Heimilisofbeldi.
30.11.2008 | 09:01
Las afar þarfa og góða grein í blaði í morgun, um að mjög
algengt sé að kalla þolendur heimilisofbeldis geðveika.
Í flestum tilfellum ef eigi öllum eru það fyrrverandi eiginmenn
og eða sambýlismenn sem gera það.
Ég hef nú oft áður bloggað um þessi mál sem ætíð hefur verið
þörf á, en nú er nauðsyn. Þetta er grafalvarlegt og ætti aldrei
að gantast, mistúlka, efast um eða gera lítið úr er konur koma
og leita eftir hjálp.
Ein kona sagði er hún gat slitið sig frá og skilið við manninn sem
hún átti með eitt barn að hann hefði strax byrjað að segja að hún
væri geðveik. Margir af ættingjum og vinum snéri við henni baki,
trúðu honum,
Konan gekk til sálfræðings vegna sinna vandamála eftir tíu ára
ofbeldi og varð sterkari með hverju deginum sem leið svo afneitun
ættingja mannsins skiptu eigi svo miklu.
Það sem mér finnst ógnvægilegt er að þessum mönnum sem fremja
þennan glæp að beita ofbeldi ná á svo ótrúlega stuttum tíma að
brjóta niður allt sjálfsmat kvennanna, hvað er þessum mönnum gefið
til að þeir nái þessum völdum?
ERT ÞÚ BEITT OFBELDI?
Á eitthvað af neðantöldu við þig?
1 Óttastu hann undir einhverjum kringumstæðum ?
2 Er hann uppstökkur skapbráður og/eða fær bræðiköst?
3 verður hann auðveldlega reiður undir áhrifum áfengis?
4 Reynir hann að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara
eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál?
5 Fylgist hann með þér hvar og hvenær sem er?
6 Ásakar hann þig sífellt um að vera honum ótrú?
7 Gagnrýnir hann þig, vini þína og /eða fjölskyldu?
8 Ásakar hann þig stöðugt -- ekkert sem þú gerir rétt eða nógu vel gert?
9 Segir hann að ,,eitthvað sé að þér ", þú sért jafnvel geðveik?
10 Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra?
11 hefur hann yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu?
12 Eyðileggur hann persónulegar eigur þína af ásettu ráði?
13 hrópar hann / öskrar á börnin eða þig
14 Ógnar hann þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum?
15 Hótar hann að skaða þig börnin eða aðra nákomna ættingja?
16 þingar hann þig til kynlífs?
17 Hefur hann ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín eða slegið/barið þig
eða börnin.
Flest af þessu átti við mig og miklu verra en þetta og er ég bara
að koma inn á þetta núna vegna þess að nauðsynlegt er fyrir
alla að vera meðvitaðir um hvað gæti verið að gerast í umhverfi
okkar, ekki síður er það nauðsynlegt fyrir þá sem verða fyrir
heimilisofbeldi að vita og trúa, ,,Sá sem lemur einu sinni lemur aftur".
Mig langar líka til að allir lesi þetta bæði konur og karlar og hugleiði
hvort jafnvel það sé svona hegðun í þeirra fari og hvort sú hegðun
sé réttlætanleg, Nei hún er það aldrei ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.
Þið sem verðið fyrir þessu vitið að þið eruð ekki ein.
Ekki bíða eins og ég gerði að því að það voru að koma jól. ferming,
afmæli eða bara eitthvað komið ykkur strax út úr þessu ástandi
og þið munuð komast að því að þið fáið nýtt líf.
Eigið góðan dag og gæfuríka framtíð.
Milla.
Athugasemdir
Það er hræðilegt að karlar skuli beita konur þvílíku ofbeldi, en líka einkennilegt að konur skuli ekki flýja í auknum mæli frá svona mönnum.
Ég bý ein með hundinum og er það bara fínt, þá er engin að berja mig eða beita mig ofbeldi.
Það er eitt sem mér fannst vanta í upptalninguna hjá þér,og það er þegar karlmenn neyða konur sínar til að búa með sér þó að þeir haldi jafnvel framhjá konum sínum, kannski líka vegna þess að konurnar kannski gera sér ekki grein fyrir því að losa sig við þá, og þeir segja á móti, fyrst þú hefur ekki vit á því að losa þig við mig þá skaltu bara taka því að ég haldi framhjá.
Ég held að margir ættu að hugsa um þetta sem ég skrifaði hér að ofan því þetta á við allt of margar konur, því miður.
En hafðu það gott ljós til þín og þinna Kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 30.11.2008 kl. 09:14
Var einmitt að klára að lesa um konu sem fluttist hingað til lands, þar sem maðurinn hennar var kominn hingað á undan. Hún var ekkert smá búin að verða fyrir barðinu á þessum manni en snéri vörn í sókn sem mér finnst alveg frábært. Eitthvað þekki ég nú sjálf af ofbeldi og finnst mér oft gleymast að tala um andlega ofbeldið sem svo margar konur verða fyrir í stórum mæli en sést ekki utan á þeim.
