Fyrir svefninn.
2.12.2008 | 20:19
Í morgunn er ég vaknaði sko klukkan 5.30 fór ég að hugsa um
þakklætið, við eigum svo mikið að þakka fyrir þrátt fyrir allt.
Flest okkar eiga góða fjölskyldu og ef við eigum það ekki getum
við þá ekki lagað það, oft þarf ekki mikið til,
flest okkar eiga góða heilsu, og þess vegna getum við beðið fyrir
þeim sem ekki eiga hana.
það er sama hvar við berum niður við getum alltaf hjálpað á einhvern
hátt. Látum engan vera afskiptan sem þarf á okkur að halda.
Merkilegt gerðist í morgun er ég var að flýta mér að blogga
eitt blogg áður en ég færi á Eyrina, þá fór það bloggið tvisvar
inn ég opnaði færslulistann og eyddi auðvitað kolrangri færslu,
eyddi færslunni fyrir svefninn í gærkveldi, gerist á bestu bæjum.
Já við fórum á eyrina í morgun, beint finnst við höfðum tíma, að fá
okkur kaffi og smá með því á bakaríinu við brúnna, síðan upp á
sjúkrahús þar sem ég átti að fara í sneiðmynd 11.20, en það dróst
nú til 12 vegna þess að þeir voru að ákveða hvernig þeir ættu að
hafa þetta með gallagripin mig.
Er með gangráð, má eigi fara í segulómun, var sett í alveg splunkunýtt
sneiðmyndatæki, talið og vonað að það mundi duga, mátti fara það yrði
hringt innan 3 tíma ef ég þyrfti að koma aftur, var orðin vongóð er
liðnir voru 3 tímar, en nei, var þá ekki akkúrat hringt og ég þarf að koma
í nánari myndatöku þar sem sprautað verður skyggniefni inn að mænu
þeir eru að kanna hvað /ef eitthvað er að gera það að verkum að ég
lamast svona niður í fótinn, eftir þessa myndatöku þarf ég að leggjast
inn á deild og hvíla mig í nokkra klukkutíma á eftir
Ætla að reyna að fara í þetta bara eftir jól.
Við notuðum náttúrlega tímann til innkaupa bæði í mat og gjöfum
fórum bara á Glerártorg því ég var svolítið þreytt.
Fengum okkur heita eitthvað á olis hrikalega góð og svo að Laugum
til að hitta þær aðeins.
Hittum Valgerði skólastýru og fengum kaffi í eldhúsinu hjá því
frábæra fólki sem þar vinnur.
Er til Húsavíkur var komið fórum við að hitta ljósin okkar á Baughólnum
það er alltaf tekið jafn vel á móti okkur þar.
Fengum okkur síld og rúgbrauð í kvöldmat.
Góða nótt kæru bloggvinir og fyrirgefið hvað ég hef
haft lítinn tíma í komment undanfarið.
Milla.
Athugasemdir
Knús til þín,ég segi sama hér,er lítið við tölvuna og kommenta því lítið,vona samt að allir hafi biðlund og haldi ekki að ég sé búin að gleyma þeim,því svo er ekki,hér eru bara veikindi á veikindi ofan og svo er ég að hamast við að safna saman pökkunums em eiga að fara til dóttur minnar og hennar fjölsk í Dk,var einmitt að kaupa íslenskt nammi handa þeim í dag
Líney, 2.12.2008 kl. 20:23
Við vitum alltaf af hvor annarri.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2008 kl. 20:30
Góða nótt, Milla mín. Vonandi fer þetta allt vel hjá þér.
Helga Magnúsdóttir, 2.12.2008 kl. 20:41
Sigrún Jónsdóttir, 2.12.2008 kl. 20:46
Ég hélt að ég væri að setja athugasemd við þessa færslu áðan en jæja bara smá línuvilla.
Góða nótt Milla mín og dreymi þig vel.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:09
Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 21:48
Ía Jóhannsdóttir, 2.12.2008 kl. 23:03
Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 23:26
Hvað ertu að vakna svona snemma ,kl 7 er alveg ágætt á þessum kalda tíma Vesturbæjarkellan
Ólöf Karlsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.