Hvar er manngæskan?
18.11.2008 | 07:06
Mehdi Kavyan Pour hælisleitandi frá Íran hefur verið í hungurverkfalli í níu daga til að mótmæla þeirri ákvörðun yfirvalda að senda hann aftur til heimalandsins. Mehdi hefur beðið þess í fjögur ár að niðurstaða fáist í mál hans.
Í fjögur ár! hvað er eiginlega í gangi, er ekki möguleiki á að
afgreiða svona mál á stittri tíma, nú eða bara að senda þetta
vesalings fólk aftur strax.
Hér er þessi maður búin að vera í 4 ár og auðvitað vonar að hann fái
hæli hér á voru fagra landi.
En nei við getum því miður ekki gefið honum/öðrum þá gleði, þó að það
sé kreppa þá eigum við ennþá manngæsku til, er það ekki annars?
Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ segir að þrír hælisleitendur hafi verið í hungurverkfalli, einn þeirra er þó nýlega farinn að borða aftur. Fyrir helgi hættu þeir tveir sem eru áfram að svelta sig að drekka vökva og þurfti í kjölfarið að flytja Medhi á sjúkrahús.
Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi á laugardag og féllst á að ræða við MBL Sjónvarp á Fit í Njarðvík þar sem hann dvelur ásamt öðrum hælisleitendum. Mehdi segist hafa unnið fyrir póst og símamálastofnun í heimalandinu og haft þann starfa að hlera síma. Trúnaðarupplýsingar hafi horfið af skrifstofunni og kjölfarið hafi tveir samstarfsmenn hans látist við dularfullar kringumstæður. Hann hafi flúið land en kona hans og dóttir orðið eftir í Teheran. Hann hefur nú samþykkt að drekka vökva en segist ætla að svelta sig þar til málið verður tekið upp að nýju. Hann vilji frekar deyja í rúminu sínu heldur en í fangelsi í Íran.
Hefur þessi maður gert eitthvað af sér á meðan á þessari dvöl
hefur staðið, eða hvað er í veginum fyrir því að veita honum og
öðrum hæli. Erum við hrædd við þetta fólk, viljum við ekki svona
fólk í landinu, eða hvað er eiginlega að okkur?
Gefum nú okkur sjálfum það í jólagjöf að veita nokkrum sem verið
hafa hér sem lengds, hæli á Íslandi.
Eigið góðan dag í dag
Milla
Vill frekar deyja en snúa aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Milla, og góðan og gæfuríkan daginn.
Ég er hjartanlega sammála þér !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 07:39
Takk fyrir þitt álit.
Ljós í daginn þinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 08:19
Alveg sammála, mér finnst að það eigi að veita þessum manni hæli á Íslandi, ekki spurning.
Ljós í daginn þinn, Milla mín og hafðu það gott.
Kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 18.11.2008 kl. 08:57
Þetta er náttúrulega sorglegt en þetta er verra her, fólk hefur þurft að vera í fangabúðum her í 10 til 12 ár og er gjörsamlega buið á taugum, sem að ég skil vel.
Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 09:41
Hvaða rugl er þetta. Til hvers eigum við að taka á móti Mehdi, Sendið hann bara til Svíþjóðar þar er engum neitað, þessvegna er ástandið þar eins og það er . Ef við hleypum þessum manni inn í landið þá kemur allur Klaninn þ.e.a.s. allt hans skyldulið í báðar ættir og konan og hennar skyldulið líka. Nei, mín skoðun er að hann megi grenna sig eins lengi og hann vill. Við eigum ekkert að vera taka fram fyrir hendurnar á honum, og láta hann taka upp sjúkrarúm sem íslendingar geta haft not fyrir sjálfir. Veljið ykkur einhverja aðra jólagjöf. T.d. gjöf til barnasjúkrahúss Hringsins.
j.a. (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:47
Knús til þín Gleymmerei mín og eitt til Emmu
Þín Milla.
Stína mín það er engin afsökun þó aðrir séu slæmir að við séum það einnig.
Knús ljúfan
Milla
Nafnlausi maður/kona Hringinn höfum við verið að styrkja í all mörg
ár, en þetta yrði gleði gjöf sem við mundum færa þessu fólki.
Mundir þú vilja að það væri komið svona fram við þig og/eða þína
á erlendri grund? Held ekki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 09:54
Sömuleiðis bestust
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 10:30
'Ég bý nú reyndar erlendis og hef bara ekkert um það nema gott að segja. Ég hef aldrei þurft að svelta mig þar. Nokkrar spurningar : Hvað finnst þer að margir ættu þá að koma frá Iran? Hvar viltu setja mörkin ? Hreint sakavottorð? Hafa þeir þá nokkuð til Íslands að gera? Eigum við að taka við fólki sem Írönsk yfirvöld vilja ekki hafa? Hvað heldur þú að Ísland sem land og þjóð þoli marga eftirlýsta glæpamenn?
j.a. (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:38
Telur þú að allir þeir sem flýja undan ógnun í sínu heimalandi séu glæpamenn? Ég tel það ekki vera. nei eigi eigum við að taka á móti öllum og als ekki þeim sem eigi geta sannað hverjir þeir eru, en þá á bara að senda þá strax úr landi ekki að kosta þá hér í mörg ár.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 11:23
sammála þér....ef hann hefur hreint sakavottorð
Eigðu svo góðan dag
Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 11:34
Blessuð Hólmdís mín mun örugglega eiga góðan dag, er að fara niður í setur og hjálpa þeim með föndrið
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 11:39
Þetta svokallaða "flóttafólk" sýnir aldrei hreint sakavottorð, og ef það sýnir passa (þ.e. vegabréf) þá eru þau fölsuð. Er það ekki allt nokkuð sem segir um þetta "vesalings flóttafólk",. Þetta er ekki sú manngerð sem íslenska samfélagið þarf á að halda á síðustu og verstu tímum þegar við þurfum að nota isl. krónuna tvisvar.
j.a. (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:24
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 12:55
Ekki ætla ég að kommenta á þetta.....
En ég var að adda þér sem vini á facebook.com.... eða ég vona að þetta sért þú milla mín..
Kærleiksknús til þín
Vilborg Auðuns, 18.11.2008 kl. 17:04
Knús Ásdís mín
Ég mun taka á móti því Vibba mín, knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2008 kl. 19:19
Næst verður farið að tala um að útlendingar taki frá okkur vinnuna. Vinnuna sem við vorum of snobbuð til að vinna áður en allt fór fjandans til.
Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.