Fyrir svefninn
25.11.2008 | 20:26
Maður kemur sjálfri sér ætíð á óvart, enda gaman að því,
tilbreyting frá hinu venjulega.
Ekki að það sé svo venjulegt hjá mér svo langt frá því, er alltaf
á fullu í stjórnsemi og ræðuhöldum, elska að lesa yfir fólki
eða það segir fólkið mitt, en stundum fæ ég hifive að því að ég
er svo klár
Jæja eins og ég sagði í gær fengum við svona róbót ryksugu í
jólagjöf frá einum bróðir mínum og var ég nú ekki par hrifin,
þvílíkt rugl.
Nú sá tækjasjúki setti hana í hleðslu í gærkveldi.
Um leið og Gísli minn ók mér í þjálfun í morgun fórum við í
Húsasmiðjuna til að kaupa batterí sem vantaði í gervigeislann
sem settur er upp til að varna róbótinum að fara herbergi úr
herbergi.
Er hann Gísli minn sótti mig í þjálfun var hann svolítið sposkur
á svipinn, ég vissi um leið að hann væri búin að setja viðhaldið
af stað, já já viti menn hún var á fullu að taka eldhúsið er við
komum heim, síðan var hún sett fram á gang þar sem hún tók
hann og svo herbergin og fremri forstofuna.
Maður minn lifandi ef einhver hefði gengið svona á eftir mér
svona eins og Gísli gekk á eftir þessu viðhaldi sínu þá væri ég
afar ánægð.
Svo ég komi nú að þessu með að maður komi sjálfum sér á óvart,
Þá varð ég bara yfir mig hrifin af þessum róbót hann bókstaflega
ryksugar betur en við nokkurn tíman höfum gert, skynjara hefur
hann í burstaformi og taka þeir allt ryk í hornum og kverkum.
En í guðs bænum ekki segja Gísla að ég sé búin að sætta mig við
tækið, ég bölva því að sjálfsögðu áfram, svona smá, bara eins og
þurrkaranum sem hann keypti, hef aldrei átt þurrkara á ævinni
svo á gamals aldri þurfa menn að fá þurrkara og uppþvottavél.
Finns ykkur þetta nú ekki vera tækjasíki?
Nei bara spyr sá sem ekki hefur fundið fyrir þessu, sko tækjasýkinni.
Er farin að sofa var vöknuð fimm í morgun.
Góða nótt
Athugasemdir
Meinar þú Róbótinn, hann getur fengið kenninafnið Stormsveipurinn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 20:35
Og ryksugar eins og Stormsveipur.
Það er gott að geta sleppt því að ryksuga, ef ég ætti svona græju þá myndi hún arka á eftir Emmu því hún er að fara úr hárum.
Annars hafðu það yndislegt, ertu búin að sjá nýja bannerinn á síðunni minni, Gleymmereijar síðunni, kíktu á.
Kv Gleymmerei og Emma.
Kokkur, 25.11.2008 kl. 21:04
Humm. það eru aldeilis fjárfestingar á krepputímum þykir mér.
Kannski á ég þetta eftir, ég á riksugu , hrærivél, og þvottavél, fyrir utan ísskáp og eldavél. Tel mig nokkuð góða. Ég á nokkur ár í að ná þér í aldri, það á aldrei að segja aldrei.. ég bíð eftir að þroskast meira.. Góða drauma Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 21:12
Hvurslags eiginlega fótaferðatími er þetta hjá þér Milla mín. Ef ég vakna sex þá fer ég aftur uppí og sef til níu, lágmark! En af því þú ert örugglega löngu komin til kojs og sofnuð og vöknuð aftur þá býð ég þér bara góðan daginn.
Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2008 kl. 21:54
Ég vissi að Gísli og róbótin yrðu góðir vinir þeir eru örugglega sammála um flest. En hvað segir Neró minn við þessu kvikindi sem líður um gólfin? Ég sé nú Tinnu skessuna mína í anda ef svona rasslaust og rófulaust viðrini æddi hér um öll gólf ég vaki í nótt en, segi góða nótt við þig elsku Milla mín
Erna, 25.11.2008 kl. 22:07
Dem dem dem
Ertu búin að sætta þig við róbótin
þá er sú von að erfa hann strax, dauð
Jæja en ef hann hverfur þá var það ekki ég
Milla jr (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:53
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:06
knús og góða nóttina elsku ljúfa
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:18
Góða nótt Milla mín og betri helmingur þinn og Neró ekki gleyma honum Knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:33
Uss, mín ljúfa Milla - ég skal bara koma og vaska upp, ryksuga og baka kanelsnúða handa þér - þarft ekkert á þessum bansettu tækjum að halda sko .. til lukku samt með róbótann!
Annars hef ég aldrei verið tækjamaður í heimilishaldinu, sé bara um allt sjálfur - eða næstum því allt sko...
Knús í nóttina þína Milla mín og hafðu ljúfan morgundaginn!
Tiger, 26.11.2008 kl. 00:56
Mig langar alveg hrikalega mikið í svona róbot, veitir ekki af með 3 hunda!! en það verður að bíða betri tíma.
Knús í daginn ljúfust
Huld S. Ringsted, 26.11.2008 kl. 07:59
Góðan daginn Milla min. Ég sá fyrir mér Gísla labba á eftir viðundrinu, örugglega gott að eiga svona sugu. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 26.11.2008 kl. 08:11
Lít á hann Gleymmerei mín var að kommenta á nýu síðunni þinni í gær.
Knús
Nei Dóra hann fær nú ekki að koma upp í rúm
Knús í knús
Sigga mín sko ég fékk þennan róbót í jólagjöf og gæti ekki skilað honum þó ég vildi því Gísli er orðin ástfangin af honum.
Hin tækin keyptum við fyrir fjórum árum svo manst erum við á uppleið engin kreppa hér.
Knús og ljós
Auður mín þú setur bara gerfivegg við stigann þá fer róbótinn ekki niður síðan ferðu bara með hann niður og hann vinnur sitt verk þar
verður sjálf að moppa stigann.
Knús í ljós
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 08:35
Já elsku Milla mín þú færð hann ekki hann er bara flottur maður er bara að gera allt mögulegt á meðan þessi elska vinnur
Knús í ljós
Mamma
Sömuleiðis elskan eigðu góðan dag
Knús og ljós
Mamma
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 08:38
Skjóðurnar mínar Sigrún, Linda Ólöf og Vallý eigið góðan dag í dag
Knús og ljós
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 08:42
Tiger míó míó ef þú værir komin á okkar aldur þá sæir þú hvað þetta er nauðsynlegt, en sko ef þú hefðir verið búin að bjóða mér það fyrr að flytja til mín og sjá um þrif og bakstur já þá hefði ég sko þegið það
Það er sko ætíð betra að hafa svona life í kringum sig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 08:46
Ekki mundi þér veita af Huld mín það er jólatilboð á þeim núna á
69.000 svo eru til ódýrari gerðir en hef heyrt að þær séu ekki eins góðar.
Knús og ljós
Stína mín ég hefði ekki trúað því að svona róbót gæti gert mann svona glaðan.
knús og ljós
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 08:50
Ía mín svona er þetta bara ég vakna ætíð snemma og hér áður og fyrr vaknaði ég kannski kl 4-5 og var þá búin að áorka miklu áður en fólkið mitt kom á fætur.
Ídag segir hjartað mig vantar meðölin mín og þá verð ég að hlýða síðan er maður er búin að borða morgunmat og taka lyfin þá er maður orðin afsyfjaður. Stundum legg ég mig á daginn en reyni að gera það ekki.
Knús og ljós
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 08:55
Elsku Erna mín er þú vaknar þá lestu að Neró varð jafn ástfanginn af róbótanum og Gísli fylgdist grant með honum frá sofaarminum.
Knús og ljós Erna mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 08:58
hahahaXD það væri svo gott á þig ef afi læsi þetta!><
Guðrún (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:20
Guðrún mín hann afi þinn les alltaf bloggið mitt, ef þú ert að meina afa
þinn.
Fatta eigi alveg þetta XD.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2008 kl. 21:22
þetta er hlægjandi kall..... X=lokuð augu(af því ég er að hlægja svo mikið) D=(opinn munnur til að hlægja hátt...)
Hérna er svo einn nýr fyrir þig :þ
Þú fattar þennan allveg örugglega.
Guðrún (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.