Þetta er mjög þörf umræða,ekki síst núna á svona tímum.
knús til þín
Unnur R. H., 30.11.2008 kl. 09:46
Unnur mín oft hefur verið rætt um andlega ofbeldið og það tilheyrir þessu einnig og eigi er það betra.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 10:01
Hef aldrei skilið þessar skræfur sem leggjast svona lágt. Mikið eru þeir sjúkir. Hef ekki snefil af samúð með þeim sem haga sér svona. að leggja hendur á konur og börn!
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 11:47
Tek undir orð síðasta skrifara.
Rut Sumarliðadóttir, 30.11.2008 kl. 12:27
Gleymmerei mín þetta með framhjáhaldið er bara lítið brot af því sem gerist í svona samböndum og í raun vantar ekkert í upptalninguna hjá mér því ég er ljúfan mín svo oft búin að blogga um þessi mál.
Þeir sem segja að ef þær hafi ekki vit til að losa sig við þá eru bara asnar sem er afar auðvelt að losna við, en þeir sem beita ofbeldi segja ekki svona því þeir vilja ekki missa þann sem hægt er að berja endalaust og það er búnið jafnvel að heilaþvo þessar konur og menn
með því að segja að þau séu ómöguleg, ljót, vitlaus og að engin vilji þau. Láttu mig vita þetta elskan hef verið þarna og var í mörg ár að vinna mig út úr því.
Knús til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 12:49
Dóra mín satt segir þú , en það er hægt að finna góðan mann bara afar sjalfgæft.
Knús í daginn
Mamma
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 12:50
Þeir eru sjúkir og sumir vita aldrei af því eða viðurkenna það því síður
fyrir sjálum sér eða öðrum Langbrókin mín.
Einn var svo valdsjúkur að er ekkert var orðið eftir til að hóta með nema hundurinn þá var hótað að drepa hann.
Rutla mín þetta er líka svar til þín
Ljós og kærleik til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 12:55
Bendi þér á að hlusta á Bíbí hjá Evu Maríu í kvöld, þetta ber á góma þar. Krúttkveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 13:03
Ásdís mín hef hugsað mér það, annars var ég nú bara að minna á þetta kannski vaknar einhver upp við vondan draum.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 13:05
Ég held að það sé ótrúlega mikið um þetta í samböndum en kannski misjafnlega gróft. Hjá sumum er það bara eitthvað eitt af ofantöldum lista,en oft blandast það með fleiru. Allt er þetta vegna þess að sá sem ofbeldinu beitir líður illa og leitar sér ekki hjálpar heldur fær útrás með eigin vanlíðan á öðrum. Skrítið þetta mannfólk. Það er einmitt þetta að þora að brjótast út úr þessu mynstri.
Eigðu góðan seinnipart Milla mín ljúfust.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:58
Takk Jónína mín á bara góðann dag með gamla mínum, með kerti og aðventuljós.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 15:51
Las einu sinni heljarmikla fræðigrein um heimilisofbeldi. Þar stóð meðal annars að þessir menn væru ótrúlega snjallir að finna sér konur sem væru að einhverju leyti skaddaðar á sálinni og sæktust í þær þar sem auðveldara væri að kúga þær.
Svo voru líka viðtöl við konur sem voru reiðubúnar að umbera ofbeldið af því maðurinn iðraðist svo rosalelga á milli og væri þá svo góður við þær.
Þetta var doktorsritgerð í félagsráðgjöf, ég hef aldrei lent í neinu svona og sel þessar upplýsingar ekki dýrar en ég keypti þær.
Helga Magnúsdóttir, 30.11.2008 kl. 20:08
Allir þessir hlutir áttu við mig fyrir tuttugu árum síðan en ekki núna. Skrifa kannski einhverntímann um þá ömurlegu reynslu.
Eigðu góða viku Milla mín
Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:24
þörf umræða...........
Hólmdís Hjartardóttir, 30.11.2008 kl. 20:29
Helga mín þeir leita uppi sálir brotnar en sumir hafa ánægju af því að finna sterkar konur og brjóta þær niður.
En það er allt til í þessum málum
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 20:32
Já Huld mín það er kannski ekki svo auðvelt að rita þetta nema eins og ég hef gert í pörtum og þá koma þeir bara til mín í draumi og ég verð að losa mig við þá.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 20:34
Já hún er þörf Hólmdís mín og nauðsynlegt er að tala um þetta oft á ári.
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 20:36
Sæl Milla.
Mjög góður og þarfur pistill eins og svo oft hjá þér.
Hafðu þökk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:32
Góðan daginn Þórarinn er þú ritar eru mín augnlok löngu orðin þreytt og sofnuð og er ég svara þér þá ert þú eigi komin á fætur hvað þá búin að opna augun. takk fyrir þitt innlegg.
Kveðja til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2008 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.