Fórum á Eyrina í gær.
23.11.2008 | 11:29
Lögðum af stað í bítið í gærmorgun, fram í Lauga að sækja
englana mína þar, síðan brunað í hálkunni á Eyrina sem tók
á móti okkur að vanda með hlýleika.
Búið var að setja upp jólastjörnur á alla ljósastaura, hjörtun í
ljósunum á öllum vegamótum, og svo hjörtun þeirra frægu sem er
búið að setja út um allt.
þeir sem eigi vita þetta með hjörtun, var það, að ég held,
hönnunarstofa á Akureyri sem hannaði þessi hjörtu úr plasti
(trúlega) og svo keyptu fyrirtæki, sjúkrahúsið og allir þeir sem vildu
hjörtun og taka þau á móti manni út um allt og ylja um hjartaræturnar.
Nú við fórum strax að versla á Glerártorgi síðan í bakaríið við brúnna
að sjálfsögðu til að fá okkur smá kaffisopa, þeir sem voru svangir fengu
sér smurt brauð ég fékk mér hafraköku.eða þannig.
Fórum svo til Ernu og Bjössa og eins og ég hef sagt áður er bara
yndislegt að koma þangað, hittum mömmu Bjössa og systur,
síðan kom galgopinn bróðir Ernu, hann sagði að við værum villingar,
en eins og bloggvinir okkar geta staðfest þá passar það ekki
Takk elsku Erna mín fyrir ævilega góðar móttökur.
Fórum svo á hittinginn það var bara frábært, mikið hlegið og skrafað
bæði um landsins gagn og nauðsynjar og gaman mál.
Á hittinginn komu Ásgerður, Ólafsfirði, Anna Guðný, Akureyri,
Sigga sem einu sinni var bloggari og verður það vonandi aftur er
um hægist hjá henni. Huld, Halli og Eva Lind dóttir Huld, Akureyri,
Víðir, Akureyri, Erna, Akureyri, Unnur, Akureyri, Dóra og tvíburarnir
hennar, Laugum, ég Milla og Gísli minn fékk að koma með, Húsavík.
Alveg í restina kom maður Önnu Guðnýjar og fékk sér kaffi með okkur.
Ef ég er að gleyma einhverjum þá vill ég fá skammir.
Ég bað nú Gísla minn að taka upp myndavélina, en viti menn,
eins og oft kemur fyrir hjá gamla fólkinu,
var þá ekki blessuð myndavélin, eða sko batteríin óhlaðin
Nú gamla fólkið mun víst læra af þessu.
En það voru teknar margar myndir svo þið sjáið þær á öðrum síðum.
Það sem er svo gleðilegt við þennan dag er að Milla mín,
Ingimar og ljósin mín koma heim í dag, eru búin að vera í Köpen
og Reykjavík. Eins og allir vita þá er farið til útlanda til að vera til,
af sem áður var er maður verslaði eins og brjálaður, kemur maður
heim og verslar í Reykjavík áður en maður kemur heim til sín.
Svolítið skondið.
Englarnir mínir á Laugum ætla að koma líka og munu amma og afi
hafa steiktan fisk í matinn, því eigi fær maður góðan fisk beint úr
sjónum er maður er á ferðalagi.
Eigið yndislegan dag í dag
Milla.
Athugasemdir
Góðan daginn Milla mín og takk fyrir síðast Hér er allt í dúnalogni eftir gleðskap næturinnar. Droparnir nutu þess að hafa tölvuna útaf fyrir sig og þær eru bara yndislegar. Við þessar fullorðnu brugðum undir okkur betri fætinum og skelltum okkur í partý og síðan á ball. Skyttan skaust í austur í gærkvöldi leyst ekkert á að þurfa að sofa undir sama þaki og þessar glöðu stelpur Núna er lambahryggurinn að steikjast í ofninum og þegar við höfum sporðrennt honum er stefnan tekinn á Jólahúsið Ég heyri betur í þér í dag Milla mín þegar ég veit meira um ferðina austur og það verður ekkert seint ég lofa því.
Einhvern vegin tapaði ég betri fætinum sem ég var svo glöð með í gærkveldi, hann var bara ekki hér þegar ég vaknaði Hef sennilega misst hann þegar ég labbaði heim Veit ekki hvort Dóra mín er með sinn, en hún er enn að faðma koddann. Knús Milla mín og við verðum í sambandi
Erna, 23.11.2008 kl. 12:16
Það hefur verið fjör hjá ykkur í gær og í nótt hjá sumum sýnist mér enda ekki heyrst múkk á þeirri síðunni síðustu daga. Ég fór í jólahúsið í sumar og fannst það frekar skrítið að vera þarna um hásumar í öllu jóladótinu. En mikið svakalega keypti ég lítið eins gott að meðhöndla það sem gull.
Eigðu ljúfan og bjartan dag.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:51
Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 15:01
Sko Erna mín hvenær get ég komið í helgarreisu til þín bara hryggur í hádeginu Skil Bjössa frænda minn afar vel hann er skíthræddur við ykkur, enda ekkert skrítið ef þið farið í stuð þá er það stuð.
Passið vel upp á að kaupa ekkert nema karamellur í jólahúsinu, það er allt svo dýrt þar og það vantar ekkert.
Það þýðir annars ekkert að þrasa í ykkur, hlustið aldrei, en elska ykkur samt skjóðurnar mínar.
Knús og kossar og takk fyrir í gær.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 16:04
Já Jónína mín það var svaka fjör hjá okkur í gær og örugglega hjá þeim vinkonum í gærkveldi, eru nú búnar að hringja og örugglega að eyða peningum í jólahúsinu núna.
Knús og kossar í dagrest
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 16:06
Knús til þín Hólmdís mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 16:07
Vonandi fer að verða bloggvinahittingur hér í Reykjavík. Þetta hljómar svoooo vel.
Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 17:28
Helga mín þetta er bara gaman.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 21:07
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:26
Það hefur verið gaman að hittast.
Hér er mynd fyrir nóttinna.
Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 21:27
Lilja mín þú hefðir nú átt að líta á okkur, en gerir það bara næst
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 22:02
Heidi mín takk fyrir þessa yndislegu mynd
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.