Til hamingju Herdís Albertsdóttir.
19.11.2008 | 12:33
Strákarnir okkar" í sérstöku uppáhaldi hjá Herdísi
Herdís Albertsdóttir á Ísafirði fagnar í dag 100 ára afmæli. Hún fæddist í húsinu að Sundstræti 33 þar í bæ og bjó þar fyrstu 99 árin og hálfu betur þar til í sumar, að hún flutti á öldrunardeild sjúkrahússins.
Afmælisbarnið er stálhraust og ber sig vel, en heyrir reyndar mjög illa og sjónin er ekki góð. En hún segir að ekkert sé að sér og hún er stálminnug; það er hægt að fletta upp í henni," sagði dótturdóttir Herdísar, Kristjana Sigurðardóttir, við Morgunblaðið í gær.
Strákarnir okkar" í handboltalandsliðinu hafa löngum verið í miklu uppáhaldi hjá Herdísi og árum saman fylgdist hún með hverjum einasta leik sem sýndur var í sjónvarpinu. Hún hefur fylgst grannt með þeim alveg frá því þeir fóru að spila af einhverju viti, eins og hún segir sjálf!" sagði Kristjana í gær. Örvhenta stórskyttan Kristján Arason var í sérstöku uppáhaldi. Hann er drengurinn hennar!"*******************
Fyrverandi nágranni minn á Ísafirði er 100 ára í dag.
Við Gísli bjuggum við hliðina á henni Dísu,
Silfurgatan skildi okkar hús að,
Húsin okkar stóðu bæði á horni Silfurgötu og Sundstrætis.
Hugsið ykkur hvað þessi stórkostlega kona er búin að upplifa og
áorka í sínu langa lífi. Unga fólkið getur örugglega ekki sett sig inn í
þann lýfsferil sem fólk á þessum aldri þurfti að upplifa, en við sem
erum eldri vitum nokk söguna um þann feril.
Hún á góða og henni mikið kæra afkomendur og þykist ég alveg
vita að öll eru þau stödd fyrir vestan í dag.
Má til að segja ykkur frábæra sögu af henni Dísu, einhverju sinni var
brotist inn hjá henni, hún fer ofan og sér þá mann nokkuð ölvaðan.
Hún fer eitthvað að tala við hann og býður honum kaffisopa sem
hann þáði og var orðin sá spakasti er einhver kom sem hún hafði
hringt í, þau skildu mestu mátar, en öldin var nú önnur þá.
Sel þessa ekki dýrari en ég keypti hana.
Til hamingju Dísa mín og öllum ættingjum óska ég til hamingju
með að hafa upplifað þau forréttindi að njóta þessara konu.
Það er eigi sjálfgefið að eiga góða að.
Ljós og kærleik til ykkar allra.
Milla og Gísli Indriða.
Strákarnir okkar í sérstöku uppáhaldi hjá Herdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ólst upp í næsta húsi við Dísu Alberts og þegar ég var barn, þá var hún þegar gamla konan í næsta húsi. Hún er hæglát og greind og var alltaf góð við okkur börnin. Þótt við skröttuðumst í blómagörðum annarra "kerlinga" og stælum radísum og rófum, þá létum við fallega garðinn hennar Dísu alltaf vera. Hún átti virðingu okkar allra og á mína óskipta enn.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2008 kl. 12:42
Fallega mælt hjá þér Jón Steinar, og satt er að allir báru virðingu fyrir henni Dísu og það tel ég stafa af að hún sjálf sýndi öðrum virðingu,
hún talaði við börnin sem jafningja.
Kveðja til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 13:11
jamm þetta er allhár aldur
Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 14:48
Já hár aldur :) ég hef einu sinni farið í 100 ára afmæli, sem reyndar var frábært, sá maður, var mikill vísumaður, snjall og skemmtilegur, mikill húmoristi :) Kv á þig Milla mín Ps hvernig gengur á fecbook ???????? mér gengur akkúrat ekkert, tala enga englisu :(
Erna Friðriksdóttir, 19.11.2008 kl. 15:32
Knúsknús og bestu ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.11.2008 kl. 15:53
Er þetta ekki bara yndislegt! Kveðja inn í kvöldið Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:16
Erna mín þú þarft ekki að tala eða skrifa ensku. ég er til dæmis ekki endilega að því held mér við mína Íslensku vini.
Það sem mér finnst gaman að er að geta haft samband við fólkið mitt erlendis og krakkana sem ég er búin að þekkja síðan þau voru lítil.
og þau eru mikið þarna inni.
Þú bara prófar þig áfram.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 17:27
Hólmdís mín aldurinn er hár, en það eru nú ekki nema 5 ár síðan þessi kona trítlaði út í búð, þó ekki á veturna.
Knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 17:29
Knús til þín Linda mín
Milla
Ía mín þetta er hið besta mál og bara yndislegt að hafa þó þessa heilsu.
Knús í knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 17:31
Flott þessi gamla kona svona ætla ég að verða þegar ég verð gömul Elsku Milla mín takk fyrir elskuleg skilaboð til mín og kærleikskveðjur, ekki veitti mér af smá orku og ljósi. Þú ert yndisleg. Vonin er meiri í dag heldur en í gær. Knús og koss í bili Milla mín
Erna, 19.11.2008 kl. 18:41
Milla mín, kíktu á bloggið mitt
Anna Guðný , 19.11.2008 kl. 20:06
Erna mín guð veri með ykkur, sjáumst á laugardaginn.
Ljós og kærleik frá okkur gamla settinu.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 20:14
Veistu Auður að það voru hreinlega forréttindi að kynnast þessum konum. Vinkonan kom ætíð labbandi með göngugrindina, alveg ofan úr fjalli til að heimsækja Dísu vinu sína sem bjó alveg hinum megin í bænum.
bara yndislegt, nú eru þær saman á öldrunardeildinni.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.