Traustið er brostið.

Traustið er brostið sagði Margrét Pétursdóttir verkakona og spurði Geir H. Haarde, forsætisráðherra hvort ekki væri kominn tími til að hreinsa út úr seðlabankanum og víkja svo sjálfur.

Verkalýðsfélög séu enn rétt að ranka við sér úr doða og þeim sé líka um að kenna að traustið sé brostið. Fólkið sem búi við verstu kjörin sé fólkið sem ekki mátti svíkja eða taka frá traust. Þeirra sé ekki glæpurinn og þeirra vegna þurfi að fara í aðgerðir strax. Sárast sé þó að sjá Alþingi lamað og lúið og stjórnandstöðunni sé líka að kenna að traustið sé brostið. „Er stjórnarandstaðan líka tilbúin að víkja ef almenningur gerir þá kröfu?" spurði Margrét. Strax eigi að fara í eignaupptöku hjá þeim sem að útrásinni stóðu því að slóðin sé að kólna. Nú ríkir hvorki skattaleynd né  launaleynd og bankaleyndin skuli burt líka. Það sé ekkert annað en efnahagslegt ofbeldi sem við séum að upplifa núna.

Margrét fékk  þá fólk í sal til að rísa úr sætum sínum. „Svona auðvelt er fyrir karl að standa upp úr valdastóli og láta af hendi til konu," sagði hún og uppskar mikið lófatak frá salnum. Við hefðum ekki efni á að sniðganga annað kynið þegar kæmi að uppbyggingu hins nýja Íslands. Nú sé lag að kollvarpa viðvarandi óréttlæti. Sterk réttlætiskennd þess fólks sem mæti á mótmæla- og baráttufundi geri hana hins vegar stolta af þeirri þjóð sem hún sé að kynnast

Ég ætla að bæta við það sem upp á vantar orð Margrétar
Og þið eruð bara flottust.


Ég hlustaði á ræðumenn þessa fundar og ég verð að segja að ég varð
afar stolt og hefði viljað vera með.
Margrét Pétursdóttir þú ert bara frábær, ræðusnilli þín er hnitmiðuð og
eigi skemmir þinn góði talandi.
Það er nefnilega eigi sjálfgefið að hafa þessa hæfileika.




Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri frá Akureyri, gerði harða hríð að verðtryggingu lána, sem verið hefur við lýði á Íslandi síðustu áratugi, á borgarafundi í Háskólabíó í kvöld. Hann sagði að við núverandi aðstæður væri jafnræði brotið á margvíslegan hátt.

Það er afar gaman að hlusta á svona ræðusnillinga, ég tala
nú ekki um er þeir segja sannleikann, tala Íslensku og koma
fram af virðingu við fólk.

Ef að þessi fundur og það sem kom þarna fram hefur ekki vakið
fólk til umhugsunar um hvað er að gerast í landinu okkar
þá er því ekki viðbjargandi.

Áfram Ísland!

Eigið góðan dag í dag
.


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góður pistill hjá þér Milla og ég er þér algjörlega sammála.

Heidi Strand, 25.11.2008 kl. 07:14

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sá ekki fundinn því miður

Eigðu góðan dag Milla mín

Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 07:42

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Já þarna voru ræðusnillingar og það er rétt "verkakonan bar af" í ræðu snilli.. að öðrum ólöstuðum. Það þarf ekki alltaf menntun að búa að baki öllu, í okkar samfélagi. Var það ekki framtíðarsýn menntafólksins sem feldi þjóðina, grun hef ég um það.

Ljós og kærleikur til þín inn í daginn. Elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heyrði ekki fundinn því miður en gott að heyra um samheldið fólk sem kemur sínu á framfæri.

Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:31

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta voru flottar ræður á þessum fundi og eykur hjá mann von um framtíð Íslands.

Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:33

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður fundur.............Margrét var góð en það voru líka hinir ræðumennirnir.  Eigðu góðan dag Milla mín

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 11:52

7 identicon

Missti alveg af þessu, enda öðrum hnöppum að hneppa.

Ljós inn í daginn þinn Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 13:09

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eigðu góðan dag Milla min, góður pistill hjá .þér

Kristín Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 15:21

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta voru alveg ljómandi góðar framboðsræður fannst mér og ekki spurning að þau þurfa að vera í forsvari nýrra hópa sem ætla að bjóða sig fram. Mér leiddist þó heldur ruslaræðan hjá ungu konunni. Ég vil næst fá útrásarvíkingana og forsvarsmenn stéttarfélaga og lífeyrissjóða.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:21

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já stelpur mínar ég varð afar hrifin af henni Margrét, þvílík snilld þessi kona er og ekki hefur hún menntunina enda sem betur fer því þá væri hún eigi svona góð.
Áfram Ísland.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 18:49

11 identicon

HEYR HEYR.......

Hindin (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband