Valdanauðgun og ofbeldi.

„Ég vona að þér verði aldrei nauðgað."

„Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla." Þannig hefst opið bréf til dómsmálaráðherra og hæstaréttardómara, frá Femínistafélagi
Íslands í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.

Bréfið er sent til Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra og hæstaréttardómaranna Árna Kolbeinssonar, Garðars Gíslasonar, Gunnlaugs Claessen, Hjördísar Hákonardóttur, Ingibjargar Benediktsdóttur, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Páls Hreinssonar.

Bréf Femínistafélags Íslands 

Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla. Ég vona að þú fáir réttláta dómsmeðferð og að lögunum í landinu okkar verði beitt af réttsýni og með hag þinn að leiðarljósi.

Ég vona að ofbeldismaðurinn verði dæmdur sekur og að dómurinn endurspegli alvarleika glæpsins.

Ég vona að eftir þessa skelfilegu reynslu náir þú að sofa á næturnar. Ég vona að þú vaknir ekki upp um miðja nótt við eigin öskur. Ég vona að fjölskylda þín og vinir trúi þér og snúi ekki við þér baki.

Ég vona að þú hættir þér út úr húsi. Ég vona að þú sjáir ekki nauðgarann í hverjum manni sem þú mætir. Ég vona að þú getir haldið áfram að stunda vinnu og  umgangast fólk á sama hátt og áður. Ég vona að sársauki þinn verði ekki svo mikill að þú deyfir hann með efnum.

Ég vona að enginn segi þér að þú verðir að „taka þig saman í andlitinu og jafna þig á þessu".

Ég vona að þér finnist ekki að líf þitt sé endanlega í rúst. Ég vona að einn daginn takir þú sjálfan þig í sátt og setjir sökina, skömmina og smánina þar sem hún á heima.

Ég óska þér alls hins besta og vona að þér verði aldrei nauðgað. 
Kveðja Femínistafélag Íslands.

               *******************************

Þetta átak snertir mann djúpt ekki það að mér hafi verið nauðgað

í þeim skilningi sem um ræðir hér að ofan, en eru ekki allar
nauðganir eins gagnvart sálartetri konunnar, til dæmis.
Maður konu lemur hana og lemur er honum hentar sér svo eftir
öllu saman og leitar eftir samförum við konuna hún er ekki viljug
til þess, en þorir eigi annað en að láta undan svo hún fái ekki
fleiri högg og er hann hefur lokið sér af, þá segir hann kannski.
gott að við sættumst því annars???

Ekki er það algengt að kona kæri eiginmann sinn, hún þorir því
ekkert frekar en að fara frá honum.

Konan vaknar kannski upp við martröð er hún leggur sig á daginn
því eigi sefur hún mikið á næturnar, gæti vaknað úti á gólfi.

Stundum hætti konan sér eigi út úr húsi, var bara í rúminu er
bankað var, treysti sér ekki til að hitta fólk.
Stundum sást stórum á konunni, en þá hafði hún bara dottið,
rekið sig á skáphurð eða eitthvað annað álíka vitlaust.

Konan sá ekki nauðgarann í hverjum manni því hennar ofbeldismaður
var bara bundin við einn mann sem hún vissi hver var.
Í vinnunni var hún hult, enda undir vernd þar.

Engin sagði konunni neitt því engin átti að vita neitt.

Engin sagði konunni að taka sig saman í andlitinu, því hún gerði
það sjálf er hún loksins sleit þessu sambandi.

Hún öðlaðist nýtt líf, en margra ára vinnu í að koma til baka
sem venjuleg kona. Í marga mánuði þurfti konan að líta út ef
hún var að fara út úr húsi, hrædd um að hann væri þarna,
þorði ekki að hafa opna glugga nema er einhver var heima,
og lengi gæti ég talið upp.
Vonandi tekst konunni að vinna sig alfarið út úr þessari
sálarkreppu sem hún er í og poppar ætíð upp sterkt annað slagið.

Konan er í dag afar hamingjusöm og á hún það að þakka fyrst
og fremst fjölskyldu og góðum vinum sem hafa hjálpað henni til að
hjálpa sjálfum sé.

Þessi viðbót konunnar er vegna þess að þetta er svo líkt.
Allar nauðganir og ofbeldi hafa sömu áhrif á konur og menn reyndar.
Aldrei skal gera lítið úr frásögnum kvenna og karla um nauðganir
og ofbeldi.
Þetta er þeirra reynsla og þeirra sorg.


Eigið góðan dag í dag og lítið á þessa daga sem tækifæri breytinga.
Milla
Heart


mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Goðan daginn Milla mín og Guð veri með þér

Kristín Gunnarsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Stína mín.
Ljós til þín og til hamingju með útkomuna í gær
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 09:26

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir heillaóskina Auður mín.
Mikið rétt ætli þeir hafi nokkuð reynt að skilja það.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 09:27

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín ljós til þín
Milla

Huld mín ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 09:29

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Kærleiksljós til þín Milla mín. Þú ert æði.

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.12.2008 kl. 09:53

8 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Það er allur gangur á því hvort karlar taki þessi mál alvarlega. Ég tek það hins vegar mjög alvarlega að fólk lendi saklaust í fangelsi og skiptir þá engu hver málaflokkurinn er?

Á blogginu mínu nefndi ég 7 einstaklinga sem lennt hafa saklausir í varðhaldi sl. 4 ár (Þar af eru 3 sem alveg óyggjandi voru gefnar upp rangar sakir) og eru það einungis þau mál sem komu upp í hugann af hérlendum dæmum. Hvernig ætli þetta sé erlendis þar sem lögregla og dómstólar eru óvandvirkari en á Norðurlöndum. Annars þarf ekki að fara lengra en til Færeyja til að finna dæmi um hjón sem sátu saklaus í fangelsi í rúmt ár vegna rangra ásakana og dóms í sifjaspellsmáli.

Til að maður sé dæmdur verða að liggja fyrir óyggjandi sannanir.

Það er greinilegt að þið konurnar á þessari síðu hafið ekki áhyggjur af því að saklaust fólk lendi í fangelsi.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 4.12.2008 kl. 10:04

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 10:09

10 Smámynd: Solla Guðjóns

bara að kasta inn kveðju í fljótheitum.

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 10:44

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigga mín sömuleiðis.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 11:09

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Árni við konur höfum alveg áhyggjur af því hvort saklaust fólk lendir í fangelsi eður ei, en hefur þú áhyggjur af stúlkum/konum sem fá það í andlitið á sér að jafnvel það sé eigi satt sem þær hafa verið að segja.
og lifa svo með tortryggnina frá misvitru fólki alla tíð.

Það er alveg rétt hjá þér að oft eru menn ranglega dæmdir hvort sem það er fyrir sifjaspell, nauðganir, eða önnur brot og var ég ekki að tala um það hér heldur ekki um neitt sérstakt mál eins og þú sérð ef þú lest þetta betur.
Kveðja til þín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 11:16

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til ykkar Solla mín og Ásdís
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 11:16

14 Smámynd: Brynja skordal

Frábær pistill Milla mín takk fyrir hann Og til Hamingju með hana Dóru þína hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 4.12.2008 kl. 11:33

15 identicon

ég hugsa til þín.......

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:42

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir hamingjuóskirnar brynja mín og til hamingju með kútinn þinn
Eigðu góðan dag ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 12:55

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir símtalið í morgun Vallý mín, ég veit þú skilur
Ljós og gleði til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 12:57

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér þykir vænt um það Langbrókin mín
Ljós og gleði til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 12:59

19 identicon

Elsku Milla mín já það er hræðilegt að búa við ofbeldi en gott þegar hægt er að losa sig út úr því. Vonandi að sem flestir nái þeim áfanga að losa sig út úr því hvort sem það er andlegt eða líkamlegt.

Knús og hamingjuóskir með dótturina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:15

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Orð í tíma töluð.

Helga Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 14:24

21 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:03

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín það er mikið gott og takk fyrir hamingjuóskina

Helga mín knúsMilla.

Lilja mín knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband