Er ekki nokkuð seint í rassinn gripið?

Steingrímur J. krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, óskaði í dag eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann krefst þess að öll skjöl og gögn sem snúa að lánsumsókn Íslendinga til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og umræðu um samkomulag vegna Icesaeve-reikninga, verði þar lögð fram og gerð opinber.

Hvað heldur Steingrímur að hann og við öll þurfum að bíða lengi
eftir svari þessu?
Það verður eins og ævilega búið að ganga frá öllum þessum málum
og við búin að fá rýtinginn í bakið áður en við vitum af,
sanniði til
.

Þingflokkur VG átelur ríkisstjórnina fyrir að ganga frá samkomulagi um Ice-save reikningana án aðkomu Alþingis og krefst þess að málið verði tekið til lýðræðislegrar afgreiðslu og umræðu fyrir opnum tjöldum.

Hvenær hefur okkur komið við það sem þeir eru að gjöra þessir
Háu herrar?

VG segir ríkisstjórnina hafa hundsað löggjafarþingið og haldið upplýsingum frá almenningi í þessu máli sem öðrum.

það vita það allir í dag, en hvenær hefði verið hægt að grípa inn í?

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur stjórnvöld til að breyta starfsháttum sínum og taka  tafarlaust upp lýðræðislegar leikreglur,  tryggja upplýsingagjöf til almennings og gegnsæi í ákvarðanatöku.

Steingrímur minn áttu annan handa mér?

Skjölin Sem VG vill að gerð verði opinber eru eftirfarandi;
 
1. Öll gögn vegna umsóknar um lán til IMF

2. Samkomulag við Hollendinga sem fjármálaráðherra undirritaði í Washington vegna Ice-save deilunnar

3. Skjöl vegna fundar fjármálaráðherra EES/ESB í Brussel 4. nóvember og skjöl sem tengjast vinnu embættismanna í framhaldinu undir forustu formennskulandsins Frakka

4. Bréf sem fjármálaráðherra ritaði 6. eða 7. nóvember þar sem Ísland sagði sig frá því vinnuferli sem ákveðið var í lok áður nefnds fjármálaráðherrafundar (sjá tölulið 3)

5. Lagaálit, ef einhver eru til, hjá íslenskum stjórnvöldum vegna Ice-save deilunnar

6. Fundargerð, minnisblöð eða nótur frá fundi Björgvins G. Sigurðssonar og fjármálaráðherra Breta Alister Darlings 2. september sl.

7. Öll önnur skjöl sem til eru hjá ráðuneytum og opinberum stofnunum, hvort sem þau eru bundin trúnaði eða ekki, og þessum ofangreindu málum og samskiptum við aðra um þau tengjast.

Sko ef þið fáið þessu framgengt, sem ég vona svo heitt og innilega,
þá erum við á grænni grein.
En sannleikurinn er sá að spillingin hefur og mun aldrei koma upp á
borðið hjá þessum mönnum, þeir hafa allar götur komið sér undan
því að mæla af einhug til fólksins í landinu með því að tala og tala
þar til engin skilur neitt í neinu.

Löngum hef ég á tilfinninguna fengið, er mæla þeir til okkar, þeir
menn sem eru nefndir ráðamenn vorra þjóðar, að þeir séu að ljúga
að okkur og gera það án þess að blikna.

Er ég nokkuð sú eina sem fæ þetta á tilfinninguna?

Áfram með ykkur VG og eigi megið þið gefast upp
.


mbl.is Steingrímur J. krefst upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nei Milla mín, þú ert ekki sú eina

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vissi það Sigrún

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er að hlusta á blaðamannafundinn, veit ekki hvort ég skil þetta allt. Kær kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvaða blaðamannafund, missti ég af einhverju?
Ljós í daginn þinn Ásdís mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Líney

já segi með þér hvaða  blaðamannafund?knús í kotið.

Líney, 17.11.2008 kl. 18:16

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hér er ekki lýðræði, það er ráðherraveldi.

Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 18:56

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já helga langt síðan að lýðveldið gekk undir, við ættum kannski að fara að láta til skara skríða með að endurreisa það.

Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband