúfust og góða nóttina!
Tiger, 18.11.2008 kl. 00:23
Helga skjol, 18.11.2008 kl. 06:15
Góðan daginn kæru vinir.
Tiger míó flott mynd af þér mætti skýra hana betur upp svo maður sæi þig vel, en það kemur seinna, þú ert bara æði.
Dandala: " vertu ekki að dandalast þetta", hef ég einnig lesið og heyri,
eftir að hafa fengið þessa spurningu í gær fletti ég þessu orði upp í Íslenskum orðskýringum, þar segir: "Dandala-færi= gott færi, blátt hjarn,-hempa ermalaus karlmannskápa eða skikkja.-reið= allhörð reið.
-skraf,=glaðvært (hljóð) skraf.- veður= allgott veður.
Svo er aftur á móti að dand(h)alast,-aðist = rápa- rangla- fara einsamall- vera á hælunum á.
Það eru svo mörg orð sem maður hefur tamið sér og telur vera rétt, en hafa snúist í tímana rás, eins og dandala og dandalast.
Gott að þú ælir á síkó Auður mín, vona að hún Dóra mín hætti bráðum.
Ljós og kærleik í daginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 07:32
Gleymi öllum hjörtunum sem þið eigið að fá.
undur og stórmerki, en ég elska ykkur öll.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.