Hvað segir maðurinn?

Eru litlu, sætu, stóru, dúllujólasveinarnir okkar
handbendi djöfulsins?
Hef ekki á ævinni heyrt aðra eins hugaróra.


Gamalt jólaskraut í Árbæjarsafni.

 

// Danski presturinn Jon Knudsen staðhæfir að litlir jólasveinar eða jólaálfar sem víða eru notaðir til skreytinga fyrir jól séu í raun verkfæri djöfulsins. Vill hann vekja fólk til vitundar um heiðna merkingu þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Knudsen, sem tilheyrir Løkken frikirke sem leggur mikla áherslu á trúboð, segir jólasveinana bera vott um djöfladýrkun og því séu þeir í raun tákn um það stríð sem djöfullinn herji gegn jólahátíðinni. „Við eigum ekki að skreyta hýbýli okkar sem slíkum verum," segir hann.

„Þetta er bara regla sem við verðum að fara verður eftir alveg eins og múslímar mega ekki borða svínakjöt."

Þá segir hann jólahátíð nútímans vera hættulega blöndu af kristnum og heiðnum jólum. „Mér finnst kirkjan ekki hafa haldið nógu vel utan um það hvað tilheyrir hinum kristnu gildum jólanna," segir hann.

 Þessi maður hlýtur að vera handbendi einhvers, eða er hann
bara lokaður inni í sínum hugarheimi. Var nú svo græn að
halda að svona tal og hugsanir væru bara til í Ameríkunni
sko ég meina um jólin.

Hvað langt aftur þurfum við að fara til að finna ekki
einhverskonar jólasveina, mjög langt.

Það kemur nú ekki til greina að hætta að gleðja sig og
börnin með jólasveinum og öðru dúlleríi jólin eru bara
besti tími sem börnin upplifa.

Svo eru náttúrlega þeir sem eru jólasveinar af guðs náð,
sumir eru saklausir og gera ekki flugu mein aðrir eru frekar
ráðríkir, þykkjast vita allt betur en aðrir, og vera ofurvitrir
og að þeir eigi þar af leiðandi sess á toppnum, þá má reka heim
því þetta er ranghugmynd hjá þeim blessuðum.

Eigið góðan dag.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem fólki dettur í hug Milla?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Mörg börn eru hrædd við jólasveina þessi maður er bara ekki komin lengra. Hvað með hana Grýlu okkar úff.

Átt þú góðan dag Milla mín

Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.12.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekki öll vitleysan eins.  Þegar ég var barn á Húsavík þá komu alltaf tveir jólasveinar á jólunum, annar var í rauðum fötum og hinn í eiturgrænum, ég var sko aldrei hrædd við þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef hvergi séð grænklædda jólasveina nema á Húsavík. Blessaður maðurinn er ekki heill.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvað ætli blessaður maðurinn segði ef hann sæi okkar sveina og vissi hvað þeir væru nefndir?

Sigrún Jónsdóttir, 2.12.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ skjóðurnar mínar er komin heim og gerði bara góðan dag, en þarf að fara í frekari myndatöku eða eitthvað.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2008 kl. 18:06

7 Smámynd: Erna

Leitt að geta ekki hitt þig í dag Milla mín, ég er búinn að vera á þönum í allan heila dag. Varst þú kannski jólasveinn í dag og læddir inn um bréfalúguna hjá mér sendingu??? Mig grunar þig Milla mín

Erna, 2.12.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum alltaf að hittast í huganum Erna mín en við munum sjást fljótlega, vonandi annars strax eftir áramót.
Já maður verður nú að leika jólasvein stundum
Ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2008 kl. 20:22

9 identicon

Ja hérna Milla mín alltaf heyrir maður eitthvað nýtt en við erum nú ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því hvað hugarórar eru í kollinum á hinu og þessu fólki. Höldum okkur bara við okkar jólasveina og svona.

Var þessi lömun í fætinum á þér að koma fram núna eftir byltuna eða er þetta eldra? Það er ekki gott með þig mín kæra ef þú þarft að fara að leggjast á sjúkrahús þú mátt náttúrulega ekkert vera að því fyrir jól.

Knús og mikið ljós til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:07

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín ég þarf víst bara að leggjast inn í nokkra tíma eftir myndatökuna, hef nú ekki heyrt um þetta áður.
Lömunin hefur verið að koma af og til en er frekar slæm núna, en ég fór alveg í bakinu 1992 fór þá á Reykjalundi í 3 mánuði síðan eftir nokkra mánaða hvíld frá vinnu fór ég bara að vinna fulla vinnu því mér var sagt að ég gæti það og var tekin af bótum, en svo 1998 hrundi ég alveg og þá var mér fyrst sagt að ég gæti ekki unnið svona meir.
Afar skemmtilegt. Var nú samt að kenna og það flest kvöld á veturna.
Ég fór einnig oft út í búð til vinkonu minnar sem átti búð með öllu mögulegu þar voru námskeiðin haldin og ég þurfti að koma aðeins við í þessari búð og afgreiddi þar oft og iðulega enda þrælvön.
Jæja sagan er að verða búin, en bakið mitt elskulega er orðið voða þunnt, samfallnir hryggjaliðir, með liðskrið, slitgikt og mikla kölkun svo því líður oft á tíðum ekki vel þessu elska, en verð að lifa með það og ræð líka alveg hvernig, hvort ég verð bara verri að einhverju væli alla daga eða held mínu striki og er á fullu svo langt sem það nær.
held að þú skiljir alveg hvað ég er að tala um Jónína mín.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 06:47

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

 Óska þér bata.

Knús inn í daginn

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.12.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband