Fyrir svefninn.

Við gamla settið erum búin að dandalast hér í dag, reyndar
tók Gísli minn nokkur ljós og þreif, ég skreytti svolítið meira,
ætíð hægt að bæta á sig fjöðrum, ákvað nefnilega að hafa svona
gamaldags yndisleg jól með öllu skrautinu sem ég á, og það er nú
ekkert smá sem til er eftir 47 ára búskap. Þetta er svo gaman.

Nú við vorum búin að bjóða Millu minni með sína yndislegu fjölskyldu
í kvöldmat og var ég með Indverskan karrý rétt með grjónum og
dill steiktum kartöflum. Æði. Kókóskaffi og doblerone með
hnetum og rúsínum á eftir, þær fengu ísblóm.
Ingimar hengdi upp myndir sem Milla mín málaði og gaf mér í fyrra
um jólin, var aldrei búin að finna stað fyrir þær, en nú eru þær komnar
heim til sín yfir buffettinu mínu, þetta eru yndislegar landslagsmyndir.

Heyrði í englunum mínum á Laugum það var æði hjá þeim í gærkveldi,
mamma þeirra, hún Dóra mín var kosin starfsmaður skólans og er hún
vel að þeim titli komin hún er ætíð til taks fyrir þau og kemur fram við
þau bara eins og þau eru.

                       Ljóð

             Ég kveð þér ekki kvæði
             en kem sem barn til þín
             -- elsku mamma mín.
             Góðu börnin gefa
             gullin sín.

            Ég gaf þér ekki gimstein
            sem glitrar eða skín
            -- elsku mamma mín.
            Líf mitt verði ljóða-
            ljóð til þín.

                           Kristinn Reyr.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halldóra þín góð, sem sagt þú átt að baka lagköku fyrir hana heheh ég kannast við þetta frá mínum krökkum.  Baka alltaf eina köku sem mér sjálfri finnst ekkert góð en þau geta ekki haldið jól nema mamma baki eina slíka. 

 Frekjan í þessum krökkum og orðin rígfullorðin hehehh 

Ía Jóhannsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Erna

Ég elska að skreyta mikið og nota þá gamalt skraut frá mömmu í bland við nýlegra. Það er jólahús hjá mér um jólin og við skreytum líka loftin. Þú verður að koma í heimsókn þegar allt er orðið fullskreytt Milla mín. Ég sá einhverstaðar að þú verður í bænum á mánudag og það væri gaman að hitta þig, en ég verð í laufabrauði þann dag. Þú getur bara prufað að hringja í mig ef þú vilt. Dóra er með númerið mitt. Góða nótt og kveðja í jólakot

Erna, 29.11.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ynnilega til hamingju með dóttur þína, hún er örugglega vel að þessu komin.

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Til lukku með dótluna þína.  Mikið er hann duglegur þinn maki. Frábær einstaklingur.  Hvernig líður þér eftir byltuna Elskuleg?

Góða nótt Milla mín njóttu draumalandsins

Sigríður B Svavarsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag, þakka fyrir lesninguna og mig. Maturinn hljómar ekkert smá girnilega.  slurp...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.11.2008 kl. 08:09

7 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hafðu það gott en farðu varlega, til hamingju með dótturina, hún er vel að þessu komin, stendur sig vel.

Hér er rigning og kalt, ekki spennó.

Ljós til þín og þinna.

Kv frá Gleymmerei og Emmu

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 30.11.2008 kl. 08:43

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín við erum lánsamar konur það vitum við sem erum búnar að ala upp börnin okkar svo að segja hlið við hlið.
Kærleik til ykkar í Heiðarbæinn Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:05

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Dóra mín komst að því er ég datt ætlandi að fara að baka að það sé eigi mín deild í ár svo þú gerir það bara er þið komið í frí englarnir mínir.
Elska ykkur
Mamma, amma afi og Neró sem vill bara fara út á miðnætti og svo leika sér, Bjartsýnn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:07

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er sama hér Ía mín ég borða aldrei þessa lagtertu oji, en verð ætíð að baka hana og það meira að segja tvær.
En hún hefur nú bakað hana sjálf undir minni handleiðslu undanfarin jól
Þú veist nú hvernig það er með þessi börn, þau halda bara að mamma geri þetta betur en þau.
Ljós og kærleik til Prag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:11

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín ég er að fara í sneiðmynd á þriðjudaginn kl 11.20 það er að segja ef viðrar til þess, hef samband ef við gætum hist.
Langar til að hitta þig aðeins fyrir jól.
Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:13

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jerímías lady Vallý við verðum að gera eitthvað í þessu, annars kann ég vel að búa til Indverskan mat, fer bara eftir uppskriftum og dassa bara meiru kriddi en á að vera.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:15

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigga mín Hún Dóra mín á þetta svo sannarlega skilið.
Gísli minn er frábær rétt er það.
Ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:17

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Linda mín sendi þér ljós og kærleik.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:18

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín maturinn var æði.
Ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:19

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigrún mín hún er það svo sannarlega, þó ég segi sjálf frá.
Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:21

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Gleymmerei mín og passaðu upp á þig í kuldanum, hér eru það aðrir sem  reyna að passa mig.
Ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.