Fyrir svefninn

Já það er þessi dagur, einn en, sem líður hjá eins og
sólargeislinn á stuttum degi vetrar.
Í dag fór ég í vinnuna að vanda var mikið gaman hjá okkur,
allir eru svo afslappaðir og komnir í jólastuð.
Ráðgert var á húsfundi í gær að fara í smákökubakstur, síðan
í laufabrauð.
Farið verður í leikhús á föstudaginn, það er verið að sína
Emil í kattholti ekkert slor það hjá litlu leikfélagi eins og er á
Húsavík, allir vinna sjálfboðavinnu og krakkarnir leggja heilmikið
á sig.
Hjá okkur í Setrinu verður haldið aðventukvöld í byrjun desember
og föndrið verður nú á fullu hjá okkur að vanda.

Og mikið er ég nú fegin að hafa eitthvað annað að hugsa um
heldur en verki, og stjórnmál, ekki að það sé ekki talað um
stjórnmálin í Setrinu, bara á léttari nótum, við gerum bara
eiginlega bara grín að þessu öllu saman.

Allt í einu kemur óveðursský,
og það rignir gasi.
þrumurnar fella trén með ofsalegum látum
eftir nokkurn tíma léttir veðrinu.
Óveðursskýin labba burtu,
sólin kemur og skýin labba inn í himininn.
Fiðrildin byrja að fljúga á nýjan leik,
og fuglarnir syngja sætan söng.

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða nótt Milla mín.

Kristín Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Góða nótt Milla mín og sofðu rótt, fallegt ljóð hjá þér.

Gangi þér vel í föndrinu og bakstrinum.

kærleiksljós frá Gleymmerei og Emmu.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leikfélag Húsavíkur hefur sjaldan ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, mörg eru verkin sem glöddu mig hér á árum áður, tvennt stendur upp úr í minningunni, það er annarsvegar "Þið munið hann Jörund" þá var ég 6 ára og fékk að fara á flest allar æfingarnar því stóra systir var að leika í því, ég kann þetta enn utanað og sé fyrir mér skírar en nokkra kvikmynd svo var það vorið sem Óskar minn dó, þá var það Gullna Hliðið, þegar sungið var "Ég bíð þín undir björkunum í Bláskógahlíð" þá brast litla hjartað mitt og ég grét heitt, á eftir leið mér svo betur.

Góðna nótt elsku Milla og kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 21:34

4 identicon

     mmm... Finn lyktina af smákökunum...Þar sem þú ert svo mikið fyrir fallegar og skemmtilegar vísur þá finnst mér þessar svo fallegar og læt þær flakka hér með. G'oða nótt.

                            Gulli og perlum að safna sér,

sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

                          

Hindin (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kveðjur inn í nóttina Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín, og sofðu eins og steinn.

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kveðjur norður.   Ásdís þú getur ekki hafa verið 6 ára þegar " þið munið hann Jörund var sýnt"  man allt of vel eftir því

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ha er einhver að baka smákökur ,Nú er orðið svo dýrt að baka í þessum verslunum svo maður verður að baka 2 sortir bara heima Og svo er gaman að fara í leikhús á miða í þjóðleikhúsið ætla að nýta mér það Knús á þig Milla mín og góða nótt til ykkar á HúsavíkÓla í vestur

Ólöf Karlsdóttir, 19.11.2008 kl. 00:06

9 Smámynd: Líney

Góða nótt

Líney, 19.11.2008 kl. 00:17

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar. Þið ásamt englunum mínum eruð mínir demantar því það er rétt hjá þér Hindin mín að ekkert kemur í staðin fyrir góða vináttu.

Ásdís mín það er rétt að leikfélögin úti á landi réðust eigi á garðinn þar sem hann er lægstur, og allar götur hafa þetta verið þær leiksýningar sem staðið hafa upp úr, því það er svo mikil gleði sem fylgir svona samvinnu.
Þú hefur grátið elskan mín og er það eigi neitt skrítið, því ennþá setur fólk hljóðan er maður minnist á Óskar þinn.

Hólmdís gaman að komast að þessu, mun fara í spæjaraleik

Í Setrinu er bakað okkur til gamans og að sjálfsögðu til að borða
það kostar nú eigi svo mikið að baka smákökur, en það versta er að maður má ekkert borða af þeim.

Elskurnar mínar eigið góðan dag í dag.
sendi ljós og bjartsýni yfir allt
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband